Fleiri fréttir Úrvalsdeildarlið keyptu sóknarmenn fyrir 163 milljónir punda í sumar. 30 sóknarmenn hafa verið keyptir til úrvalsdeildarliða í sumar og verðið fyrir pakkann er 163,2 milljónir punda eða tæpir 20,8 milljarðar króna. 18 félög í úrvalsdeild hafa keypt sóknarmenn, aðeins Everton og Reading hafa ekki krækt sér í sóknarmann en Everton er þó sagt hafa boðið 11 milljónir í Argentínumanninn Luis Gonzalez sem reyndar er miðjumaður. Enska blaðið Sunday Telegraph greinir frá þessu í dag. 5.8.2007 11:30 Ráðist á Ravelli í Gautaborg Fyrrverandi markvörður sænska landsliðsins í fótbolta, Thomas Ravelli, varð fyrir árás í gær í skemmtigarðinum Liseberg í Gautaborg. Sá sem réðist á Ravelli hafði skömmu áður verið hent út af veitingastaðnum Tyrolen. Fyrir utan rakst hann á Thomas Ravelli og sló til hans. Ravelli komst óskaddaður frá árásinni sem minnir óneitanlega á tilefnislausa árás á landsliðsfyrirliðann Eið Smára Guðjohnsen í Reykjavík í síðustu viku. Ravelli gerir lítið úr atvikinu í samtali við sænska blaðið Expressen. Líkt og landsliðsfyrirliðinn ákvað Ravelli að kæra ekki til lögreglu. 5.8.2007 09:55 Van Persie tryggði Arsenal sigur á Amsterdammótinu Arsenal vann Ajax 1-0 í úrslitaleik Amsterdammótsins. Hollendingurinn Robin van Persie skoraði sigurmarkið 3 mínútum fyrir leikslok. Markið kom eftir frábæran sprett Gael Clichy upp vinstri kantinn. 5.8.2007 09:55 Dean Ashton með fyrsta markið á Upton Park í tæpa 18 mánuði West Ham vann Roma 2-1 í vináttuleik á Upton Park í gær. Fyrrverandi leikmaður Barcelona, Ludovic Giuly kom Roma yfir áður en George McCartney jafnaði metin með föstum skalla á 64. mínútu eftir hornspyrnu Freddy Ljungberg. Dean Ashton skoraði sigurmarkið þremur mínútum síðar en þetta var fyrsta mark hans á Upton Park í tæpa 18 mánuði. Ashton lék ekkert með á síðustu leiktíð vegna öklameiðsla. 5.8.2007 09:54 Veigar Páll og félagar steinlágu Rosenborg burstaði Stabæk 3-0 í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Veigar Páll Gunnarsson lék allan leikinn með Stabæk og fékk að líta gula spjaldið. Brann er í 1. sæti deildarinnar með 32 stig en liðið mætir Valeringa í Osló nú síðdegis. Stabæk er enn í öðru sæti deildarinnar með 29 stig en Viking á möguleika á því að komast í annað sætið með sigri á Sandefjörd í dag. 5.8.2007 09:54 Mótherjar Liverpool töpuðu 3-1 Keppni í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu hófst í gærkvöldi. Toulouse, sem mætir Liverpool í forkeppni meistaradeildar Evrópu, tapaði fyrir Valenciennes. Johan Audel sem gekk í raðir Valenciennes í sumar frá Lille skoraði öll þrjú mörk liðsins. Nicolas Dieuze skoraði eina mark Toulouse. Fjörum leikjum 1. umferðar af 8 lauk með jafntelfi. Lyon hefur titilvörn sína síðar í dag þegar liðið mætir Auxerre. 5.8.2007 09:53 Heimsmeistaramót íslenska hestsins hefst á morgun Heimsmeistaramót Íslenska hestsins byrjar á morgun, mánudag í Hollandi klukkan 8.00 en þá eru fánar dregnir að húni. Klukkan 9.00 hefst svo byggingadómar kynbótahrossa og samkvæmt dagskrá mótsins á mánudagurinn að enda með rólegri kvöldsstund í veislutjaldi. 5.8.2007 09:17 Dyer fer ekki til West Ham Alan Curbishley knattspyrnustjóri West Ham staðfesti við netútgáfu BBC nú áðan að ekkert yrði af kaupum félagsins á Kieron Dyer. Dyer var á leið til West Ham frá Newcastle fyrir 6 milljónir punda. Newcastle hækkaði skyndilega verðið og þá sagði West Ham hingað og ekki lengra. 4.8.2007 19:52 Brynjar skoraði Brynjar Björn Gunnarsson skoraði í dag fyrir Reading þegar liðið vann Wolves 3-2 í æfingaleik á Molineux heimavelli Úlfana í dag. Seyi Olofinjana kom Wolves í 1-0 en Stephen Hunt jafnaði metin. Brynjar kom Reading yfir þegar hann skoraði á 32. mínútu. 