Endurkoma Shaq dugði skammt 17. janúar 2008 10:00 Shaquille O´Neal fór af velli með sína sjöttu villu í sjötta leiknum í vetur NordicPhotos/GettyImages Shaquille O´Neal lék með Miami Heat á ný í nótt þegar liðið tók á móti Chicago Bulls í einvígi liðanna sem hafa valdið mestum vobrigðum í Austurdeildinni í NBA. Nærvera miðherjans stóra var ekki nóg til að kveikja í Miami á heimavelli þegar liðið steinlá 126-96. O´Neal átti ágætisleik og skoraði 24 stig líkt og Dwyane Wade, en eftir jafnan fyrri hálfleik var sá síðari eign Chicago. Joe Smith skoraði 23 stig og hitti úr 9 af 10 skotum sínum hjá Chicago, Luol Deng skoraði 21 stig og þeir Andres Nocioni og Ben Gordon skoruðu 44 stig samanlagt af bekknum. Þetta var ellefta tap Miami í röð. Indiana vann góðan heimasigur á Golden State 125-117 þar sem Danny Granger skoraði 29 stig fyrir heimamenn en Baron Davis 24 fyrir gestina. Toronto burstaði Sacramento 116-91 á heimavelli þar sem Chris Bosh skoraði 31 stig og hirti 9 fráköst og hitti úr 11 af 12 skotum sínum og Carlos Delfino skoraði 26 stig af bekknum. Kevin Martin var stigahæstur hjá Sacramento með 22 stig af bekknum, en kvöldið var þó ekki alslæmt fyrir Sacramento því nú hefur það endurheimt þá Ron Artest og Mike Bibby úr meiðslum. Bibby skoraði 19 stig í leiknum af bekknum. Charlotte lagði Orlando í sveiflukenndum leik þar sem liðið var 19 stigum undir í upphafi þriðja leikhluta en tók mikla rispu og tryggði sér 99-93. Gerald Wallace skoraði 34 stig og hirti 14 fráköst fyrir Charlotte en Dwight Howard skoraði 24 stig og hirti 21 frákast fyrir Orlando. Boston komst á sigurbraut á ný með 100-90 sigri á Portland á heimavelli. Ray Allen skoraði 35 stig fyrir Boston en Brandon Roy var með 22 stig fyrir gestina. New York vann þriðja leik sinn í röð í fyrsta skipti í vetur þegar liðið vann langþráðan sigur á grönnum sínum í New Jersey 111-105 á útivelli. Jamaal Crawford var með 35 stig hjá New York en Vince Carter skoraði 26 stig fyrir heimamenn. New Orleans burstaði Seattle 123-92. Peja Stojakovic skoraði 23 stig fyrir New Orleans og Tyson Chandler hirti 17 af 21 frákasti sínu í fyrri hálfleik. Kevin Durant skoraði 20 stig fyrir Seattle. Loks vann Milwaukee 87-80 sigur á Atlanta þar sem Andrew Bogut skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst fyrir heimamenn en Marvin Williams var með 22 stig í liði Atlanta. Staðan í NBA: AUSTURDEILD: ATLANTIC 1 BOS 31-6 2 TOR 21-18 3 NJN 18-20 4 PHI 15-24 5 NYK 12-26 CENTRAL 1 DET 29-10 2 CLE 20-18 3 IND 18-22 4 MIL 16-23 5 CHI 15-22 SOUTHEAST 1 ORL 24-17 2 WAS 20-17 3 ATL 17-18 4 CHA 15-23 5 MIA 8-29 VESTURDEILD: SOUTHWEST 1 SAS 25-11 2 DAL 26-12 3 NOR 26-12 4 HOU 20-19 5 MEM 10-28 NORTHWEST 1 POR 23-15 2 DEN 22-15 3 UTH 22-17 4 SEA 9-29 5 MIN 5-32 PACIFIC 1 LAL 26-11 2 PHO 26-12 3 GSW 23-17 4 SAC 15-22 5 LAC 11-23 NBA Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira
