Fleiri fréttir Dobrynska vann sjöþrautina Úkraínska frjálsíþróttakonan Natalia Dobrynska vann í dag gullverðlaun í sjöþrautarkeppni kvenna á Ólympíuleikunum í Peking. Lyudmila Blonska vann silfrið og Hyleas Fountain sem var í forystu eftir fyrsta dag vann bronsið. 16.8.2008 21:08 Federer fékk gull í tvíliðaleik Svisslendingurinn Roger Federer nældi sér í Ólympíugull í dag þegar hann vann ásamt Stanislas Wawrinka sigur í tvíliðaleik karla. Sárabót fyrir Federer sem féll út í keppni í einliðaleik. 16.8.2008 20:56 Argentína vann í framlengingu Ljóst er hvaða lið mætast í undanúrslitum í fótboltakeppni Ólympíuleikanna. Brasilía og Argentína munu eigast við og Nígería leikur gegn Belgíu. 16.8.2008 20:47 Bandaríkin á beinu brautinni Bandaríkjamenn unnu öruggan sigur á Spánverjum 119-82 í körfuboltakeppni Ólympíuleikanna í dag. Bandaríkin halda áfram á sigurbraut sinni en þeir voru með yfirhöndina frá byrjun. 16.8.2008 20:20 Torres hetja Liverpool Liverpool vann Sunderland 1-0 í síðasta leik dagsins í enska boltanum. Fernando Torres var hetja Liverpool en hann skoraði sigurmarkið á 83. mínútu leiksins. 16.8.2008 19:45 Myndir úr Ísland - Danmörk Ísland komst í átta liða úrslit í handboltakeppni Ólympíuleikanna með því að gera jafntefli gegn Danmörku í dag. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, var á staðnum og með því að smella á tengilinn hér að neðan má sjá myndir úr leiknum. 16.8.2008 17:00 Heimasigrar í 1. deild Þrír leikir voru í 1. deild karla í dag en allir unnust þeir á heimavelli. ÍBV er komið með sex stiga forystu eftir 1-0 sigur á Víkingi Reykjavík. Yngvi Borgþórsson skoraði markið. Víkingar nálgast fallbaráttuna óðum. 16.8.2008 16:39 Grétar skoraði í sigri Bolton Grétar Rafn Steinsson kom Bolton á bragðið gegn Stoke í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann ætlaði að senda fyrir markið en boltinn söng í netinu. Bolton vann leikinn 3-1. 16.8.2008 16:20 Ásgeir: Maður kemur sterkari út úr þessu Ásgeir Örn Hallgrímsson stóð sig vel í dag líkt og aðrir leikmenn íslenska landsliðsins. Hann var mjög ósáttur við sjálfan sig er hann skaut boltanum í slána undir lok leiksins gegn Kóreu. 16.8.2008 16:05 Ofboðslega stoltur af liðinu „Það er rosalega þungu fargi létt af mér núna. Mér finnst við vera búnir að vinna fyrir þessu og eigum þetta skilið," sagði glaðbeittur þjálfari íslenska landsliðsins, Guðmundur Guðmundsson, eftir jafnteflið mikilvæga gegn Dönum sem tryggði Íslandi farseðilinn í átta liða úrslit í handboltakeppni Ólympíuleikanna. 16.8.2008 15:24 Bolt vann á nýju heimsmeti Usain Bolt frá Jamaíka vann öruggan sigur í úrslitum 100 metra hlaupsins í dag. Hann kom fyrstur í mark á 9,69 sekúndum sem er nýtt heimsmet en Bolt var byrjaður að fagna áður en hann var kominn í mark. 16.8.2008 14:35 Mark Nasri dugði til sigurs Fyrsta leik tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni er lokið. Arsenal vann 1-0 sigur á West Bromwich Albion á heimavelli sínum. Eina mark leiksins skoraði Samir Nasri á fjórðu mínútu. 16.8.2008 13:43 Belgía vann Ítalíu Belgía og Brasilía komust í dag í undanúrslitin í fótboltakeppni Ólympíuleikanna. Belgar unnu Ítali í hörkuleik á meðan Brasilía lagði Kamerún í framlengdum leik. 16.8.2008 13:20 Rússneskur úrslitaleikur í kvennaflokki Rússnesku stúlkurnar Dinara Safina og Elena Dementieva munu mætast í úrslitaviðureigninni í tenniskeppni kvenna. 