4.8.2007 16:57 Keypti leikmenn fyrir 5 milljarða án þess að sjá þá spila Knattspyrnustjóri Manchester City, Sven Göran Eriksson, hefur verið duglegur að kaupa leikmenn undanfarna daga. Hann er búinn að kaupa leikmenn fyrir tæpa 5 milljarða króna og marga þeirra hefur enn hann ekki séð spila. Sven Göran viðurkennir að hann hafi kíkt á myndbandsspólur og séð til leikmanna þar en ekki séð þá í leik. 4.8.2007 16:00 Rangers byrjar vel Keppni í skosku úrvalsdeildinni hófst í dag. Glasgow Rangers, sem hefur 51 sinni orðið Skotlandsmeistari byrjaði á því að vinna Inverness Caledonian 3-0 á útivelli. Fyrirliðinn Barry Ferguson skoraði tvö markanna og Spánverjinn Nacho Novo eitt. Skotlandsmeistarar Glasgow Celtic hefja titilvörn sína á morgun en þá mætir liðið Kilmarnock á heimavelli. 4.8.2007 16:00 Leeds byrjar með 15 stig í mínus Hið fornfræga fótboltafélag Leeds United fékk í gær heimild til þess að hefja leik í 3. efstu deild á Englandi. Leiktíðin hefst eftir viku en Leeds byrjar boltasparkið með 15 stig í mínus. 4.8.2007 15:00 Teves ódýrasti framherjinn Darren Bent sóknarmaður Charlton var seldur til Tottenham fyrir 16 milljónir punda. Það er átta sinnum hærri upphæð en West Ham fær fyrir Carlos Teves. Enn liggur ekki fyrir hvað Manchester United þarf að borga fyrir Argentínumanninn en nokkrir sóknarmenn hafa verið keyptir til liða í ensku úrvalsdeildinni í sumar fyrir miklu hærri fjárhæð en 2 milljónir punda. 4.8.2007 14:53 Knattspyrnustjóri Sheffield United ósáttur við kaupverð á Carlos Teves Neil Warnock knattspyrnustjóri Sheffield United er allt annaður en ánægður með þá niðurstöðu að West Ham fái 2 milljónir punda fyrir Teves. Warnock skilur ekki hvers vegna 30 milljón punda leikmaður kostar ekki meira og telur að maðkur sé í mysunni. 4.8.2007 14:49 Róbert Gunnarsson frá í mánuð Róbert Gunnarsson, landsliðsmaðurinn í handbolta, fer á mánudag í aðgerð vegna meiðsla í liðþófa og þarf að hvíla í 3-4 vikur. Róbert sem leikur með Gummersbach í Þýskalandi framlengdi í maí samning sinn við félagið til ársins 2009. 4.8.2007 14:45 Vissi ekki að hann hefði skorað Paulo José de Oliveiera, brasilíski framherjinn hjá Häcken sem skoraði sigurmarkið gegn KR í Evrópuleiknum á fimmtudaginn, missti meðvitund í rúma mínútu þegar hann lenti í samstuði við markvörð KR. Hann var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. 4.8.2007 14:15 Spilar með KR í vetur ef ekkert breytist Helgi Már Magnússon, landsliðsmaður í körfubolta, gæti vel hugsað sér að spila með Íslandsmeisturum KR á næsta tímabili ef hann fær ekki freistandi tilboð erlendis frá. 4.8.2007 07:30 Hataði Benitez Neil Warnock, fyrrum stjóri Sheffield United, lýsir því í nýútkominni ævisögu sinni hversu mikið hann hataði kollega sinn hjá Liverpool, Rafael Benitez, eftir lokasprett síðasta tímabils. Liverpool tapaði fyrir Fulham í næstsíðustu umferð deildarinnar og segir Warnock að þau úrslit hefðu orðið Sheffield að falli. 4.8.2007 07:00 Sýnd veiði en ekki gefin Andstæðingar ensku liðanna Liverpool og Arsenal í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu eru með þeim erfiðari sem hægt var að dragast á móti. Sigurvegarnir úr einvígi FH og FC Bate mætir Zaglabie Lubin eða Staua Búkarest. 4.8.2007 06:30 Van Gaal líkir tilboði Middlesbrough við þjórfé Louis van Gaal, knattspyrnustjóri AZ Alkmaar, hefur engan áhuga á að missa íslenska bakvörðinn Grétar Rafn Steinsson frá félaginu fyrir eitthvað klink, eins og hann orðaði það sjálfur í samtali við enska fjölmiðla í gær. Van Gaal gerði lítið úr nýlegu tilboði Middlesbrough í leikmanninn og líkti því við þjórfé. 4.8.2007 06:00 Verð að fara að skora fyrir Breiðablik Fanndís Friðriksdóttir 17 ára stelpa úr Breiðabliki varð markahæsti leikmaður Evrópumóts 19 ára landsliða kvenna sem fram fór hér á landi og lauk með sigri Þjóðverja um síðustu helgi. Fanndís skoraði jafnmörg mörk og þær Mary-Laure Delie hjá Frakklandi og Ellen White hjá Englandi en lék færri leiki en þær báðar. 