Shaquille O´Neal lék með Miami Heat á ný í nótt þegar liðið tók á móti Chicago Bulls í einvígi liðanna sem hafa valdið mestum vobrigðum í Austurdeildinni í NBA. Nærvera miðherjans stóra var ekki nóg til að kveikja í Miami á heimavelli þegar liðið steinlá 126-96. O´Neal átti ágætisleik og skoraði 24 stig líkt og Dwyane Wade, en eftir jafnan fyrri hálfleik var sá síðari eign Chicago. Joe Smith skoraði 23 stig og hitti úr 9 af 10 skotum sínum hjá Chicago, Luol Deng skoraði 21 stig og þeir Andres Nocioni og Ben Gordon skoruðu 44 stig samanlagt af bekknum. Þetta var ellefta tap Miami í röð. Indiana vann góðan heimasigur á Golden State 125-117 þar sem Danny Granger skoraði 29 stig fyrir heimamenn en Baron Davis 24 fyrir gestina. Toronto burstaði Sacramento 116-91 á heimavelli þar sem Chris Bosh skoraði 31 stig og hirti 9 fráköst og hitti úr 11 af 12 skotum sínum og Carlos Delfino skoraði 26 stig af bekknum. Kevin Martin var stigahæstur hjá Sacramento með 22 stig af bekknum, en kvöldið var þó ekki alslæmt fyrir Sacramento því nú hefur það endurheimt þá Ron Artest og Mike Bibby úr meiðslum. Bibby skoraði 19 stig í leiknum af bekknum. Charlotte lagði Orlando í sveiflukenndum leik þar sem liðið var 19 stigum undir í upphafi þriðja leikhluta en tók mikla rispu og tryggði sér 99-93. Gerald Wallace skoraði 34 stig og hirti 14 fráköst fyrir Charlotte en Dwight Howard skoraði 24 stig og hirti 21 frákast fyrir Orlando. Boston komst á sigurbraut á ný með 100-90 sigri á Portland á heimavelli. Ray Allen skoraði 35 stig fyrir Boston en Brandon Roy var með 22 stig fyrir gestina. New York vann þriðja leik sinn í röð í fyrsta skipti í vetur þegar liðið vann langþráðan sigur á grönnum sínum í New Jersey 111-105 á útivelli. Jamaal Crawford var með 35 stig hjá New York en Vince Carter skoraði 26 stig fyrir heimamenn. New Orleans burstaði Seattle 123-92. Peja Stojakovic skoraði 23 stig fyrir New Orleans og Tyson Chandler hirti 17 af 21 frákasti sínu í fyrri hálfleik. Kevin Durant skoraði 20 stig fyrir Seattle. Loks vann Milwaukee 87-80 sigur á Atlanta þar sem Andrew Bogut skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst fyrir heimamenn en Marvin Williams var með 22 stig í liði Atlanta. Staðan í NBA: AUSTURDEILD: ATLANTIC 1 BOS 31-6 2 TOR 21-18 3 NJN 18-20 4 PHI 15-24 5 NYK 12-26 CENTRAL 1 DET 29-10 2 CLE 20-18 3 IND 18-22 4 MIL 16-23 5 CHI 15-22 SOUTHEAST 1 ORL 24-17 2 WAS 20-17 3 ATL 17-18 4 CHA 15-23 5 MIA 8-29 VESTURDEILD: SOUTHWEST 1 SAS 25-11 2 DAL 26-12 3 NOR 26-12 4 HOU 20-19 5 MEM 10-28 NORTHWEST 1 POR 23-15 2 DEN 22-15 3 UTH 22-17 4 SEA 9-29 5 MIN 5-32 PACIFIC 1 LAL 26-11 2 PHO 26-12 3 GSW 23-17 4 SAC 15-22 5 LAC 11-23
NBA Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira