Sport

Gay komst ekki í úrslitin

Elvar Geir Magnússon skrifar
Tyson Gay.
Tyson Gay.

Undanúrslitin í 100 metra hlaupi karla fóru fram nú í hádeginu. Þar bar hæst til tíðinda að Bandaríkjamaðurinn Tyson Gay sem vann gullið í Aþenu í fyrra hafnaði í fimmta sæti í seinni undanriðlinum og komst ekki áfram í sjálft úrslitahlaupið.

Í fyrri undanriðlinum vann Usain Bolt sigur á 9,85 sekúndum þrátt fyrir að hafa hægt vel á sér áður en hann kom í mark. Hann er til alls líklegur í úrslitahlaupinu sem verður síðar í dag. Asafa Powell var fyrstur í seinni undanriðlinum á 9,91 sekúndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×