4.8.2007 05:30 Eiður telur sig eiga góða möguleika Enskir fjölmiðlar héldu áfram að bendla Eið Smára Guðjohnsen við sölu til West Ham í gær eftir að Íslendingafélagið samþykkti tveggja milljón króna greiðslu frá umboðsmanninum Kia Joorabchian til að losa argentínska framherjann Carlos Tevez undan samningi við félagið. 4.8.2007 05:00 Alex fær atvinnuleyfi á Englandi Brasilíumanninum Alex hefur verið veitt atvinnuleyfi á Englandi og getur því gengið til liðs við Chelsea. Chelsea hefur lengi beðið eftir að fá leikmanninn frá PSV og getur nú loks reynt að semja við varnarmanninn sterka. 2.8.2007 21:19 KR úr leik eftir tap á heimavelli KR tapaði í kvöld fyrir sænska liðinu Häcken í Frostaskjóli. Leikurinn fór 1-0 fyrir gestina og þar með er KR úr leik í Evrópukeppni félagsliða þar sem fyrri leikurinn fór 1-1 í Svíþjóð. KR-ingar spiluð góðan bolta en voru óheppnir að fá á sig mark þegar aðeins 7 mínútur voru til leiksloka. KR hefði nægt markalaust jafntefli til að komast áfram. Þetta var fyrsti leikur Loga Ólafssonar sem þjálfari KR. 2.8.2007 20:49 Frank Lampard er tábrotinn Miðjumaðurinn Frank Lampard hjá Chelsea er tábrotinn á vinstri fæti og verður frá keppni á næstunni, en ekki er vitað hversu lengi hann verður frá. Talið er að táin hafi brotnað á fyrstu æfingu Chelsea í Bandaríkjunum fyrir þremur vikum, en það var ekki fyrr en í dag sem að hann fór í röntgenmyndatöku og í ljós kom að táin væri brotin. 2.8.2007 20:36 Tevez-málinu loksins að ljúka? Búist er við því að forráðamenn West Ham muni tilkynna á morgun að þeir hafi samþykkt að leysa Carlos Tevez undan samningi. Það þýðir að nánast er öruggt að kappinn fari til Manchester United áður en leikmannaglugginn lokar. 2.8.2007 20:04 Ármann Smári og Kristján Örn skoruðu í sigri Brann Norska liðið Brann sigraði Camarthen Town 6-3 í undankeppni Evrópukeppni félagsliða í dag. Brann vann fyrri leikinn 8-0 og því samanlagt 14-3 eftir leikina tvo. Ármann Smári Björnsson og Kristján Örn Sigurðsson skoruðu sitthvort markið fyrir Brann, en þeir skoruðu einnig báðir í fyrri leiknum. 2.8.2007 19:30 Arsenal vann Lazio Arsenal byrjaði vel á Amsterdam mótinu í dag en liðið sigraði Lazio með tveimur mörkum gegn engu. Daninn Nicklas Bendtner kom skyttunum yfir á 18. mínútu með góðu marki. Goran Pandev jafnaði fyrir Lazio á 25. mínútu en Króatinn Eduardo da Silva tryggði Lundúnaliðinu sigur með góðu skallamarki á 54. mínútu eftir hornspyrnu. 2.8.2007 19:14 Keflavík tapaði í Danmörku og er fallið úr leik Keflavík tapaði fyrir FC Midtjylland í dag 2-1 í seinni leik liðanna í undankeppni Evrópukeppni félagsliða. Keflavík vann fyrri leikinn á heimavelli 3-2 og staðan því samanlagt 4-4 eftir leikina tvo. Keflavík er þar með dottið úr leik því að FC Midtjylland skoraði fleiri mörk á útivelli. 2.8.2007 18:58 Birgir Leifur spilaði á 74 höggum í dag Birgir Leifur Hafþórsson spilaði fyrsta hringinn sinn á Opna rússneska mótinu á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Hann er jafn í 73. sæti níu höggum á eftir efsta manni Svíanum Nilsson sem spilaði á 65 höggum í dag. 2.8.2007 18:19 Reading kaupir miðjumann fyrir metfé Íslendingaliðið Reading hefur fest kaup á Emerse Fae frá Nantes fyrir 2,5 milljónir punda, en það er það mesta sem að félagið hefur borgað fyrir leikmann. Fae er 23 ára miðjumaður frá Fílabeinsströndinni. Íslensku landsliðsmennirnir Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson leika með Reading. 