Íslenski boltinn

Viktor Bjarki í KR

Elvar Geir Magnússon skrifar
Viktor Bjarki. Mynd/Hörður
Viktor Bjarki. Mynd/Hörður

Viktor Bjarki Arnarsson mun leika með KR í Landsbankadeildinni á komandi sumri. Viktor verður lánaður frá norska liðinu Lilleström en þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Viktor var kjörinn besti leikmaður Íslandsmótsins árið 2006 og var í kjölfarið seldur frá Víkingi til Lilleström.

Hann meiddist á undirbúningstímabilinu fyrir tæpu ári síðan og náði sér ekki aftur fyrr en seint um sumarið þar sem það tók um tvo mánuði að greina meiðslin rétt.

Hann var svo í leikmannahópi liðsins undir lok tímabilsins en fékk aldrei tækifæri hjá Tom Nordlie, þjálfara liðsins.

KR-ingar hafa styrkt lið sitt töluvert í vetur. Þeir hafa fengið Grétar Sigfinn Sigurðarson frá Víkingi, Guðjón Baldvinsson frá Stjörnunni, Gunnar Örn Jónsson úr Breiðabliki og Jónas Guðna Sævarsson frá Keflavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×