Handbolti

Með silfur um hálsinn - Myndir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stoltir Íslendingar með Ólympíusilfur um hálsinn.
Stoltir Íslendingar með Ólympíusilfur um hálsinn. Nordic Photos / AFP

Íslenska handboltalandsliðið tók áðan við silfurverðlaunum sínum á Ólympíuleikunum í Peking. Söguleg stund fyrir íslenskt íþróttalíf.

Íslendingar fögnuðu silfrinu vel og innilega en voru vitanlega enn svekktir eftir að hafa tapað úrslitaleiknum fyrir Frökkum í dag, 28-23.

Erlendir miðlar sem hafa sagt frá leiknum hrósa íslenska liðinu í hástert fyrir frábæra frammistöðu á mótinu en segja jafnframt um leið sigur franska liðsins sanngjarnan. Þeir séu einfaldlega með besta lið heims í dag.

Stoltir silfurstrákar.Nordic Photos / AFP
Strákarnir stökkva upp á pallinn til að fagna árangrinum.Nordic Photos / AFP
Áhorfendum þakkað fyrir góðan stuðning.Nordic Photos / AFP
Logi Geirsson, Ingimundur Ingimundarson, Björgvin Páll Gústavsson og Sverre Andreas Jakobsson fagna silfrinu góða.Nordic Photos / AFP
Stokkið á pallinn.Nordic Photos / AFP
Sigfús Sigurðsson, Logi Geirsson og Björgvin Páll Gústavsson, sáttir með silfrið.Nordic Photos / Getty Images
Bitið í silfrið.Vilhelm Gunnarsson
Sigfús Sigurðsson.Vilhelm Gunnarsson
Stoltir.Vilhelm Gunnarsson
Ólafur StefánssonVilhelm Gunnarsson
Óli með blóm.Vilhelm Gunnarsson
Þorgerður Katrín kyssir Guðmund.Vilhelm Gunnarsson

Tengdar fréttir

Sögulegt silfur

Ísland vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking í handbolta karla. Ísland tapaði fyrir Frakklandi í úrslitaviðureigninni, 28-23.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.