2.8.2007 17:36 Evrópumótið í mýrarknattspyrnu haldið um helgina Evrópumótið í mýrarknattspyrnu verður haldið um helgina á Ísafirði. Þetta er í fjórða sinn sem að mótið verður haldið og verður umgjörðin flottari en nokkru sinni fyrr. Leikið verður á í það minnsta fjórum knattspyrnuvöllum og hafa á þriðja hundrað manns skráð sig. 2.8.2007 17:22 Finnan skrifar undir nýjan samning við Liverpool Varnarmaðurinn Steve Finnan hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Liverpool. Finnan er 31 árs gamall og var keyptur frá Fulham árið 2003 fyrir 3,5 milljónir punda. Finnan var búinn að samþykkja samninginn í síðasta mánuði en gat ekki skrifað undir strax vegna þátttöku Liverpool í Asíubikarnum. 2.8.2007 17:07 Eduardo da Silva fær leikheimild með Arsenal Króatinn Eduardo da Silva hefur fengið heimild til að spila með Arsenal eftir að félagið. Upphaflega stóð til að leikmaðurinn fengi ekki heimild vegna þess að hann hafði ekki spilað 75% af landsleikjum Króatíu síðastliðin tvö ár, en hann lék aðeins 50% leikja á því tímabili. 2.8.2007 16:22 Leik frestað í Rússlandi vegna eldinga Leik hefur verið frestað á Opna Rússneska meistaramótinu vegna eldinga. Birgir Leifur er meðal keppenda á mótinu og er hann á einu höggi yfir pari eftir 11 holur. Hann er búinn að fá fjóra fugla á hringnum, þrjá skolla og einn skramba. 2.8.2007 16:02 Pissilli settur í bann fyrir lyfjanotkun Ítalski golfarinn Allessandro Pissilli hefur verið settur í keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Pissilli greindist jákvæður af sterum á Omnium National mótinu þann 29 júní. Pissilli spilar á Ítalska atvinnumannmótaröðinni gæti hlotið allt að tveggja ára keppnibann fyrir þetta. 2.8.2007 15:37 Joey Barton ákærður fyrir líkamsárás Joey Barton, leikmaður Newcastle, hefur verið ákærður fyrir líkamsárás. Hann er kærður fyrir að berja félaga sinn Ousmane Dabo á æfingu þann 1. maí síðasliðinn þegar hann var leikmaður Manchester City. Barton var handtekinn í maí vegna árásarinnar en sleppt gegn tryggingu. Hann á að mæta fyrir rétt þann 9. ágúst. Dabo endaði á spítala eftir árásina vegna meiðsla á gagnauga, nefi og vörum. 2.8.2007 15:33 City kaupir Brasilíumanninn Elano Manchester City hefur tilkynnt að félagið hafi fest kaup á brasilíska miðjumanninum Elano frá Shakhtar Donetsk. Elano er þriðji leikmaðurinn sem félagið kaupir í dag, því áður hafði félagið tryggt sér þá Javi Garrido og Vedran Corluka. Elano kostar félagið átta milljónir punda og hefur City því eytt nálægt 20 milljónum punda í dag. 2.8.2007 14:52 Keflvíkingar leika í dag síðari leik sinn gegn danska liðinu Midtjylland Keflvíkingar leika í dag síðari leik sinn gegn danska liðinu Midtjylland. Búist er við 10 þúsund áhorfendum á leikinn sem fram fer í Danmörku. Keflvíkingar unnu fyrri leik liðanna sem fram fór fyrir hálfum mánuði í Keflavík. Danirnir náðu þá tveggja marka forystu en Keflvíkingar skoruðu þrjú mörk og unnu mikilvægan 3-2 sigur. 2.8.2007 14:29 KR mætir Häcken í kvöld KR-ingar taka á móti sænska liðinu Häcken í kvöld en þetta er síðari leikur liðanna í fyrstu umferð Evrópukeppninnar. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri viðureign liðanna í Gautaborg fyrir hálfum mánuði. Svíarnir komust í 1-0 eftir 10 mínútna leik, en Guðmundur Pétursson jafnaði metin fyrir KR á 68. mínútu og ættu KR -ingar því að teljast í ágætis málum fyrir leikinn í dag. 2.8.2007 14:24 Sagan heldur áfram með Tevez West Ham framhaldssagan heldur áfram í dag. Ráðgjafar Carlosar Tevez og West Ham funda í dag og reyna að komast að utanréttarsamkomulagi. Takist það ekki verður réttað í málinu þann 22. ágúst. 2.8.2007 14:19 Newcastle og United ná samkomulagi um Alan Smith Newcastle hefur náð samkomulagi um kaupverð á framherjanum Alan Smith. Talið er að Newcastle borgi sex milljónir punda fyrir leikmanninn ef að hann skrifar undir samning við félagið. Smith hefur verið orðaður við Middlesbrough, Everton, West Ham og Sunderland en nú er Newcastle líklegast til að hreppa hnossið. 