Sport

Ólympíuleikunum lokið

Elvar Geir Magnússon skrifar

Ólympíuleikunum í Peking var formlega slitið í dag þegar lokahátíðin fór fram. Hún var alveg í takt við leikana sjálfa, heppnaðist frábærlega og var virkilega glæsileg.

Flugeldar, íþróttamenn, dansarar og tónlistarfólk komu meðal annars við sögu en hápunkturinn var þegar Boris Johnson, borgarstjóri London, fékk Ólympíuflaggið í hendurnar en leikarnar 2012 verða í Englandi.

Það er ljóst að það verður pressa á Englendingum að fylgja eftir þessum frábæru leikum. Allt skipulag var til fyrirmyndar og Kínverjum til sóma. Það sem var áhyggjuefni marga fyrir leikanna reyndist óþarfa áhyggjur.

Kínverjar fengu flest gullverðlaun á leikunum í Peking eða 51. Samtals fékk Kína 100 verðlaun en Bandaríkin fékk flesta verðlaunapeninga, 110 og þar af 36 gullverðlaun. Rússland fékk 23 gullverðlaun og Bretland 19.

Hér má sjá lista yfir þær 87 þjóðir sem fengu verðlaun á leikunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×