Fleiri fréttir

Glenn Roeder tekinn við Norwich

Glenn Roeder hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildarliðsins Norwich sem situr nú á botni deildarinnar. Liðið hefur ekki unnið leik síðan 15. september.

Íslenska landsliðið ekki eins þýskt

Nú þegar Ólafur Jóhannesson tekur við starfi Eyjólfs Sverrissonar sem landsliðsþjálfari Íslands lýkur þar með átta ára valdatíð fyrrum atvinnumanna í Þýskalandi í starfinu.

Halldór Jóhann til Fram

Halldór Jóhann Sigfússon hefur samið við Fram til næstu þriggja ára eftir að hafa fengið sig lausan frá TuSEM Essen í Þýskalandi.

Hitað upp fyrir NBA-deildina - Miðriðillinn

Tímabilið í NBA-deildinni í körfubolta hefst í kvöld. Eins og alltaf má búast við skemmtilegum vetri en hér má finna helstu upplýsingar um liðin í deildinni.

Hargreaves: Við erum bestir

Það verður risaslagur í enska boltanum um næstu helgi þegar Manchester United heimsækir Arsenal. Þetta eru liðin tvö sem hafa verið að spila langskemmtilegasta boltann á Englandi um þessar mundir og eru í tveimur efstu sætunum.

Watford styrkir stöðu sína

Watford er með sex stiga forskot í ensku 1. deildinni eftir að hafa unnið 2-0 sigur á Crystal Palace á útivelli í kvöld. Crystal Palace er í slæmum málum í fallsæti í deildinni, situr í þriðja neðsta sæti með ellefu stig.

Heimasigrar í körfunni

Fjórðu umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta lauk í kvöld með tveimur leikjum. Heimasigrar unnust í þeim báðum. Grindavík vann Hamar 95-67 og ÍR vann Skallagrím naumlega 76-74 í Seljaskóla.

Hamilton flýr til Sviss

Ökuþórinn Lewis Hamilton hefur ákveðið að flytja til Sviss en þetta tilkynnti hann í dag. Ástæðan er sú að hann hefur fengið sig fullsaddan af ágangi fjölmiðla í Bretlandi sem sífellt eru að ráðast inn í hans einkalíf.

Lippi til Valencia?

Fjölmiðlar á Spáni segja að Valencia ætli að reyna að fá Marcello Lippi til að taka við liðinu. Quique Sanchez Flores var rekinn úr þjálfarastólnum eftir að Valencia tapaði 3-0 fyrir Sevilla um helgina.

Arsenal eitt besta lið sem ég hef leikið gegn

Jose Reina, markvörður Liverpool, segir að enginn vafi sé á því að Arsenal sé eitt sterkasta lið sem hann hafi leikið gegn. Liðin tvö gerðu 1-1 jafntefli í stórleik helgarinnar í enska boltanum.

Scholes frá í þrjá mánuði

Paul Scholes er með sködduð liðbönd á hné og leikur ekki með Manchester United næstu þrjá mánuði. Þessi 32 ára miðjumaður varð fyrir meiðslunum á æfingu í síðustu viku.

Redknapp framlengir

Harry Redknappk knattspyrnustjóri Portsmouth, hefur skrifað undir nýjan samning við Portsmouth til ársins 2011. Þessi sextugi knattspyrnustjóri tók við félaginu 2005.

Meiðsli herja á Liverpool

Spænski sóknarmaðurinn Fernando Torres hjá Liverpool verður frá í þrjár vikur vegna meiðsla. Þá er ljóst að landi hans og samherji hjá Liverpool, miðjumaðurinn Xabi Alonso, verður frá í talsverðan tíma eftir að hafa ristarbrotnað.

Baldur áfram hjá Val

Baldur Aðalsteinsson mun væntanlega skrifa undir nýjan samning við Val á næstu dögum. Þetta segir hann í samtali við Vísi.

Geir: Ekki mistök að ráða Eyjólf

Geir Þorsteinsson sagði á blaðamannafundi KSÍ að það hafi ekki verið mistök að ráða Eyjólf Sverrisson í starf landsliðsþjálfara.

HM 2018 mögulega á Englandi

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur breytt reglum sínum varðandi staðarval á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Hingað til hefur reglan verðið sú að keppnin færist á milli heimsálfa í fyrirfram ákveðinni röð en FIFA hefur nú lagt þá reglu af. Þetta þýðir að Englendingar geta sóst eftir að halda keppnina 2018 en knattspyrnuyfirvöld þar í landi hafa lýst miklum áhuga á því.

Ólafur ráðinn af KSÍ

Ólafur Jóhannesson verður næsti landsliðsþjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu en það fékkst staðfest á blaðamannafundi KSÍ nú rétt í þessu.

Poyet aðstoðar Ramos

Gus Poyet hefur verið ráðinn annar tveggja aðstoðarmanna Juande Ramos, nýráðnum knattspyrnustjóra Tottenham.

Stefán hættir eftir næsta tímabil

Stefán Þórðarson segir líklegt að hann muni hætta knattspyrnuiðkun eftir næsta tímabil en hann mun á næstunni ganga til liðs við ÍA.

Hermann eins og gíraffi

David Miller, blaðamaður hjá The Daily Telegraph, segir að Hermann Hreiðarsson líkist helst gíraffa inn á vellinum.

Boston Red Sox unnu titilinn

Boston Red Sox urðu í nótt meistarar í hafnabolta í Bandaríkjunum, eftir 4-3 sigur á Colorado Rockies í nótt.

