Sport

Bandaríkin úr leik í 100 metra boðhlaupi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tyson Gay og Darvis Patton í dag.
Tyson Gay og Darvis Patton í dag. Nordic Photos / AFP
Bæði sveit Bandaríkjanna og Bretlands eru úr leik í 4x100 metra boðhlaupi á Ólympíuleikunum í Peking.

Bretar áttu titil að verja á leikunum en Craig Pickering lagði of snemma af stað í sínum spretti þannig að Marlon Davonish gat ekki rétt honum keflið á löglega svæðinu.

Hjá bandarísku sveitinni tókst Darvis Patton og Tyson Gay að klúðra sinni skiptingu og dæma sjálfa sig þar með úr leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×