Körfubolti

Heimasigrar í körfunni

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mynd/Víkurfréttir

Fjórðu umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta lauk í kvöld með tveimur leikjum. Heimasigrar unnust í þeim báðum. Grindavík vann Hamar 95-67 og ÍR vann Skallagrím naumlega 76-74 í Seljaskóla.

Keflavík trjónir á toppi deildarinnar með fullt hús að loknum fjórum umferðum. Grindavík, Njarðvík, Tindastóll og KR hafa sex stig en ÍR er í sjötta sæti með fjögur stig. Önnur lið í deildinni hafa tvö stig hvert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×