Fleiri fréttir

Hert lyfjaeftirlit á EM 2008

Blóðprufur verða teknar úr knattspyrnumönnum í fyrsta sinn á EM 2008 í knattspyrnu auk hefðbundinna þvagsýna sem notuð hafa verið við lyfjaprófanir. Þetta er liður í hertu lyfjaeftirliti hjá Knattspyrnusambandi Evrópu.

Inzaghi frá í þrjár vikur

Markaskorarinn Filippo Inzaghi hjá AC Milan verður frá keppni næstu þrjár vikurnar vegna kviðslits og eykur þar með enn á framherjavandræði liðsins.

Eto´o sá þriðji marksæknasti í sögu Barcelona

Næst þegar Samuel Eto´o spilar fyrir Barcelona verður það hans 100. leikur fyrir félagið. Aðeins tveir menn í ríkri sögu þessa fornfræga knattspyrnurisa hafa skorað meira í fyrstu 100 leikjum sínum fyrir félagið.

Leikjaplanið í úrslitakeppni kvenna

Nú er búið að raða niður leikjunum í fyrstu umferð úrslitakeppni kvenna í Iceland Express deildinni sem hefst á föstudaginn. Það verða KR, Grindavík, Keflavík og Haukar sem berjast um Íslandsmeistaratitilinn.

Einvígi Hamilton og Alonso verður harðara í ár

Ástralinn Mark Webber sem ekur hjá Red Bull í Formúlu 1, segir að einvígi þeirra Lewis Hamilton hjá McLaren og Fernando Alonso hjá Renault verði harðara en nokkru sinni fyrr á komandi tímabili nú þegar þeir eru ekki lengur í sama liði.

Ólafur fær fjóra aðstoðarmenn

Á blaðamannafundi sem haldinn var í hádeginu tilkynnti KSÍ að Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari fengi fjóra aðstoðarmenn til að hjálpa sér að kortleggja andstæðinga liðsins í undankeppni HM.

Úrvalsdeildin er best

Sir Alex Ferguson segir að enska úrvalsdeildin sé nú sterkasta knattspyrnudeild í heimi og bendir máli sínu til rökstuðnings á þá staðreynd að helmingur liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar koma frá Englandi.

Við verðum að skora snemma

Juande Ramos vonast til að endurupplifa góðar minningar þegar lið hans Tottenham sækir PSV heim á Philps Stadion í kvöld. Þar á enska liðið erfitt verkefni fyrir höndum þar sem það tapaði fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Uefa bikarsins 1-0 á heimavelli.

Landsliðshópur Ólafs klár

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur valið hópinn sem mætir Færeyingum í vináttuleik í Kórnum í Kópavogi klukkan 16 á sunnudaginn. Hópurinn er að mestu skipaður leikmönnum sem spila hér heima þar eð ekki er um alþjóðlegan leikdag að ræða.

Ísland hafnaði í 7. sæti á Algarve Cup

Íslenska kvennalandsliðið tryggði sér í hádeginu 7. sætið á Algarve Cup mótinu með góðum 3-0 sigri á Finnum. Margrét Lára Viðarsdóttir kom íslenska liðinu á bragðið snemma leiks með sínu 35. marki í 39 landsleikjum.

Óbreytt staða á FIFA listanum

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu stendur í stað á FIFA listanum sem birtur var í dag. Íslenska liðið er í 89. sæti listans sem fyrr og engar breytingar hafa heldur átt sér stað á toppnum þar sem Argentína er í efsta sæti, Brasilía í öðru, Ítalía í þriðja og Spánverjar í fjórða.

Sverre á leið til HK?

Landsliðsmaðurinn Sverre Jakobsson hjá Gummersbach í Þýskalandi hefur lýst því yfir að hugur hans stefni heim til Íslands nú þegar ljóst sé að samningur hans við þýska félagið verði ekki framlengdur.

Nelson verður áfram með Warriors

Forráðamenn Golden State Warriors ákváðu í gær að nýta sér ákvæði í samningi þjálfarans Don Nelson og tryggja sér þjónustu hins 68 ára gamla þjálfara út næstu leiktíð. Liðið hefur öðlast nýtt líf undir stjórn Nelson og virðist á góðri leið með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni annað árið í röð eftir mörg og mögur ár þar á undan.