2.8.2007 14:10 Logi lofar sókndjarfara liði Logi Ólafsson nýráðinn þjálfari KR segir að búast megi við sókndjarfara liði frá stjórnartíð forvera síns. Fyrsta verkefni Loga með KR liðið verður í Evrópukeppni félagsliða á KR velli í kvöld. 2.8.2007 13:50 Amsterdam mótið hefst í dag Hið árlega Amstardam mót í knattspyrnu hefst í dag en mótið er eitt það virtasta á undirbúningstímabili evrópskra knattspyrnuliða. Eins og ávalt er gestgjafinn Ajax og keppa alls fjögur lið um titilinn að venju. 2.8.2007 13:38 Manchester United tapaði fyrir Inter Englandsmeistararnir frá Manchester töpuðu í kvöld fyrir Ítalíumeisturum Inter. Leikurinn fór 3-2 og skoraði Wayne Rooney fyrra mark Manchester áður en Adriano skoraði sjálfsmark með skalla eftir aukaspyrnu frá Christiano Ronaldo. Davis Suazo skoraði tvívegis fyrir Inter og Zlata Ibrahimovic eitt. 1.8.2007 21:36 Sjá næstu 50 fréttir
Úrvalsdeildarlið keyptu sóknarmenn fyrir 163 milljónir punda í sumar. 30 sóknarmenn hafa verið keyptir til úrvalsdeildarliða í sumar og verðið fyrir pakkann er 163,2 milljónir punda eða tæpir 20,8 milljarðar króna. 18 félög í úrvalsdeild hafa keypt sóknarmenn, aðeins Everton og Reading hafa ekki krækt sér í sóknarmann en Everton er þó sagt hafa boðið 11 milljónir í Argentínumanninn Luis Gonzalez sem reyndar er miðjumaður. Enska blaðið Sunday Telegraph greinir frá þessu í dag. 5.8.2007 11:30
Ráðist á Ravelli í Gautaborg Fyrrverandi markvörður sænska landsliðsins í fótbolta, Thomas Ravelli, varð fyrir árás í gær í skemmtigarðinum Liseberg í Gautaborg. Sá sem réðist á Ravelli hafði skömmu áður verið hent út af veitingastaðnum Tyrolen. Fyrir utan rakst hann á Thomas Ravelli og sló til hans. Ravelli komst óskaddaður frá árásinni sem minnir óneitanlega á tilefnislausa árás á landsliðsfyrirliðann Eið Smára Guðjohnsen í Reykjavík í síðustu viku. Ravelli gerir lítið úr atvikinu í samtali við sænska blaðið Expressen. Líkt og landsliðsfyrirliðinn ákvað Ravelli að kæra ekki til lögreglu. 5.8.2007 09:55
Van Persie tryggði Arsenal sigur á Amsterdammótinu Arsenal vann Ajax 1-0 í úrslitaleik Amsterdammótsins. Hollendingurinn Robin van Persie skoraði sigurmarkið 3 mínútum fyrir leikslok. Markið kom eftir frábæran sprett Gael Clichy upp vinstri kantinn. 5.8.2007 09:55
Dean Ashton með fyrsta markið á Upton Park í tæpa 18 mánuði West Ham vann Roma 2-1 í vináttuleik á Upton Park í gær. Fyrrverandi leikmaður Barcelona, Ludovic Giuly kom Roma yfir áður en George McCartney jafnaði metin með föstum skalla á 64. mínútu eftir hornspyrnu Freddy Ljungberg. Dean Ashton skoraði sigurmarkið þremur mínútum síðar en þetta var fyrsta mark hans á Upton Park í tæpa 18 mánuði. Ashton lék ekkert með á síðustu leiktíð vegna öklameiðsla. 5.8.2007 09:54
Veigar Páll og félagar steinlágu Rosenborg burstaði Stabæk 3-0 í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Veigar Páll Gunnarsson lék allan leikinn með Stabæk og fékk að líta gula spjaldið. Brann er í 1. sæti deildarinnar með 32 stig en liðið mætir Valeringa í Osló nú síðdegis. Stabæk er enn í öðru sæti deildarinnar með 29 stig en Viking á möguleika á því að komast í annað sætið með sigri á Sandefjörd í dag. 5.8.2007 09:54
Mótherjar Liverpool töpuðu 3-1 Keppni í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu hófst í gærkvöldi. Toulouse, sem mætir Liverpool í forkeppni meistaradeildar Evrópu, tapaði fyrir Valenciennes. Johan Audel sem gekk í raðir Valenciennes í sumar frá Lille skoraði öll þrjú mörk liðsins. Nicolas Dieuze skoraði eina mark Toulouse. Fjörum leikjum 1. umferðar af 8 lauk með jafntelfi. Lyon hefur titilvörn sína síðar í dag þegar liðið mætir Auxerre. 5.8.2007 09:53
