Sport

Fjórtán ára gullverðlaunahafi?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Kexin He. 14 eða 16 ára?
Kexin He. 14 eða 16 ára?

Verið er að rannsaka hvort einhver af kínversku keppendunum í kvennaflokki í fimleikum sé undir löglegum aldri. Keppandi verður að hafa náð sextán ára aldri til að öðlast keppnisrétt á Ólympíuleikunum.

Nýútgefin vegabréf sem mótsstjórar fimleikakeppninnar fengu í hendurnar sýna að allir keppendur Kína séu 16 ára og eldri. Hinsvegar hafa ný gögn komið upp sem benda til að keppendur séu allt niður í 14 ára gamlir.

Kexin He sem vann sigur á tvíslá er talin vera 14 ára gömul en ekki 16 ára eins og haldið var fram. Kína vann sex verðlaun í kvennaflokki í fimleikum en búast má við niðurstöðu frá rannsóknarnefnd Ólympíusambandsins síðar í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×