16.8.2008 13:01 Ísland í fjórðungsúrslitin eftir dramatískt jafntefli Snorri Steinn Guðjónsson tryggði Íslandi jafntefli gegn Dönum í dag og um leið sæti í fjórðungsúrslitum keppninnar í handbolta á Ólympíuleikunum í Peking. 16.8.2008 12:27 Gay komst ekki í úrslitin Undanúrslitin í 100 metra hlaupi karla fóru fram nú í hádeginu. Þar bar hæst til tíðinda að Bandaríkjamaðurinn Tyson Gay sem vann gullið í Aþenu í fyrra hafnaði í fimmta sæti í seinni undanriðlinum og komst ekki áfram í sjálft úrslitahlaupið. 16.8.2008 12:26 Kínverskar konur sigursælar í badmintonkeppninni Það kemur ekki á óvart að Kína hafi einokað verðlaunin í badmintonkeppni kvenna. Keppt var til úrslita í einliða- og tvíliðaleik en báðir úrslitaleikirnir voru al-kínverskir. 16.8.2008 12:13 Nasri opnaði markareikninginn eftir þrjár mínútur Flautað var til leiks í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu en þá hófst leikur Arsenal og West Bromwich. Það tók Arsenal aðeins rúmar þrjár mínútur að komast yfir í leiknum. 16.8.2008 12:01 Brasilískur sigur í 50 metra skriðsundi Brasilíumaðurinn Cesar Cielo Filho bar sigur úr býtum í úrslitum í 50 metra skriðsundi karla á Ólympíuleikunum í Peking. Hann synti á 21,3 sekúndum. 16.8.2008 11:46 Coventry náði loks gulli Kirsty Coventry frá Zimbabve náði sér í langþráð gullverðlaun í nótt þegar hún vann 200 metra baksund kvenna. Fyrir sundið hafði hún nælt sér í þrenn silvurverðlaun. 16.8.2008 11:15 Spitz: Phelps er besti íþróttamaður sögunnar Mark Spitz segir að Michael Phelps sé að sínu mati fremsti íþróttamaður allra tíma. Phelps jafnaði í nótt met Spitz frá Ólympíuleikunum 1972 með því að vinna sjö gull á sömu leikunum. 16.8.2008 10:58 Phelps jafnaði met Spitz Michael Phelps frá Bandaríkjunum er óstöðvandi í sundkeppni Ólympíuleikanna. Í nótt jafnaði hann met Mark Spitz með því að vinna sín sjöundu gullverðlaun í Peking. 16.8.2008 10:41 Íslandi nægir jafntefli Ljóst er að íslenska landsliðinu nægir jafntefli gegn Danmörku í dag til að komast í átta liða úrslitin. Þetta var ljóst eftir að Þýskaland og Rússland gerðu jafntefli 24-24 í morgun. 16.8.2008 10:16 Þórey Edda í stangarstökki í Peking - myndir Þórey Edda Elísdóttir keppti í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Peking í nótt. Henni tókst ekki að komast í úrslit. Hún reyndi þrívegis að stökkva yfir 4,30 metra án árangurs eftir að hafa stokkið auðveldlega yfir 4,15 metra. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari tók þessar myndir af Þóreyju Eddu í nótt. 16.8.2008 08:50 Þórey Edda komst ekki áfram Stangarstökkskonan Þórey Edda Elísdóttir komst ekki áfram í úrslit stangarstökkskeppni kvenna á Ólympíuleikunum í Peking í nótt. Hún stökk yfir 4,15 metra en felldi síðan 4,30 metra í þrígang. 16.8.2008 08:46 Enn heldur Inter hreinu Jose Mourinho hefur heldur betur náð að binda vörn Inter saman og liðið hefur varla fengið á sig mark á undirbúningstímabilinu. Á hinum endanum hefur liðið hinsvegar ekki verið að raða inn mörkum. 