Sport

Bandaríkin unnu einnig í karlaflokki

Elvar Geir Magnússon skrifar
Todd Rogers og Phil Dalhausser.
Todd Rogers og Phil Dalhausser.

Bandaríkin unnu bæði kvenna- og karlakeppnina í strandblaki í Peking. Í morgun unnu Todd Rogers og Phil Dalhausser gullið í karlaflokki þegar þeir lögðu Brasilíumennina Marco Araujo og Fabio Luiz Magalhaes.

Eftir nauman sigur í fyrsta settinu 23-21, og tap í því öðru 17-21 þá unnu Bandaríkjamennirnir öruggan sigur í því þriðja 15-4.

Brasilía tók bronsverðlaunin en Ricardo Santos og Emanuel Rego unnu Georgíumenn örugglega í leiknum um þriðja sætið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×