Fleiri fréttir

Usain Bolt: Þrjú gullverðlaun - þrjú heimsmet

Jamaíkubúinn Usain Bolt vann í nótt sín þriðju gull verðlaun á Ólympíuleikunum í Peking þegar hann og landar hans komu fyrstir í mark í 4x100 metra boðhlaupi. Jamaíska sveitin setti heimsmet líkt og Bolt gerði bæði í 100 og 200 metra hlaupi fyrr á leikunum.

Argentína vann gullið í fótboltanum

Argentínumenn tryggðu sér gullverðlaun í knattspyrnu á Ólympíuleikunum í Peking með því að leggja Nígeríumenn, 1-0, í úrslitaleik. Argentínumenn unnu einnig á Ólympíuleikunum í Aþenu fyrir fjórum árum.

Landsliðstreyjur til sölu

Handknattleikssamband Íslands í samstarfi við Áfram Ísland klúbbinn hyggst á morgun selja gamlar og ,,næstum nýjar" landsliðstreyjur. Þetta kemur fram í tilynningu frá HSÍ.

Tiago ekki til Everton

Portúgalski leikmaðurinn Tiago hefur hafnað tilboði um að gera lánssamning við enska úrvalsdeildarliðið Everton.

Sætur sigur á Írum

Íslenska körfuboltalandsliðið vann í kvöld góðan sigur á Írlandi á æfingamóti sem fer fram þar í landi, 78-75.

Valur í úrslit bikarsins

Valur vann í kvöld 5-1 sigur á Stjörnunni á útivelli í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í knattspyrnu.

Brasilía vann bronsið

Brasilía vann öruggan 3-0 sigur á Belgíu í bronsleiknum á Ólympíuleikunum. Jo, sóknarmaður Manchester City, skoraði tvívegis eftir að Diego hafði náð að brjóta ísinn.

Bandaríkin unnu Argentínu

Bandaríkin eru komin í úrslitaleikinn í körfuboltakeppni Ólympíuleikanna eftir sigur á Argentínu í undanúrslitum 101-81. Spánverjar verða mótherjarnir í úrslitunum.

Margrét Kara til Bandaríkjanna

Margrét Kara Sturludóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu í Evrópukeppninni þar sem hún er á leið í skóla til Bandaríkjanna. Margrét Kara ákvað á dögunum að fara í Elon-háskólann og þarf að hefja þar nám strax í næstu viku.

ÍR fær Bandaríkjamann

Körfuboltalið landsins eru nú í óða önn að styrkja sig fyrir komandi átök. ÍR-ingar sömdu í dag við 26 ára bandarískan leikstjórnanda, Chaz Carr. Frá þessu er greint á vefsíðunni karfan.is.

Telur ólíklegt að United bæti við sig

Sir Alex Ferguson viðurkennir að vera ekki bjartsýnn á að Manchester United muni bæta við sig leikmanni fyrir lokun félagaskiptagluggans. Evrópumeistararnir hafa haft hægt um sig og ekki keypt neinn leikmann í sumar.

Myndir úr leik Íslands og Spánar

Sem fyrr var Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari viðstaddur er Ísland tryggði sér í dag sæti í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í Peking.

Brian Clay vann tugþrautina

Bandaríkjamaðurinn Brian Clay vann í dag gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking. Hann tók silfrið fyrir fjórum árum en nú náði hann efsta sætinu.

Róbert: Við hræðumst ekki Frakkana

Róbert Gunnarsson náði ekki að fara alla leið með strákunum inn í klefa að fagna því hann var gripinn í lyfjapróf. Vonandi hans vegna tekur það stutt af.

Ingimundur: Við viljum vinna gull

„Mér líður auðvitað yndislega. Annars er erfitt að tala því það eru svo miklar tilfinningar innan í manni í augnablikinu. Mér líður frábærlega og við erum búnir að koma okkur í frábært tækifæri.

Dramatík í stangarstökki

Ástralinn Steve Hooker fékk gullverðlaun í stangarstökki karla með mögnuðu lokastökki, 5,90 metra. Rússinn Evgeny Lukynanenko þurfti því að láta silfurverðlaunin nægja með stökki upp á 5,95 metra.

Alexander: Mun ekki geta sofið í nótt

Járnmaðurinn Alexander Petersson var í mjög svo annarlega ástandi eftir leikinn gegn Spánverjum og tilfinningarnar báru hann ofurliði líkt og fleiri.

Maggi vann í langstökki kvenna

Maurren Maggi frá Brasilíu náði sínum besta árangri á tímabilinu þegar hún vann gullverðlaunin í langstökki kvenna. Þessi 32 ára koma stökk 7,04 metra í fyrstu umferð og það reyndist sigurstökkið.

Ásgeir Örn: Jesús minn góður

„Maður á bara erfitt með sig. Það er ekkert flóknara en það. Þetta er alveg rosalegt. Ég er ekkert að ná þessu enn þá. Jesús, minn góður.“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson í hálfgerðu losti eftir sigurinn glæsilega á Spánverjum.

Jamaíka og Rússland unnu boðhlaupin

Usain Bolt vann sín þriðju gullverðlaun á Ólympíuleikunum en hann var hluti af liði Jamaíka sem vann gull í 4x100 metra boðhlaupi karla. Jamaíka hljóp á 37,10 sekúndum sem er nýtt heimsmet.