Heimsmeistaramót íslenska hestsins hefst á morgun Heimsmeistaramót Íslenska hestsins byrjar á morgun, mánudag í Hollandi klukkan 8.00 en þá eru fánar dregnir að húni. Klukkan 9.00 hefst svo byggingadómar kynbótahrossa og samkvæmt dagskrá mótsins á mánudagurinn að enda með rólegri kvöldsstund í veislutjaldi. 5.8.2007 09:17
Dyer fer ekki til West Ham Alan Curbishley knattspyrnustjóri West Ham staðfesti við netútgáfu BBC nú áðan að ekkert yrði af kaupum félagsins á Kieron Dyer. Dyer var á leið til West Ham frá Newcastle fyrir 6 milljónir punda. Newcastle hækkaði skyndilega verðið og þá sagði West Ham hingað og ekki lengra. 4.8.2007 19:52
Brynjar skoraði Brynjar Björn Gunnarsson skoraði í dag fyrir Reading þegar liðið vann Wolves 3-2 í æfingaleik á Molineux heimavelli Úlfana í dag. Seyi Olofinjana kom Wolves í 1-0 en Stephen Hunt jafnaði metin. Brynjar kom Reading yfir þegar hann skoraði á 32. mínútu. 4.8.2007 16:57
Keypti leikmenn fyrir 5 milljarða án þess að sjá þá spila Knattspyrnustjóri Manchester City, Sven Göran Eriksson, hefur verið duglegur að kaupa leikmenn undanfarna daga. Hann er búinn að kaupa leikmenn fyrir tæpa 5 milljarða króna og marga þeirra hefur enn hann ekki séð spila. Sven Göran viðurkennir að hann hafi kíkt á myndbandsspólur og séð til leikmanna þar en ekki séð þá í leik. 4.8.2007 16:00
Rangers byrjar vel Keppni í skosku úrvalsdeildinni hófst í dag. Glasgow Rangers, sem hefur 51 sinni orðið Skotlandsmeistari byrjaði á því að vinna Inverness Caledonian 3-0 á útivelli. Fyrirliðinn Barry Ferguson skoraði tvö markanna og Spánverjinn Nacho Novo eitt. Skotlandsmeistarar Glasgow Celtic hefja titilvörn sína á morgun en þá mætir liðið Kilmarnock á heimavelli. 4.8.2007 16:00
Leeds byrjar með 15 stig í mínus Hið fornfræga fótboltafélag Leeds United fékk í gær heimild til þess að hefja leik í 3. efstu deild á Englandi. Leiktíðin hefst eftir viku en Leeds byrjar boltasparkið með 15 stig í mínus. 4.8.2007 15:00
Teves ódýrasti framherjinn Darren Bent sóknarmaður Charlton var seldur til Tottenham fyrir 16 milljónir punda. Það er átta sinnum hærri upphæð en West Ham fær fyrir Carlos Teves. Enn liggur ekki fyrir hvað Manchester United þarf að borga fyrir Argentínumanninn en nokkrir sóknarmenn hafa verið keyptir til liða í ensku úrvalsdeildinni í sumar fyrir miklu hærri fjárhæð en 2 milljónir punda. 4.8.2007 14:53
Knattspyrnustjóri Sheffield United ósáttur við kaupverð á Carlos Teves Neil Warnock knattspyrnustjóri Sheffield United er allt annaður en ánægður með þá niðurstöðu að West Ham fái 2 milljónir punda fyrir Teves. Warnock skilur ekki hvers vegna 30 milljón punda leikmaður kostar ekki meira og telur að maðkur sé í mysunni. 4.8.2007 14:49
Róbert Gunnarsson frá í mánuð Róbert Gunnarsson, landsliðsmaðurinn í handbolta, fer á mánudag í aðgerð vegna meiðsla í liðþófa og þarf að hvíla í 3-4 vikur. Róbert sem leikur með Gummersbach í Þýskalandi framlengdi í maí samning sinn við félagið til ársins 2009. 4.8.2007 14:45
Vissi ekki að hann hefði skorað Paulo José de Oliveiera, brasilíski framherjinn hjá Häcken sem skoraði sigurmarkið gegn KR í Evrópuleiknum á fimmtudaginn, missti meðvitund í rúma mínútu þegar hann lenti í samstuði við markvörð KR. Hann var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. 4.8.2007 14:15
Spilar með KR í vetur ef ekkert breytist Helgi Már Magnússon, landsliðsmaður í körfubolta, gæti vel hugsað sér að spila með Íslandsmeisturum KR á næsta tímabili ef hann fær ekki freistandi tilboð erlendis frá. 4.8.2007 07:30
Hataði Benitez Neil Warnock, fyrrum stjóri Sheffield United, lýsir því í nýútkominni ævisögu sinni hversu mikið hann hataði kollega sinn hjá Liverpool, Rafael Benitez, eftir lokasprett síðasta tímabils. Liverpool tapaði fyrir Fulham í næstsíðustu umferð deildarinnar og segir Warnock að þau úrslit hefðu orðið Sheffield að falli. 4.8.2007 07:00
