Handbolti

Kjelling í einangrun vegna magavíruss

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristian Kjelling tekur hér skot að marki í leik Noregs og Danmerkur á HM í Þýskalandi í fyrra. Lars Jörgensen er honum til varnar.
Kristian Kjelling tekur hér skot að marki í leik Noregs og Danmerkur á HM í Þýskalandi í fyrra. Lars Jörgensen er honum til varnar. Nordic Photos / Bongarts

Ein helsta stjarna norska landsliðsins, Kristian Kjelling, situr nú í einangrun á hóteli landsliðsins degi fyrir fyrsta keppnisdags EM þar í landi.

„Hann veiktist í gærkvöldi og kastaði upp. Hann hefur verið einangraður frá leikmannahópnum," sagði Gunnar Pettersen, landsliðsþjálfari Noregs.

Hann er þó bjartsýnn á að Kjelling verði klár í slaginn á morgun er Noregur mætir Danmörku.

„Honum líður mun betur í dag og hefur haldið niðri öllu sem hann hefur borðað. Við höldum að hann verði í lagi á morgun."

Ekki er vitað hvort veikindi Kjelling svipi til veikinda Sverre Jakobssonar sem þurfti að fá vökvanæringu í æð vegna mikils vökvaskorts.

Norðmenn og Danir æfðu fyrir luktum dyrum í dag enda mikil spenna fyrir viðureign liðanna á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×