Sport

Kínverskar konur sigursælar í badmintonkeppninni

Elvar Geir Magnússon skrifar
Zhang Ning tók gull í einliðaleik kvenna.
Zhang Ning tók gull í einliðaleik kvenna.

Það kemur ekki á óvart að Kína hafi einokað verðlaunin í badmintonkeppni kvenna. Keppt var til úrslita í einliða- og tvíliðaleik en báðir úrslitaleikirnir voru al-kínverskir.

Zhang Ning vann sigur á Xie Xingfang í einliðaleiknum en Xie er efst á heimslistanum. Úrslitaviðureignin var jöfn og spennandi. Í tvíliðaleik kvenna unnu Du Jing og Yu Yang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×