15.8.2008 23:15 Tap fyrir Þýskalandi U18 landsliðið í handbolta tapaði í dag fyrir Þýskalandi í undanúrslitaleik á Evrópumótinu sem stendur yfir í Tékklandi. Þjóðverjar unnu 33-28 eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik. 15.8.2008 21:52 Stjarnan vann mikilvægan sigur gegn Selfossi Þrír leikir voru í 1. deild karla í kvöld en eftir úrslit kvöldsins er ljóst að spennan eykst bæði á toppi og botni. Stjarnan vann 6-1 sigur á Selfossi í stórleik kvöldsins en þarna mættust liðin í 2. og 3. sæti deildarinnar. 15.8.2008 21:40 Abdoulaye Faye til Stoke Stoke City hefur keypt senegalska landsliðsmanninn Abdoulaye Faye frá Newcastle á 2,25 milljónir punda. Þessi 30 ára varnarmaður hefur skrifað undir þriggja ára samning við Stoke. 15.8.2008 21:00 Búið að lækka verðið á Arshavin Andrei Arshavin gæti farið til Tottenham eftir allt en Zenit frá Pétursborg hefur lækkað verðmiðann á leikmanninum. Tottenham hætti viðræðum við Zenit í síðasta mánuði eftir að ekki tókst að semja um kaupverðið á Arshavin. 15.8.2008 20:00 Þýskaland mætir Brasilíu í undanúrslitum kvenna Ljóst er hvaða lið mætast í undanúrslitum í fótboltakeppni kvenna í Peking. Heimsmeistarar Þýskalands unnu Svíþjóð 2-0 í átta liða úrslitum en bæði mörkin í leiknum komu í framlengingu. 15.8.2008 19:00 Majewski tók gullið í kúluvarpi Pólverjinn Tomasz Majewski vann nokkuð óvæntan sigur í kúluvarpi karla á Ólympíuleikunum í Peking. Þetta 26 ára tröll kastaði 21,51 metra sem dugði til sigurs en þetta er persónulegt met hjá honum. 15.8.2008 17:56 Myndir dagsins frá Ólympíuleikunum Það var mikið um dýrðir á Ólympíuleikunum í Peking í dag og í myndasafni Vísis um leikana má sjá rjómann af myndum dagsins. 15.8.2008 17:32 Jankovic úr leik í einliðaleiknum Jelena Jankovic frá Serbíu féll í dag úr leik í einliðaleik kvenna í tennis. Dinara Safina frá Rússlandi vann sigur á Jankovic í átta manna úrslitum en Jankovic er efst á heimslistanum í kvennaflokki. 15.8.2008 17:27 Vann Ólympíugull eins og pabbi Nastia Liukin frá Bandaríkjunum vann sigur í fjölþraut kvenna í fimleikum. Hún fetaði þar með í fótspor föður síns, Valeri Liukin, sem vann gull fyrir Sovetríkin á leikunum 1988. 15.8.2008 17:14 Nadal mætir Gonzalez í úrslitum Rafael Nadal og Fernando Gonzalez munu mætast í úrslitum í einliðaleik karla í tennis á Ólympíuleikunum. Spánverjinn Nadal vann Novak Djokovic í undanúrslitum en í morgun vann Gonzalez, bronsverðlaunahafinn frá 2004, sigur á James Blake. 15.8.2008 17:00 Japaninn Ishii vann í þungavigt Satoshi Ishii frá Japan vann sigur í þungavigt í karlaflokki í júdó. Hann vann Abdullo Tangriev frá Úsbekistan í úrslitviðureigninni. Þetta eru hans fyrstu Ólympíuleikar. 15.8.2008 16:45 Pizarro til Bremen Framherjinn Claudio Pizarro hjá Chelsea hefur samþykkt að ganga í raðir Werder Bremen í Þýskalandi á eins árs lánssamning. Þessi 29 ára Perúmaður hefur ekki átt fast sæti í liði Chelsea eftir ágæt ár með liði Bayern í Þýskalandi á árum áður. 15.8.2008 15:55 Enski hefst á morgun - Upphitun fyrir leiki helgarinnar Tæplega 100 daga bið aðdáenda enska boltans lýkur klukkan 11:30 í fyrramálið þegar Arsenal og WBA spila opnunarleikinn í ensku úrvalsdeildinni þetta árið. 15.8.2008 14:10 Owen missir líklega af leiknum við United Kevin Keegan, stjóri Newcastle, segir mjög ólíklegt að framherjinn Michael Owen geti tekið þátt í fyrsta leik liðsins á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni. Owen er ekki orðinn leikfær eftir meiðsli og verður því tæplega með gegn Manchester United á sunnudag. 