Handbolti

Róbert: Ætla að gleyma leiknum og njóta silfursins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Róbert er hér aftast í hópi íslensku landsliðsmannanna.
Róbert er hér aftast í hópi íslensku landsliðsmannanna. Mynd/Vilhelm
„Það er dásamleg tilfinning að vera með silfrið um hálsinn og nú munu allar stíflur bresta hjá manni. Ég er eðlilega mjög stoltur af þessum árangri en samt svekktur að hafa ekki náð gullinu," sagði línumaðurinn Róbert Gunnarsson sem gerir sér þó vel grein fyrir því hvað það þýðir að hafa unnið til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum.

„Það er að sjálfsögðu stórkostlegt. Það er heiður að vera í þessu liði og gaman að maður sé hluti af því að gleðja fólk heima á Klakanum. Ég ætla annars að gleyma þessum leik og njóta þess að vera með silfrið."


Tengdar fréttir

Sögulegt silfur

Ísland vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking í handbolta karla. Ísland tapaði fyrir Frakklandi í úrslitaviðureigninni, 28-23.

Með silfur um hálsinn - Myndir

Íslenska handboltalandsliðið tók áðan við silfurverðlaunum sínum á Ólympíuleikunum í Peking. Söguleg stund fyrir íslenskt íþróttalíf.

Alexander: Þykir vænt um stuðninginn frá Íslandi

Maðurinn sem virðist gera gerður úr stáli, Alexander Petersson, brosti allan hringinn með silfurmedalíuna um hálsinn þegar Vísir hitti á hann eftir verðlaunaafhendingu í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.