Ólafur ráðinn landsliðsþjálfari

Nýr landsliðsþjálfari verður kynntur á blaðamannafundi KSÍ klukkan 13.00 í dag. Samkvæmt heimildum Vísis verður Ólafur Jóhannesson ráðinn í starfið.

Tilkynnt um nýjan landsliðsþjálfara í dag

Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, sagðist í Morgunútvarpinu á Rás 1 gera ráð fyrir að tilkynnt yrði um ráðningu nýs landsliðsþjálfara í dag.

Eiður kom við sögu í sigri Barcelona

Barcelona vann í kvöld 2-0 sigur á nýliðum Almeiría og skaust fyrir vikið í annað sæti deildarinnar. Thierry Henry kom Börsungum yfir í leiknum og varamaðurinn Leo Messi innsiglaði sigurinn úr vítaspyrnu þegar 10 mínútur voru til leiksloka. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn sem varamaður eftir klukkutíma leik hjá Barcelona.

Keflvíkingar með fullt hús

Keflvíkingar eru eina taplausa liðið í Iceland Express deild karla í körfubolta eftir góðan útisigur á grönnum sínum í Njarðvík í kvöld 78-63. Fjórir leikir fóru fram í kvöld en fjórðu umferð lýkur annað kvöld.

Fram á toppinn

Framstúlkur skelltu sér á toppinn í N-1 deild kvenna í handbolta í dag með sigri á Val 23-22 í æsilegum leik þar sem Sigurbjörg Jóhannsdóttir skoraði sigurmarkið nokkrum sekúndum áður en flautað var til leiksloka. Þá vann HK auðveldan sigur á Akureyri fyrir norðan 36-26.

Liverpool slapp með skrekkinn

Liverpool mátti þakka fyrir að sleppa með eitt stig í dag þegar liðið tók á móti Arsenal á Anfield. Frábærum leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli og því eru þau bæði enn taplaus. Arsenal er komið aftur á toppinn í úrvalsdeildinni.

Roma skellti Milan

Roma komst í dag í annað sætið í ítölsku A-deildinni með því að leggja heillum horfið lið AC Milan 1-0 á útivelli. Það var Mirko Vucinic sem skoraði sigurmarkið með skalla. Roma er tveimur stigum á eftir Inter sem gerði markalaust jafntefli við Palermo í dag.

Levy biður stuðningsmenn afsökunar

Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, sendi frá sér yfirlýsingu á heimasíðu félagsins þar sem hann harmar hvernig staðið var að uppsögn Martin Jol hjá félaginu.

Ramos horfði upp á enn eitt tapið hjá Tottenham

Juande Ramos, nýráðinn stjóri Tottenham, horfði upp á liðið tapa enn einum leiknum í dag þegar það lá 2-1 fyrir Blacburn á heimavelli. Ramos stýrir liðinu í fyrsta skipti í næstu viku, en varð vitni að átakanlega dæmigerðri frammistöðu liðsins í dag.

Bjarni kom ekki til greina

Landsliðsnefnd KSÍ mun koma saman í kvöld eða á morgun þar sem ráðning landsliðsþjálfara verður efst á baugi.

Gautaborg sænskur meistari

IFK Gautaborg varð í dag sænskur meistari í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Trelleborg í lokaumferðinni. Lærisveinar Sigurðar Jónssonar í Djurgarden áttu einnig möguleika á titlinum en töpuðu fyrir botnliði Brommapojkarna 1-0.

Megson fékk stig í fyrsta leiknum með Bolton

Lærisveinar Gary Megson hjá Bolton máttu sætta sig við 1-1 jafntefli við Aston Villa í fyrsta leiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem umdeilt mark tryggði gestunum stig í síðari hálfleik.

Torres byrjar hjá Liverpool

Spænski framherjinn Fernando Torres verður á ný í byrjunarliði Liverpool þegar það tekur á móti Arsenal í stórleik helgarinnar á eftir. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn 2 og hefst klukkan 16:00.

Eiður orðaður við City og Portsmouth

Eiður Smári Guðjohnsen er enn orðaður við félög í ensku úrvalsdeildinni þó hann sé kominn inn í myndina á ný með Barcelona eftir fína frammistöðu í Glasgow á dögunum. Hann er orðaður við Manchester City og Portsmouth í breskum miðlum í dag.

Liverpool á leið í skuldafen?

Breska blaðið News of the World greinir frá því í dag að amerískir eigendur Liverpool gætu verið að sigla félaginu inn í skuldafen upp á hálfan milljarð punda.

Shinawatra tók upp budduna

Thaksin Shinawatra er sagður hafa brugðist skjótt við þegar hann hafði fregnir af því að illa gengi í samningaviðræðum við varnarmanninn Micah Richards hjá Manchester City.

Garðar markakóngur

Garðar Gunnlaugsson skoraði mark Norrköping í gær þegar liði tapaði 2-1 fyrir Degergors í lokaumferði sænsku 1. deildarinnar í gær. Garðar skoraði þarna sitt 18. mark í deildinni en lið hans hafði þegar tryggt sér sæti í úrvalsdeild.

Ég er enginn Jose Mourinho

Breska helgarblaðið News of the World hefur það eftir Juande Ramos í dag að hann vilji ólmur fá þá Freddie Kanoute og Daniel Alves til Tottenham frá Sevilla. Þá er hann einnig sagður vilja fá varnarmanninn Julien Scude og markvörðinn Andres Palop til Englands.

Sjá næstu 50 fréttir