Sport

Spitz: Phelps er besti íþróttamaður sögunnar

Elvar Geir Magnússon skrifar

Mark Spitz segir að Michael Phelps sé að sínu mati fremsti íþróttamaður allra tíma. Phelps jafnaði í nótt met Spitz frá Ólympíuleikunum 1972 með því að vinna sjö gull á sömu leikunum.

„Hann er ekki bara besti sundmaður sögunnar og besti Ólympíukeppandi allra tíma, hann er jafnvel besti íþróttamaður sögunnar," sagði Spitz. Hann reiknar með að Phelps bæti um betur og bæti met sitt á morgun.

„Ég hugsaði oft út í það hvernig mér myndi líða þegar metið mitt yrði slegið. Mér finnst eins og þung byrði sé létt af mér. Ég er bara ánægður með að vera í sama flokki og Michael Phelps. Ég er stoltur af þessu afreki."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×