Sýnd veiði en ekki gefin Andstæðingar ensku liðanna Liverpool og Arsenal í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu eru með þeim erfiðari sem hægt var að dragast á móti. Sigurvegarnir úr einvígi FH og FC Bate mætir Zaglabie Lubin eða Staua Búkarest. 4.8.2007 06:30
Van Gaal líkir tilboði Middlesbrough við þjórfé Louis van Gaal, knattspyrnustjóri AZ Alkmaar, hefur engan áhuga á að missa íslenska bakvörðinn Grétar Rafn Steinsson frá félaginu fyrir eitthvað klink, eins og hann orðaði það sjálfur í samtali við enska fjölmiðla í gær. Van Gaal gerði lítið úr nýlegu tilboði Middlesbrough í leikmanninn og líkti því við þjórfé. 4.8.2007 06:00
Verð að fara að skora fyrir Breiðablik Fanndís Friðriksdóttir 17 ára stelpa úr Breiðabliki varð markahæsti leikmaður Evrópumóts 19 ára landsliða kvenna sem fram fór hér á landi og lauk með sigri Þjóðverja um síðustu helgi. Fanndís skoraði jafnmörg mörk og þær Mary-Laure Delie hjá Frakklandi og Ellen White hjá Englandi en lék færri leiki en þær báðar. 4.8.2007 05:30
Eiður telur sig eiga góða möguleika Enskir fjölmiðlar héldu áfram að bendla Eið Smára Guðjohnsen við sölu til West Ham í gær eftir að Íslendingafélagið samþykkti tveggja milljón króna greiðslu frá umboðsmanninum Kia Joorabchian til að losa argentínska framherjann Carlos Tevez undan samningi við félagið. 4.8.2007 05:00
Alex fær atvinnuleyfi á Englandi Brasilíumanninum Alex hefur verið veitt atvinnuleyfi á Englandi og getur því gengið til liðs við Chelsea. Chelsea hefur lengi beðið eftir að fá leikmanninn frá PSV og getur nú loks reynt að semja við varnarmanninn sterka. 2.8.2007 21:19
KR úr leik eftir tap á heimavelli KR tapaði í kvöld fyrir sænska liðinu Häcken í Frostaskjóli. Leikurinn fór 1-0 fyrir gestina og þar með er KR úr leik í Evrópukeppni félagsliða þar sem fyrri leikurinn fór 1-1 í Svíþjóð. KR-ingar spiluð góðan bolta en voru óheppnir að fá á sig mark þegar aðeins 7 mínútur voru til leiksloka. KR hefði nægt markalaust jafntefli til að komast áfram. Þetta var fyrsti leikur Loga Ólafssonar sem þjálfari KR. 2.8.2007 20:49
Frank Lampard er tábrotinn Miðjumaðurinn Frank Lampard hjá Chelsea er tábrotinn á vinstri fæti og verður frá keppni á næstunni, en ekki er vitað hversu lengi hann verður frá. Talið er að táin hafi brotnað á fyrstu æfingu Chelsea í Bandaríkjunum fyrir þremur vikum, en það var ekki fyrr en í dag sem að hann fór í röntgenmyndatöku og í ljós kom að táin væri brotin. 2.8.2007 20:36
Tevez-málinu loksins að ljúka? Búist er við því að forráðamenn West Ham muni tilkynna á morgun að þeir hafi samþykkt að leysa Carlos Tevez undan samningi. Það þýðir að nánast er öruggt að kappinn fari til Manchester United áður en leikmannaglugginn lokar. 2.8.2007 20:04
Ármann Smári og Kristján Örn skoruðu í sigri Brann Norska liðið Brann sigraði Camarthen Town 6-3 í undankeppni Evrópukeppni félagsliða í dag. Brann vann fyrri leikinn 8-0 og því samanlagt 14-3 eftir leikina tvo. Ármann Smári Björnsson og Kristján Örn Sigurðsson skoruðu sitthvort markið fyrir Brann, en þeir skoruðu einnig báðir í fyrri leiknum. 2.8.2007 19:30
Arsenal vann Lazio Arsenal byrjaði vel á Amsterdam mótinu í dag en liðið sigraði Lazio með tveimur mörkum gegn engu. Daninn Nicklas Bendtner kom skyttunum yfir á 18. mínútu með góðu marki. Goran Pandev jafnaði fyrir Lazio á 25. mínútu en Króatinn Eduardo da Silva tryggði Lundúnaliðinu sigur með góðu skallamarki á 54. mínútu eftir hornspyrnu. 2.8.2007 19:14
Keflavík tapaði í Danmörku og er fallið úr leik Keflavík tapaði fyrir FC Midtjylland í dag 2-1 í seinni leik liðanna í undankeppni Evrópukeppni félagsliða. Keflavík vann fyrri leikinn á heimavelli 3-2 og staðan því samanlagt 4-4 eftir leikina tvo. Keflavík er þar með dottið úr leik því að FC Midtjylland skoraði fleiri mörk á útivelli. 2.8.2007 18:58
