Sport

Brasilískur sigur í 50 metra skriðsundi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Brasilíumaðurinn Filho fagnar sigrinum.
Brasilíumaðurinn Filho fagnar sigrinum.

Brasilíumaðurinn Cesar Cielo Filho bar sigur úr býtum í úrslitum í 50 metra skriðsundi karla á Ólympíuleikunum í Peking. Hann synti á 21,3 sekúndum.

Frakkar tóku silfur- og bronsverðlaun í sundinu. Amaury Leveaux hafnaði í öðru sæti og Alain Bernard því þriðja.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×