Sport

Coventry náði loks gulli

Elvar Geir Magnússon skrifar
Coventry tók gullverðlaun.
Coventry tók gullverðlaun.

Kirsty Coventry frá Zimbabve náði sér í langþráð gullverðlaun í nótt þegar hún vann 200 metra baksund kvenna. Fyrir sundið hafði hún nælt sér í þrenn silvurverðlaun.

Coventry synti á 2:05,24 mínútum og varði titilinn frá því í Aþenu 2004. Margaret Hoelzer frá Bandaríkjunum tók silfrið og Reiko Nakamura frá Japan varð þriðja.

Rebecca Adlington frá Bretlandi setti einnig heimsmet í nótt þegar hún vann gullverðlaun í 800 metra skriðsundi kvenna. Hún synti á 8:14,10 mínútum. Alessia Filippi frá Ítalíu varð önnur og Litte Friis frá Danmörku þriðja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×