15.8.2008 12:30 Ragnheiður: Mjög ánægð með metið - Myndir “Mér líður bara vel og er mjög ánægð með þetta. Það var smá klikk í byrjunartakinu, ég var svolítið djúp en ég keyrði síðan bara á þetta alla leið á bakkann,” sagði Ragnheiður Ragnarsdóttir skömmu eftir að hún hafði sett glæsilegt Íslandsmet í 50 metra skriðsundi. 15.8.2008 11:32 Ragnheiður setti Íslandsmet Ragnheiður Ragnarsdóttir bætti í morgun eigið Íslandsmet í 50 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í Peking þegar hún kom í mark á 25,82 sekúndum. Eldra metið setti Ragnheiður fyrir rúmu hálfu ári, en árangur hennar í dag skilaði henni í 36. sæti í greininni. 15.8.2008 11:24 Roy Keane tippar á Chelsea Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi knattspyrnustjóri Sunderland í ensku úrvalsdeildinni, telur að Chelsea muni hampa Englandsmeistaratitlinum næsta sumar. 15.8.2008 11:03 Mendes í viðræðum við Rangers Portúgalski miðjumaðurinn Pedro Mendes hjá Portsmouth er nú í viðræðum við skoska félagið Glasgow Rangers eftir að Portsmouth samþykkti um 3 milljón punda kauptilboð í hann. 15.8.2008 10:59 Agbonlahor framlengir við Aston Villa Gabriel Agbonlahor, leikmaður Aston Villa, hefur framlengt samning sinn við félagið um fjögur ár. Þessi 21 árs gamli framherji er að nálgast 100 leikja markið hjá Villa eftir að hafa spilað sinn fyrsta leik með félaginu árið 2006. Hann skoraði eitt marka Villa í 4-1 sigrinum á FH í gærkvöld. 15.8.2008 10:17 Sjá næstu 50 fréttir
Dobrynska vann sjöþrautina Úkraínska frjálsíþróttakonan Natalia Dobrynska vann í dag gullverðlaun í sjöþrautarkeppni kvenna á Ólympíuleikunum í Peking. Lyudmila Blonska vann silfrið og Hyleas Fountain sem var í forystu eftir fyrsta dag vann bronsið. 16.8.2008 21:08
Federer fékk gull í tvíliðaleik Svisslendingurinn Roger Federer nældi sér í Ólympíugull í dag þegar hann vann ásamt Stanislas Wawrinka sigur í tvíliðaleik karla. Sárabót fyrir Federer sem féll út í keppni í einliðaleik. 16.8.2008 20:56
Argentína vann í framlengingu Ljóst er hvaða lið mætast í undanúrslitum í fótboltakeppni Ólympíuleikanna. Brasilía og Argentína munu eigast við og Nígería leikur gegn Belgíu. 16.8.2008 20:47
Bandaríkin á beinu brautinni Bandaríkjamenn unnu öruggan sigur á Spánverjum 119-82 í körfuboltakeppni Ólympíuleikanna í dag. Bandaríkin halda áfram á sigurbraut sinni en þeir voru með yfirhöndina frá byrjun. 16.8.2008 20:20
Torres hetja Liverpool Liverpool vann Sunderland 1-0 í síðasta leik dagsins í enska boltanum. Fernando Torres var hetja Liverpool en hann skoraði sigurmarkið á 83. mínútu leiksins. 16.8.2008 19:45
Myndir úr Ísland - Danmörk Ísland komst í átta liða úrslit í handboltakeppni Ólympíuleikanna með því að gera jafntefli gegn Danmörku í dag. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, var á staðnum og með því að smella á tengilinn hér að neðan má sjá myndir úr leiknum. 16.8.2008 17:00
Heimasigrar í 1. deild Þrír leikir voru í 1. deild karla í dag en allir unnust þeir á heimavelli. ÍBV er komið með sex stiga forystu eftir 1-0 sigur á Víkingi Reykjavík. Yngvi Borgþórsson skoraði markið. Víkingar nálgast fallbaráttuna óðum. 16.8.2008 16:39
