Handbolti

Einar Örn með fimm mörk í kvöld

Elvar Geir Magnússon skrifar
Einar Örn Jónsson skoraði fimm í kvöld.
Einar Örn Jónsson skoraði fimm í kvöld.

Minden og Nordhorn gerðu jafntefli 26-26 í þýska handboltanum í kvöld. Minden var fjórum mörkum yfir í hálfleik en náði ekki að halda haus og Nordhorn jafnaði undir lok leiksins.

Einar Örn Jónsson skoraði fimm mörk fyrir Minden sem er ásamt tveimur öðrum liðum, Essen og Wilhelmshaven, á botni deildarinnar með tólf stig.

Þá vann Rhein-Neckar-Löwen sigur á Göppingen í kvöld 32-28. Jaliesky Garcia lék ekki með Göppingen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×