Atletico tilbúið að selja Reyes

Nú þykir ljóst að sóknarmaðurinn Jose Antonio Reyes muni fara frá Atletico Madrid eftir að þjálfarinn Javier Aguirre tjáði stjórn félagsins að hann gæti ekki treyst á hann.

Metzelder á heimleið?

Þýski varnarmaðurinn Christoph Metzelder hjá Real Madrid er sagður vera einn þeirra sem farið gætu frá Real Madrid í sumar. Hann var keyptur til liðsins frá Dortmund í fyrrasumar en hefur ekki náð sér á strik í vetur - sumpart vegna meiðsla.

Nicolas Cage-eftirherma blekkti Calderon

Ramon Calderon, forseti Real Madrid, féll í gildru ítalskrar eftirhermu sem stödd var á leik Real Madrid og Roma í Meistaradeildinni á dögunum.

Fabregas vill Barcelona í úrslitum

Spánverjinn Cesc Fabregas hjá Arsenal vill gjarnan sleppa við Barcelona þegar dregið verður í 8-liða úrslitin í Meistaradeildinni á föstudaginn. Hann vill helst mæta Katalóníuliðinu í úrslitaleiknum í Moskvu.

David James framlengir við Portsmouth

Markvörðurinn David James skrifaði í dag undir tveggja og hálfsárs framlengingu á samningi sínum við enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth.

Tore Andre Flo leggur skóna á hilluna

Norski framherjinn Tore Andre Flo hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna, 34 gamall. Flo lék um árabil með norska landsliðinu og spilaði m.a. með Chelsea, en hann var síðast á mála hjá Leeds United.

Pierce er verðmætasti leikmaðurinn

Kevin Garnett var einn þeirra sem framan af vetri voru taldir líklegastir til að verða útnefndir verðmætasti leikmaðurinn í NBA deildinni. Sá sem hlaut nafnbótina árið 2004 er hinsvegar ekki í vafa um hver eigi þann heiður skilinn í vor.

Terry er besti fyrirliðinn í bransanum

Frank Lampard er ekki í vafa um hver eigi að taka við fyrirliðabandinu hjá enska landsliðinu til frambúðar, en Fabio Capello landsliðsþjálfari hefur enn ekki gefið út hver eigi að bera bandið.

Neuer er eftirsóttur

Markvörðurinn ungi Manuel Neuer hjá Schalke hefur verið mikið í umræðunni síðan hann átti stórleik gegn Porto í Meistaradeildinni á dögunum. Hinn 21 árs gamli leikmaður hefur verið orðaður við Tottenham og Barcelona.

Laudrup gefur lítið fyrir Chelsea-slúður

Danski þjálfarinn Michael Laudrup hjá Getafe á Spáni hefur verið nefndur til sögunnar sem eftirmaður Avram Grant hjá Chelsea. Laudrup gefur lítið fyrir þennan orðróm og segist að fullu einbeita sér að Getafe.

Lescott framlengir við Everton

Varnarmaðurinn Joleon Lescott hefur skrifað undir nýjan samning við enska úrvalsdeildarfélagið Everton. Hinn 25 ára gamli varnarmaður gekk í raðir liðsins frá Wolves árið 2006 og hefur staðið sig með prýði. Hann hefur framlengt samning sinn um þrjú og hálft ár.

Lakers á toppinn í Vesturdeildinni

Los Angeles Lakers komst aftur á toppinn í Vesturdeildinni í NBA í nótt þegar liðið vann sigur á Toronto Raptors 117-108 á heimavelli. Alls voru sex leikir á dagskrá í nótt.

Mancini íhugar að hætta

Roberto Mancini þjálfari Inter sagði í gærkvöld að hann reiknaði með að vera á sínu síðasta tímabili með liðið. Inter féll úr leik í Meistaradeildinni eftir 1-0 tap gegn Liverpool.

Munurinn lá í rauðu spjöldunum

Roberto Mancini segir að munurinn milli Inter og Liverpool í leikjunum í sextán liða úrslitum hafi verið rauðu spjöldin. Liverpool skoraði þrjú mörk gegn tíu leikmönnum Inter í leikjunum tveimur.

Stoke stigi á eftir Bristol City

Topplið Bristol City gerði markalaust jafntefli við Watford í ensku 1. deildinni í kvöld. Á sama tíma vann Stoke City 1-0 útisigur á Norwich og er nú aðeins stigi á eftir Bristol.