Grétar skoraði í sigri Bolton Grétar Rafn Steinsson kom Bolton á bragðið gegn Stoke í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann ætlaði að senda fyrir markið en boltinn söng í netinu. Bolton vann leikinn 3-1. 16.8.2008 16:20
Ásgeir: Maður kemur sterkari út úr þessu Ásgeir Örn Hallgrímsson stóð sig vel í dag líkt og aðrir leikmenn íslenska landsliðsins. Hann var mjög ósáttur við sjálfan sig er hann skaut boltanum í slána undir lok leiksins gegn Kóreu. 16.8.2008 16:05
Ofboðslega stoltur af liðinu „Það er rosalega þungu fargi létt af mér núna. Mér finnst við vera búnir að vinna fyrir þessu og eigum þetta skilið," sagði glaðbeittur þjálfari íslenska landsliðsins, Guðmundur Guðmundsson, eftir jafnteflið mikilvæga gegn Dönum sem tryggði Íslandi farseðilinn í átta liða úrslit í handboltakeppni Ólympíuleikanna. 16.8.2008 15:24
Bolt vann á nýju heimsmeti Usain Bolt frá Jamaíka vann öruggan sigur í úrslitum 100 metra hlaupsins í dag. Hann kom fyrstur í mark á 9,69 sekúndum sem er nýtt heimsmet en Bolt var byrjaður að fagna áður en hann var kominn í mark. 16.8.2008 14:35
Mark Nasri dugði til sigurs Fyrsta leik tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni er lokið. Arsenal vann 1-0 sigur á West Bromwich Albion á heimavelli sínum. Eina mark leiksins skoraði Samir Nasri á fjórðu mínútu. 16.8.2008 13:43
Belgía vann Ítalíu Belgía og Brasilía komust í dag í undanúrslitin í fótboltakeppni Ólympíuleikanna. Belgar unnu Ítali í hörkuleik á meðan Brasilía lagði Kamerún í framlengdum leik. 16.8.2008 13:20
Rússneskur úrslitaleikur í kvennaflokki Rússnesku stúlkurnar Dinara Safina og Elena Dementieva munu mætast í úrslitaviðureigninni í tenniskeppni kvenna. 16.8.2008 13:01
Ísland í fjórðungsúrslitin eftir dramatískt jafntefli Snorri Steinn Guðjónsson tryggði Íslandi jafntefli gegn Dönum í dag og um leið sæti í fjórðungsúrslitum keppninnar í handbolta á Ólympíuleikunum í Peking. 16.8.2008 12:27
Gay komst ekki í úrslitin Undanúrslitin í 100 metra hlaupi karla fóru fram nú í hádeginu. Þar bar hæst til tíðinda að Bandaríkjamaðurinn Tyson Gay sem vann gullið í Aþenu í fyrra hafnaði í fimmta sæti í seinni undanriðlinum og komst ekki áfram í sjálft úrslitahlaupið. 16.8.2008 12:26
Kínverskar konur sigursælar í badmintonkeppninni Það kemur ekki á óvart að Kína hafi einokað verðlaunin í badmintonkeppni kvenna. Keppt var til úrslita í einliða- og tvíliðaleik en báðir úrslitaleikirnir voru al-kínverskir. 16.8.2008 12:13
Nasri opnaði markareikninginn eftir þrjár mínútur Flautað var til leiks í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu en þá hófst leikur Arsenal og West Bromwich. Það tók Arsenal aðeins rúmar þrjár mínútur að komast yfir í leiknum. 16.8.2008 12:01
Brasilískur sigur í 50 metra skriðsundi Brasilíumaðurinn Cesar Cielo Filho bar sigur úr býtum í úrslitum í 50 metra skriðsundi karla á Ólympíuleikunum í Peking. Hann synti á 21,3 sekúndum. 16.8.2008 11:46
Coventry náði loks gulli Kirsty Coventry frá Zimbabve náði sér í langþráð gullverðlaun í nótt þegar hún vann 200 metra baksund kvenna. Fyrir sundið hafði hún nælt sér í þrenn silvurverðlaun. 16.8.2008 11:15
