Sport

Bandaríska kvennaliðið í körfu vann fjórða gullið í röð

Bandaríska kvennalandsliðið í körfubolta vann fjórða ólympíugullið í röð í dag þegar það bar sigurorð af Ástralíu, 92-65, í úrslitaleik. Þetta eru þriðju leikarnir í röð þar sem þessi lið mætast í úrslitum.

Kara Lawson var stigahæst hjá bandaríska liðinu með fimmtán stig en Lisa Leslie, sem hefur verið með á öllum fjórum ólympíuleikunum, skoraði fjórtán.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×