Einar Örn með fimm mörk í kvöld

Minden og Nordhorn gerðu jafntefli 26-26 í þýska handboltanum í kvöld. Minden var fjórum mörkum yfir í hálfleik en náði ekki að halda haus og Nordhorn jafnaði undir lok leiksins.

Stuttgart á sigurbraut

Portúgalinn Fernando Meira skoraði sigurmark Stuttgart sem vann Energie Cottbus 1-0 á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni. Þetta var eini leikur kvöldsins í deildinni en markið kom á 30. mínútu.

Akureyri vann Stjörnuna

Fyrsta leik kvöldsins í N1 deild karla í handbolta er lokið. Akureyri vann Stjörnuna fyrir norðan 34-32 en heimamenn höfðu þriggja marka forystu í hálfleik.

Meistaradeildin: Liverpool áfram

Liverpool komið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Liðið vann Inter í kvöld 1-0 á útivelli og kemst áfram samanlagt á 3-0 sigri úr tveimur leikjum.

Viktor Bjarki í KR

Viktor Bjarki Arnarsson mun leika með KR í Landsbankadeildinni á komandi sumri. Viktor verður lánaður frá norska liðinu Lilleström en þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Wenger hrósar Flamini og Fabregas

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að Cesc Fabregas og Mathieu Flamini myndi besta miðjupar sem hann hefur unnið með hjá liðinu.

Hector Cuper tekur við Parma

Hector Cuper verður í kvöld kynntur sem nýr þjálfari ítalska liðsins Parma. Cuper er reynslumikill argentínskur þjálfari sem hefur stýrt Inter, Valencia, Mallorca og Real Betis en hann var rekinn frá síðastnefnda félaginu í lok síðasta árs.

Hannes á leið til Sundsvall

Á vefsíðu Nettavisen segir að norska liðið Viking hafi komist að samkomulagi við sænska liðið Sundsvall um söluna á íslenska landsliðsmanninum Hannesi Þ. Sigurðssyni. Hannes er því kominn í samningaviðræður við sænska liðið.

Heil umferð í N1 deild karla

Heil umferð verður í N1 deild karla í kvöld en þá verður 20. umferðin leikin. Umferðin hefst með leik fyrir norðan þar sem Akureyri tekur á móti Stjörnunni klukkan 19:00. Aðrir leikir kvöldsins verða klukkan 20.

Presturinn fékk að sjá rautt

Óvenjuleg uppákoma átti sér stað á Klerkamótinu svokallaða sem orðið er árlegur viðburður í Vatikaninu í Róm. Þetta er knattspyrnumót guðfræðinema og presta frá öllum heimshornum.

United spilar við Aberdeen í sumar

Manchester United hefur samþykkt að spila vináttuleik við skoska liðið Aberdeen laugardaginn 12. júlí í sumar. Þar mætir Alex Ferguson gamla liðinu sínu í sérstökum afmælisleik þar sem þess verður minnst að aldarfjórðungur er síðan liðið varð Evrópumeistari bikarhafa undir stjórn Ferguson.

Di Canio íhugar að gerast stjóri

Hinn umdeildi Paolo di Canio íhugar nú að fara út í þjálfun eftir að hann ákvað að leggja skóna á hilluna. Di Canio gerði garðinn frægan á Englandi þar sem hann lék lengst af með West Ham.

10 óvæntustu úrslit í sögu enska bikarsins

Lið Barnsley hefur náð að rita nafn sitt í sögubækurnar í enska bikarnum að undanförnu með því að slá út bæði Liverpool og Chelsea á leið sinni í undanúrslit keppninnar.

Del Bosque að taka við Spánverjum?

Spænska blaðið Marca greinir frá því í dag að Vicente del Bosque muni taka við spænska knattspyrnulandsliðinu þegar Luis Aragones lætur af störfum eftir EM í sumar.

Ron Dennis verður áfram hjá McLaren

Ron Dennis, yfirmaður McLaren liðsins í Formúlu 1, ætlar að vera áfram í herbúðum liðsins á komandi tímabili. Dennis hefur verið nokkuð umdeildur í kjölfar njósnamálsins ljóta, en hefur tilkynnt starfsfólki liðsins að hann verði áfram.

Sjá næstu 50 fréttir