Handbolti

Arnór Atla: Ég er hundsvekktur

Henry Birgir Gunnarsson í Peking skrifar
Arnór fylgist með Snorra í baráttunni.
Arnór fylgist með Snorra í baráttunni. Mynd/Vilhelm
Arnór Atlason hefur átt frábæra Ólympíuleika. Skorað mörk, lagt upp fjölda þeirra og spilað fína vörn. Hann var enn að jafna sig eftir tapið þó svo hann væri kominn með verðlaunapening utan um hálsinn.

„Það eru blendnar tilfinningar. Ég er eiginlega hundsvekktur. Stundin eftir leikinn var hrikalega erfið og það mun taka tíma að jafna sig á þessu tapi. Enn þegar við lítum til baka eftir einhvern tíma þá mun maður minnast þessarar stundar sem ótrúlegrar. Ég held við séum búnir að gera okkur ódauðlega í íslenskri íþróttasögu," sagði Arnór og reyndi að brosa í kampinn.

„Ég er samt stoltur og stoltið á eftir að fylgja manni endalaust. Við erum loksins búnir að vinna bug á þessari medalíukrísu og vonandi opnar þetta afrek á eitthvað meira í framtíðinni."


Tengdar fréttir

Sögulegt silfur

Ísland vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking í handbolta karla. Ísland tapaði fyrir Frakklandi í úrslitaviðureigninni, 28-23.

Með silfur um hálsinn - Myndir

Íslenska handboltalandsliðið tók áðan við silfurverðlaunum sínum á Ólympíuleikunum í Peking. Söguleg stund fyrir íslenskt íþróttalíf.

Róbert: Ætla að gleyma leiknum og njóta silfursins

„Það er dásamleg tilfinning að vera með silfrið um hálsinn og nú munu allar stíflur bresta hjá manni. Ég er eðlilega mjög stoltur af þessum árangri en samt svekktur að hafa ekki náð gullinu

Alexander: Þykir vænt um stuðninginn frá Íslandi

Maðurinn sem virðist gera gerður úr stáli, Alexander Petersson, brosti allan hringinn með silfurmedalíuna um hálsinn þegar Vísir hitti á hann eftir verðlaunaafhendingu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×