Alfreð: Nú þarf þjóðin að taka við sér

„Ég vona að sama hvernig úrslitaleikurinn fer að fólk kveiki á því að það þarf að gera eitthvað fyrir handboltann á Íslandi. Þetta er hluti af okkar menningu og við erum að setja milljarða í aðra menningu.“

Ísland er stórasta land í heimi

"Ísland er ekki lítið land. Ísland er stórasta land í heimi," sagði Dorrit Moussaieff, forsetafrú, í beinni útsendingu Ríkissjónvarpsins eftir að Ísland vann frækinn sigur á Spánverjum í dag.

Dibaba tók tvöfalt

Tirunesh Dibaba vann gullverðlaun í 5.000 metra hlaupi kvenna í dag. Þessi verðlaun koma viku eftir að hún vann gullið í 10.000 metra hlaupi.

Robinho: Ég vil fara til Chelsea

Brasilíski sóknarmaðurinn Robinho hefur gefið það út að hann vilji fara frá Real Madrid og ganga til liðs við Chelsea. Enska liðið hefur verið á eftir þessum snjalla leikmanni í allt sumar.

Enska deildin með 17 af 25 tilnefningum

Fjölmargir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hafa verið tilnefndir til verðlauna sem fótboltamaður ársins í Evrópu. Tilnefningarnar voru opinberaðar af UEFA í morgun.

Boruc datt á djammið

Artur Boruc, markvörður skoska liðsins Celtic, hefur verið tekinn úr landsliðshópi Póllands fyrir leiki í undankeppni HM í næsta mánuði. Ástæðan er sú að hann og tveir liðsfélagar hans brutu agareglur.

Silfrið tryggt - gullið bíður

Ísland er komið í úrslitaleikinn í keppni í handbolta karla á Ólympíuleikunum í Peking. Ísland lagði Spán í úrslitunum, 36-30.

Frakkar í úrslitaleikinn

Ljóst er að Frakkar munu leika til úrslita í handboltakeppni Ólympíuleikanna. Frakkland vann sigur á Króatíu í undanúrslitaleik sem er nýlokið 25-23.

Schwazer gekk til sigurs

Ítalinn Alex Schwazer setti nýtt Ólympíumet í 50 km göngu karla í morgunsólinni í Peking. Schwazer kom í mark á 3 klukkustundum, 37,09 mínútum.

Fjórtán ára gullverðlaunahafi?

Verið er að rannsaka hvort einhver af kínversku keppendunum í kvennaflokki í fimleikum sé undir löglegum aldri. Keppandi verður að hafa náð sextán ára aldri til að öðlast keppnisrétt á Ólympíuleikunum.

Bandaríkin unnu einnig í karlaflokki

Bandaríkin unnu bæði kvenna- og karlakeppnina í strandblaki í Peking. Í morgun unnu Todd Rogers og Phil Dalhausser gullið í karlaflokki þegar þeir unnu Brasilíumennina Marco Araujo og Fabio Luiz Magalhaes.

Blonska missir silfrið

Liudmyla Blonska frá Úkraínu hefur misst silfurverðlaun sín í sjöþraut kvenna og mun líklega fara í keppnisbann til lífstíðar. Blonska féll á lyfjaprófi í annað sinn á nokkrum árum.

Shevchenko fer ekki til Milan

Andriy Shevchenko fer ekki til AC Milan á nýjan leik eftir því sem forseti félagsins, Silvano Ramacconi, segir.

Frey hættur með franska landsliðinu

Sebastian Frey hefur ákveðið að hætta að gefa kost á sér í franska landsliðið eftir því sem fram kemur í ítölskum fjölmiðlum.

Chelsea fær portúgalskan miðjumann

Fabio Paim hefur verið lánaður til Chelsea frá portúgalska úrvalsdeildarfélaginu Sporting Lissabon. Paim er tvítugur miðvallarleikmaður.

1500 Skotar á leið til landsins

Það er mikill áhugi meðal stuðningsmanna skoska landsliðsins í knattspyrnu fyrir leiknum gegn Íslandi á Laugardalsvelli þann 10. september næstkomandi.

ÍBV tapaði stigum fyrir norðan

Topplið ÍBV í 1. deild karla tapaði í kvöld fyrir KA á Akureyri, 2-1, er átjánda umferð deildarinnar kláraðist með fjórum leikjum.

Ísland tapaði fyrir Póllandi

Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði í kvöld fyrir Póllandi í fyrsta leik sínum á æfingamóti í Írlandi.

David Healy til Sunderland

Sunderland er að ganga frá kaupunum á sóknarmanninum David Healy frá Fulham. Roy Keane, knattspyrnustjóri Sunderland, er að tryggja sér Djibril Cisse á lánssamningi svo liðinu ætti ekki að skorta möguleika í sóknarlínuna.

Hermann fær samkeppni frá Traore

Franski vinstri bakvörðurinn Armand Traore er kominn til Portsmouth. Hann kemur á lánssamningi frá Arsenal til eins árs og mun veita Hermanni Hreiðarssyni samkeppni um stöðuna.

Steve Davis til Rangers

Norður-Írinn Steve Davis er farinn frá Fulham og hefur skrifað undir fjögurra ára samning við skoska liðið Glasgow Rangers. Þessi 23 ára miðjumaður var á lánssamningi hjá Rangers seinni hluta síðasta tímabils.

Sjá næstu 50 fréttir