Spitz: Phelps er besti íþróttamaður sögunnar Mark Spitz segir að Michael Phelps sé að sínu mati fremsti íþróttamaður allra tíma. Phelps jafnaði í nótt met Spitz frá Ólympíuleikunum 1972 með því að vinna sjö gull á sömu leikunum. 16.8.2008 10:58
Phelps jafnaði met Spitz Michael Phelps frá Bandaríkjunum er óstöðvandi í sundkeppni Ólympíuleikanna. Í nótt jafnaði hann met Mark Spitz með því að vinna sín sjöundu gullverðlaun í Peking. 16.8.2008 10:41
Íslandi nægir jafntefli Ljóst er að íslenska landsliðinu nægir jafntefli gegn Danmörku í dag til að komast í átta liða úrslitin. Þetta var ljóst eftir að Þýskaland og Rússland gerðu jafntefli 24-24 í morgun. 16.8.2008 10:16
Þórey Edda í stangarstökki í Peking - myndir Þórey Edda Elísdóttir keppti í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Peking í nótt. Henni tókst ekki að komast í úrslit. Hún reyndi þrívegis að stökkva yfir 4,30 metra án árangurs eftir að hafa stokkið auðveldlega yfir 4,15 metra. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari tók þessar myndir af Þóreyju Eddu í nótt. 16.8.2008 08:50
Þórey Edda komst ekki áfram Stangarstökkskonan Þórey Edda Elísdóttir komst ekki áfram í úrslit stangarstökkskeppni kvenna á Ólympíuleikunum í Peking í nótt. Hún stökk yfir 4,15 metra en felldi síðan 4,30 metra í þrígang. 16.8.2008 08:46
Enn heldur Inter hreinu Jose Mourinho hefur heldur betur náð að binda vörn Inter saman og liðið hefur varla fengið á sig mark á undirbúningstímabilinu. Á hinum endanum hefur liðið hinsvegar ekki verið að raða inn mörkum. 15.8.2008 23:15
Tap fyrir Þýskalandi U18 landsliðið í handbolta tapaði í dag fyrir Þýskalandi í undanúrslitaleik á Evrópumótinu sem stendur yfir í Tékklandi. Þjóðverjar unnu 33-28 eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik. 15.8.2008 21:52
Stjarnan vann mikilvægan sigur gegn Selfossi Þrír leikir voru í 1. deild karla í kvöld en eftir úrslit kvöldsins er ljóst að spennan eykst bæði á toppi og botni. Stjarnan vann 6-1 sigur á Selfossi í stórleik kvöldsins en þarna mættust liðin í 2. og 3. sæti deildarinnar. 15.8.2008 21:40
Abdoulaye Faye til Stoke Stoke City hefur keypt senegalska landsliðsmanninn Abdoulaye Faye frá Newcastle á 2,25 milljónir punda. Þessi 30 ára varnarmaður hefur skrifað undir þriggja ára samning við Stoke. 15.8.2008 21:00
Búið að lækka verðið á Arshavin Andrei Arshavin gæti farið til Tottenham eftir allt en Zenit frá Pétursborg hefur lækkað verðmiðann á leikmanninum. Tottenham hætti viðræðum við Zenit í síðasta mánuði eftir að ekki tókst að semja um kaupverðið á Arshavin. 15.8.2008 20:00
Þýskaland mætir Brasilíu í undanúrslitum kvenna Ljóst er hvaða lið mætast í undanúrslitum í fótboltakeppni kvenna í Peking. Heimsmeistarar Þýskalands unnu Svíþjóð 2-0 í átta liða úrslitum en bæði mörkin í leiknum komu í framlengingu. 15.8.2008 19:00
Majewski tók gullið í kúluvarpi Pólverjinn Tomasz Majewski vann nokkuð óvæntan sigur í kúluvarpi karla á Ólympíuleikunum í Peking. Þetta 26 ára tröll kastaði 21,51 metra sem dugði til sigurs en þetta er persónulegt met hjá honum. 15.8.2008 17:56
Myndir dagsins frá Ólympíuleikunum Það var mikið um dýrðir á Ólympíuleikunum í Peking í dag og í myndasafni Vísis um leikana má sjá rjómann af myndum dagsins. 15.8.2008 17:32
