Fleiri fréttir

Podolski er ekki á leið til City

Stjórnarformaður Bayern Munchen segir ekkert til í þeim orðrómi að þýski landsliðsmaðurinn Lukas Podolski sé á leið til Manchester City eins og haldið hefur verið fram í breskum miðlum.

Edman kominn til Wigan

Sænski landsliðsbakvörðurinn Erik Edman hefur samþykkt að ganga í raðir Wigan í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir tækifærið að komast aftur í ensku úrvalsdeildina hafa verið of gott til að hafna því, en hann hefur leikið með franska liðinu Rennes undanfarið. Hann var með lausa samninga hjá franska liðinu en var áður liðsfélagi Emils Hallfreðssonar hjá Tottenham.

Erfiðara nú en í Svíþjóð

„Spennan er orðin mikil í leikmannahópnum, það er alveg klárt,“ sagði Patrekur Jóhannesson, einn sérfræðinga Vísis um EM í handbolta.

Íslendingar fjölmenna til Noregs

Vel á fjórða hundrað manns fóru frá Íslandi í dag gagngert til að fylgjast með leik Íslendinga og Svía á Evrópumótinu í handbolta í kvöld. Alls er búist við því að um fimmhundruð Íslendingar verði í höllinni í Þrándheimi.

Hannes Jón eins og ballerína

„Ég er fullur eftirvæntingar. Þetta verður algjör veisla,“ sagði Sigurður Sveinsson, einn sérfræðinga Vísis um EM í handbolta.

Stuðningsmaður stunginn til bana

Tveir stuðningsmenn knattspyrnuliðsins Olympiakos á Grikklandi voru stungnir í árás stuðningsmanna Panathinaikos í strandbænum Loutsa í fyrrinótt. Annar þeirra, 24 ára gamall maður, lést af stungusárunum en hinn er á batavegi á sjúkrahúsi. Árásin var gerð nóttina eftir 4-0 sigur Olympiakos í viðureign liðanna í bikarkeppninni.

Chelsea sektað um 50 milljónir

Enska knattspyrnusambandið hefur skellt 50 milljón króna sekt á úrvalsdeildarfélagið Chelsea eftir ólæti leikmanna liðsins eftir leik gegn Derby þann 24. nóvember. Til óláta kom í leiknum þar sem Michael Essien fékk m.a. að líta rauða spjaldið. Chelsea var sektað um þrá fjórðu hluta þessarar upphæðar fyrir viðlíka læti í fyrra.

Fred ætlar ekki að fara frá Lyon

Brasilíumaðurinn Fred hefur nú lýst því yfir að hann muni ekki fara frá franska liðinu Lyon eins og til stóð, en hann hafði verið sterklega orðaður við Tottenham.

Taylor til Bolton

Bolton gekk í dag frá kaupum á þriðja leikmanninum í janúarglugganum þegar það keypti hinn fjölhæfa Matt Taylor frá Portsmouth. Taylor var kominn út í kuldann hjá Portsmouth en getur spilað margar stöður á vellinum. Hann hefur skrifað undir þriggja og hálfsárs samning við félagið.

Þjóðverjar þykja líklegir

Nú er búið að birta niðurstöður skoðanakönnunar sem gerð var á heimasíðu EM í Noregi og samkvæmt henni þykja Þjóðverjar sigurstranglegasta liðið í keppninni. Íslenska liðið fékk 9,5% atkvæða og þykir samkvæmt því fimmta líklegasta liðið til að vinna sigur á mótinu.

Keegan predikar þolinmæði

Kevin Keegan, nýráðinn stjóri Newcastle, vill að stuðningsmenn félagsins sýni þolinmæði því hann eigi mikið verk fyrir höndum til að rétta hlut liðsins í deildinni.

Diarra búinn að skrifa undir hjá Portsmouth

Enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth staðfesti í dag kaup á franska miðjumanninum Lassana Diarra frá Arsenal en kaupverðið var ekki gefið upp. Diarra lék áður með Chelsea og er 22 ára gamall landsliðsmaður.

Laursen framlengir við Villa

Danski varnarjaxlinn Martin Laursen hefur samþykkt að skrifa undir nýjan samning við Aston Villa sem gildir til rúmlega tveggja ára. Hinn þrítugi Laursen hefur verið í frábæru formi með Villa í vetur og er búinn að skora sex mörk. Hann mun líklega skrifa undir á morgun.

Jason Kidd leikmaður ársins hjá landsliðinu

Jason Kidd hefur verið útnefndur leikmaður ársins hjá bandaríska landsliðinu í körfubolta eftir fína frammistöðu á Ameríkuleikunum síðasta sumar. Bandaríska liðið vann alla 10 leiki sína á mótinu og tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum í sumar.

Þetta er leikur upp á líf og dauða

Taugar íslenskra handboltaáhugamanna eru nú farnar að þenjast verulega fyrir fyrsta leik íslenska landsliðsins á EM í handbolta í kvöld þar sem mótherjarnir eru sjálfir Svíar. Frændur okkar líta leikinn svipuðum augum og við.

Real og Milan úr leik í bikarnum

Nokkrir leikir voru á dagskrá í bikarkeppnunum á Spáni og Ítalíu í gærkvöld og þar bar hæst að stórveldin Real Madrid og AC Milan féllu úr leik. Hvorugt liðanna tefldi reyndar fram sínum sterkustu mönnum.

