Sport

Fyrsta maraþongull Keníu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wanjiru fagnar sigrinum í dag.
Wanjiru fagnar sigrinum í dag. Nordic Photos / AFP

Sammy Wanjiru vann í dag keppni í maraþon hlaupi karla á Ólympíuleikunum í karla er hann kom í mark á nýju Ólympíumeti.

Wanjiru kom í mark á tveimur klukkustundum, sex mínútum og 32 sekúndum. Keppendur voru mjög fljótir af stað þrátt fyrir mikinn hita og fyrstu tíu kílómetrarnir voru kláraðir á rétt tæpum fimmtán mínútum.

Jaouad Gharib frá Marokkó var í öðru sæti, 84 sekúndum á eftir Wanjiru. Rsegay Kebede frá Eþíópíu fékk brons.

Þetta var í fyrsta sinn sem Kenía hlýtur gullverðlaun í maraþonhlaupi karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×