Handbolti

Ásgeir Örn: Besta silfurmedalía sem ég hef fengið

Henry Birgir Gunnarsson í Peking skrifar
Ásgeir Örn Hallgrímsson er hér lengst til vinstri ásamt félögum sínum í íslenska landsliðinu.
Ásgeir Örn Hallgrímsson er hér lengst til vinstri ásamt félögum sínum í íslenska landsliðinu. Mynd/Vilhelm
Ásgeir Örn Hallgrímsson kom mjög sterkur upp á ÓL í Peking. Átti margar eftirminnilegar innkomur, skoraði góð mörk og stóð vörnina með sóma.

„Þetta er klárlega besta silfurmedalía sem ég hef fengið,“ sagði Ásgeir brosmildur með silfurmedalíuna glæsilegu utan um hálsinn. Undirritaður getur vottað að hún er ansi þung.

„Auðvitað erum við fúlir að hafa tapað úrslitaleiknum en við verðum að vera ánægðir með þetta. Við erum virkilega stoltir af okkar árangri hérna þó svo dæmið hafi ekki gengið upp í dag. Þetta er frábær árangur,“ sagði Ásgeir Örn sem segir einstakan anda hafa verið í kringum liðið á leikunum.

„Það náðist upp alveg strax frá byrjun einhver ótrúlegur vilji. Við æfðum alveg fáranlega vel og það skilaði sér hérna í Kína,“ sagði Ásgeir Örn en hvernig var svo að stíga upp á verðlaunapallinn? „Það var helvíti ljúft. Ég veit ekki hvernig á að lýsa því. Þetta var bara geðveikt og þessari stund gleymir maður aldrei.“


Tengdar fréttir

Sögulegt silfur

Ísland vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking í handbolta karla. Ísland tapaði fyrir Frakklandi í úrslitaviðureigninni, 28-23.

Með silfur um hálsinn - Myndir

Íslenska handboltalandsliðið tók áðan við silfurverðlaunum sínum á Ólympíuleikunum í Peking. Söguleg stund fyrir íslenskt íþróttalíf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×