Sport

Bolt vann á nýju heimsmeti

Elvar Geir Magnússon skrifar
Bolt vann í ótrúlegu úrslitahlaupi í 100 metra hlaupi karla.
Bolt vann í ótrúlegu úrslitahlaupi í 100 metra hlaupi karla.

Usain Bolt frá Jamaíka vann öruggan sigur í úrslitum 100 metra hlaupsins í dag. Hann kom fyrstur í mark á 9,69 sekúndum sem er nýtt heimsmet en Bolt var byrjaður að fagna áður en hann var kominn í mark.

Magnaður árangur hjá þessum 24 ára hlaupara. Richard Thompson frá Trinidad vann silfrið á 9,89 sekúndum og Bandaríkjamaðurinn Walter Dix varð þriðji á 9,91 sekúndum.

Reiknað var með að Asafa Powell myndi veita Bolt mesta samkeppni en Powell náði sér ekki á strik og hafnaði í fimmta sætinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×