Handbolti

Þetta er leikur upp á líf og dauða

Magnus Jernemyr ætlar að taka fast á félaga sínum Snorra Steini í kvöld
Magnus Jernemyr ætlar að taka fast á félaga sínum Snorra Steini í kvöld Mynd/Heimasíða GOG

Taugar íslenskra handboltaáhugamanna eru nú farnar að þenjast verulega fyrir fyrsta leik íslenska landsliðsins á EM í handbolta í kvöld þar sem mótherjarnir eru sjálfir Svíar. Frændur okkar líta leikinn svipuðum augum og við.

Sænsku landsliðsmennirnir eru klárir í slaginn og eru búnir að undirbúa sig undir stríð í kvöld. Einn þeirra er varnarjaxlinn Magnus Jernemyr hjá GOG í Danmörku, liðsfélagi þeirra Snorra Steins Guðjónssonar og Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar í Danmörku.

Hann kemur til með að þurfa að gæta félaga síns Snorra Steins í leiknum í kvöld. "Snorri er ekki mjög hávaxinn en hann er snöggur og skotin hans koma gjarnan milli varnarmannanna. Maður þarf því að vera búinn við því.

Það þýðir ekkert að vera að klappa þessum köllum í leiknum og fara svo og nefbrjóta þá þremur tímum síðar," sagði Jernemyr vígalegur í samtali við Aftonbladet.

"Það er gríðarlega mikið undir í þessum leik og við verðum að vinna hann ef við ætlum að gera eitthvað á þessu móti," sagði Johan Petersson.

"Þetta er leikur upp á líf og dauða," sagði fyrirliðinn Ingemar Linnéll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×