Fótbolti

Del Bosque að taka við Spánverjum?

NordcPhotos/GettyImages

Spænska blaðið Marca greinir frá því í dag að Vicente del Bosque muni taka við spænska knattspyrnulandsliðinu þegar Luis Aragones lætur af störfum eftir EM í sumar.

Marca segir að Del Bosque muni skrifa undir tveggja ára samning við spænska knattspyrnusambandið fljótlega.

Del Bosque á að baki glæstan feril sem þjálfari og skilaði m.a. tveimur Spánartitlum og tveimur Evróputitlum í hús þegar hann þjálfaði Real Madrid á árunum 1999-2003.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×