Tvíburarnir hefja æfingar með United

Brasilísku tvíburarnir Fabio og Rafael eru nú við það að hefja æfingar með Manchester United eftir að félagið kom auga á þá fyrst fyrir tveimur árum. Þeir koma frá liði Fluminese og eru bakverðir.

Coleman orðaður við Newcastle

Til greina kemur að Kevin Keegan muni leita til Chris Coleman um að ganga í starfslið sitt hjá Newcastle ef marka má fréttir frá Englandi. Coleman var áður stjóri Fulham til margra ára, en hann hætti hjá spænska liðinu Real Sociedad í gær.

Defoe í viðræðum við Villa

Framherjinn Jermaine Defoe er sagður hafa átt í viðræðum við Aston Villa um að ganga í raðir félagsins frá Tottenham. Birmingham Post greinir frá þessu í morgun, en Defoe hefur verið sagt að honum sé frjálst að fara frá Lundúnaliðinu.

Endurkoma Shaq dugði skammt

Shaquille O´Neal lék með Miami Heat á ný í nótt þegar liðið tók á móti Chicago Bulls í einvígi liðanna sem hafa valdið mestum vobrigðum í Austurdeildinni í NBA. Nærvera miðherjans stóra var ekki nóg til að kveikja í Miami á heimavelli þegar liðið steinlá 126-96.

Fimmta sætið gæti gefið farseðil á HM í Króatíu

Á Evrópumeistaramótinu í handbolta sem hefst í Noregi á morgun er ekki einungis spilað um laus sæti í undankeppni Ólympíuleikanna heldur gefa þrjú efstu sætin þátttökurétt á HM í Króatíu á næsta ári.

Kjelling í einangrun vegna magavíruss

Ein helsta stjarna norska landsliðsins, Kristian Kjelling, situr nú í einangrun á hóteli landsliðsins degi fyrir fyrsta keppnisdags EM þar í landi.

Newcastle og Manchester City áfram

Úrvalsdeildarliðin Newcastle og Manchester City komust í kvöld áfram í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu.

Svona komst Ísland á Ólympíuleikana

Eitt aðalmálið á EM í Noregi snerist um hvaða tvær þjóðir urðu síðastar til að tryggja sér sæti í undankeppni Ólympíuleikanna í Peking í sumar.

EM og ÓL undir

Hinn nítján ára gamli Oscar Carlén, leikmaður sænska landsliðsins, segir að leikur Svíþjóðar og Íslands á morgun sé afar mikilvægur.

Pabbi Theodórs Elmar benti Lyn á hann

„Fyrir einu og hálfu ári síðan hringdi pabbi hans, sem býr í Kristjánssandi, í mig og spurði hvort við hefðum ekki áhuga á að kaupa strákinn sinn.“

Coleman hættur hjá Sociedad

Chris Coleman hefur sagt starfi sínu lausu sem knattspyrnustjóri spænska B-deildarliðsins Real Sociedad.

Keegan tekinn við Newcastle

Kevin Keegan var í dag ráðinn þjálfari Newcastle í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er í annað sinn sem Keegan tekur við liðinu en ekki er langt síðan Keegan útilokaði með öllu að fara aftur út í þjálfun í viðtalsþætti á BBC.

Hef lengi beðið eftir að komast til Bolton

Grétar Rafn Steinsson hefur nú loksins verið kynntur formlega til sögunnar sem nýr leikmaður Bolton. Grétar lýsti yfir ánægju sinni með vistaskiptin í viðtali á heimasíðu félagsins nú síðdegis.

Þegiðu, Sol

Framkvæmdastjóri Portsmouth hefur beðið Sol Campbell og aðra leikmenn liðsins um að hætta að draga metnað félagsins í efa í viðtölum við fjölmiðla.

Chelsea staðfestir kaupin á Ivanovic

Chelsea gekk í dag formlega frá kaupum á serbneska varnarmanninum Branislav Ivanovic frá Lokomotiv í Moskvu. Kaupverðið á hinum 23 ára gamla leikmanni var ekki gefið upp en hann er nú kominn með atvinnuleyfi á Englandi. Hann ku geta spilað allar varnarstöðurnar á vellinum og spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Serba fyrir tveimur árum.

Lýsingarbikarinn: Grannaslagur hjá konunum

Í dag var dregið í undanúrslitin í Lýsingarbikar karla og kvenna í körfubolta. Grannarnir Grindavík og Keflavík drógust saman í fyrri undanúrslitaleiknum í kvennaflokki en hinn leikurinn verður viðureign Hauka og Fjölnis.

Frumsýning hjá Red Bull

Red Bull frumsýndi í dag 2008 bíl sinn á Jerez brautinni á Spáni og kynnti Mark Webber og David Coulhard sem ökumenn sína. Coulthard er aldursforsetinn í Formúlu 1 og þrautseigur, 37 ára gamall ökuþór frá Skotlandi. Webber er frá Ástralíu.

Helena með tvö stig í sigri TCU

Helena Sverrisdóttir og félagar í bandaríska háskólaliðinu TCU unnu í gærkvöld 57-54 sigur á liði New Mexico. Sigur TCU var nokkuð öruggur og leiddi liðið með 16 stigum í hálfleik. Helena skoraði tvö stig, hirti 6 fráköst og stal þremur boltum í leiknum.

Sjá næstu 50 fréttir