Jankovic úr leik í einliðaleiknum Jelena Jankovic frá Serbíu féll í dag úr leik í einliðaleik kvenna í tennis. Dinara Safina frá Rússlandi vann sigur á Jankovic í átta manna úrslitum en Jankovic er efst á heimslistanum í kvennaflokki. 15.8.2008 17:27
Vann Ólympíugull eins og pabbi Nastia Liukin frá Bandaríkjunum vann sigur í fjölþraut kvenna í fimleikum. Hún fetaði þar með í fótspor föður síns, Valeri Liukin, sem vann gull fyrir Sovetríkin á leikunum 1988. 15.8.2008 17:14
Nadal mætir Gonzalez í úrslitum Rafael Nadal og Fernando Gonzalez munu mætast í úrslitum í einliðaleik karla í tennis á Ólympíuleikunum. Spánverjinn Nadal vann Novak Djokovic í undanúrslitum en í morgun vann Gonzalez, bronsverðlaunahafinn frá 2004, sigur á James Blake. 15.8.2008 17:00
Japaninn Ishii vann í þungavigt Satoshi Ishii frá Japan vann sigur í þungavigt í karlaflokki í júdó. Hann vann Abdullo Tangriev frá Úsbekistan í úrslitviðureigninni. Þetta eru hans fyrstu Ólympíuleikar. 15.8.2008 16:45
Pizarro til Bremen Framherjinn Claudio Pizarro hjá Chelsea hefur samþykkt að ganga í raðir Werder Bremen í Þýskalandi á eins árs lánssamning. Þessi 29 ára Perúmaður hefur ekki átt fast sæti í liði Chelsea eftir ágæt ár með liði Bayern í Þýskalandi á árum áður. 15.8.2008 15:55
Enski hefst á morgun - Upphitun fyrir leiki helgarinnar Tæplega 100 daga bið aðdáenda enska boltans lýkur klukkan 11:30 í fyrramálið þegar Arsenal og WBA spila opnunarleikinn í ensku úrvalsdeildinni þetta árið. 15.8.2008 14:10
Owen missir líklega af leiknum við United Kevin Keegan, stjóri Newcastle, segir mjög ólíklegt að framherjinn Michael Owen geti tekið þátt í fyrsta leik liðsins á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni. Owen er ekki orðinn leikfær eftir meiðsli og verður því tæplega með gegn Manchester United á sunnudag. 15.8.2008 12:30
Ragnheiður: Mjög ánægð með metið - Myndir “Mér líður bara vel og er mjög ánægð með þetta. Það var smá klikk í byrjunartakinu, ég var svolítið djúp en ég keyrði síðan bara á þetta alla leið á bakkann,” sagði Ragnheiður Ragnarsdóttir skömmu eftir að hún hafði sett glæsilegt Íslandsmet í 50 metra skriðsundi. 15.8.2008 11:32
Ragnheiður setti Íslandsmet Ragnheiður Ragnarsdóttir bætti í morgun eigið Íslandsmet í 50 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í Peking þegar hún kom í mark á 25,82 sekúndum. Eldra metið setti Ragnheiður fyrir rúmu hálfu ári, en árangur hennar í dag skilaði henni í 36. sæti í greininni. 15.8.2008 11:24
Roy Keane tippar á Chelsea Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi knattspyrnustjóri Sunderland í ensku úrvalsdeildinni, telur að Chelsea muni hampa Englandsmeistaratitlinum næsta sumar. 15.8.2008 11:03
Mendes í viðræðum við Rangers Portúgalski miðjumaðurinn Pedro Mendes hjá Portsmouth er nú í viðræðum við skoska félagið Glasgow Rangers eftir að Portsmouth samþykkti um 3 milljón punda kauptilboð í hann. 15.8.2008 10:59
Agbonlahor framlengir við Aston Villa Gabriel Agbonlahor, leikmaður Aston Villa, hefur framlengt samning sinn við félagið um fjögur ár. Þessi 21 árs gamli framherji er að nálgast 100 leikja markið hjá Villa eftir að hafa spilað sinn fyrsta leik með félaginu árið 2006. Hann skoraði eitt marka Villa í 4-1 sigrinum á FH í gærkvöld. 15.8.2008 10:17