Birgir Leifur spilaði á 74 höggum í dag Birgir Leifur Hafþórsson spilaði fyrsta hringinn sinn á Opna rússneska mótinu á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Hann er jafn í 73. sæti níu höggum á eftir efsta manni Svíanum Nilsson sem spilaði á 65 höggum í dag. 2.8.2007 18:19
Reading kaupir miðjumann fyrir metfé Íslendingaliðið Reading hefur fest kaup á Emerse Fae frá Nantes fyrir 2,5 milljónir punda, en það er það mesta sem að félagið hefur borgað fyrir leikmann. Fae er 23 ára miðjumaður frá Fílabeinsströndinni. Íslensku landsliðsmennirnir Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson leika með Reading. 2.8.2007 17:36
Evrópumótið í mýrarknattspyrnu haldið um helgina Evrópumótið í mýrarknattspyrnu verður haldið um helgina á Ísafirði. Þetta er í fjórða sinn sem að mótið verður haldið og verður umgjörðin flottari en nokkru sinni fyrr. Leikið verður á í það minnsta fjórum knattspyrnuvöllum og hafa á þriðja hundrað manns skráð sig. 2.8.2007 17:22
Finnan skrifar undir nýjan samning við Liverpool Varnarmaðurinn Steve Finnan hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Liverpool. Finnan er 31 árs gamall og var keyptur frá Fulham árið 2003 fyrir 3,5 milljónir punda. Finnan var búinn að samþykkja samninginn í síðasta mánuði en gat ekki skrifað undir strax vegna þátttöku Liverpool í Asíubikarnum. 2.8.2007 17:07
Eduardo da Silva fær leikheimild með Arsenal Króatinn Eduardo da Silva hefur fengið heimild til að spila með Arsenal eftir að félagið. Upphaflega stóð til að leikmaðurinn fengi ekki heimild vegna þess að hann hafði ekki spilað 75% af landsleikjum Króatíu síðastliðin tvö ár, en hann lék aðeins 50% leikja á því tímabili. 2.8.2007 16:22
Leik frestað í Rússlandi vegna eldinga Leik hefur verið frestað á Opna Rússneska meistaramótinu vegna eldinga. Birgir Leifur er meðal keppenda á mótinu og er hann á einu höggi yfir pari eftir 11 holur. Hann er búinn að fá fjóra fugla á hringnum, þrjá skolla og einn skramba. 2.8.2007 16:02
Pissilli settur í bann fyrir lyfjanotkun Ítalski golfarinn Allessandro Pissilli hefur verið settur í keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Pissilli greindist jákvæður af sterum á Omnium National mótinu þann 29 júní. Pissilli spilar á Ítalska atvinnumannmótaröðinni gæti hlotið allt að tveggja ára keppnibann fyrir þetta. 2.8.2007 15:37
Joey Barton ákærður fyrir líkamsárás Joey Barton, leikmaður Newcastle, hefur verið ákærður fyrir líkamsárás. Hann er kærður fyrir að berja félaga sinn Ousmane Dabo á æfingu þann 1. maí síðasliðinn þegar hann var leikmaður Manchester City. Barton var handtekinn í maí vegna árásarinnar en sleppt gegn tryggingu. Hann á að mæta fyrir rétt þann 9. ágúst. Dabo endaði á spítala eftir árásina vegna meiðsla á gagnauga, nefi og vörum. 2.8.2007 15:33
City kaupir Brasilíumanninn Elano Manchester City hefur tilkynnt að félagið hafi fest kaup á brasilíska miðjumanninum Elano frá Shakhtar Donetsk. Elano er þriðji leikmaðurinn sem félagið kaupir í dag, því áður hafði félagið tryggt sér þá Javi Garrido og Vedran Corluka. Elano kostar félagið átta milljónir punda og hefur City því eytt nálægt 20 milljónum punda í dag. 2.8.2007 14:52
Keflvíkingar leika í dag síðari leik sinn gegn danska liðinu Midtjylland Keflvíkingar leika í dag síðari leik sinn gegn danska liðinu Midtjylland. Búist er við 10 þúsund áhorfendum á leikinn sem fram fer í Danmörku. Keflvíkingar unnu fyrri leik liðanna sem fram fór fyrir hálfum mánuði í Keflavík. Danirnir náðu þá tveggja marka forystu en Keflvíkingar skoruðu þrjú mörk og unnu mikilvægan 3-2 sigur. 2.8.2007 14:29
KR mætir Häcken í kvöld KR-ingar taka á móti sænska liðinu Häcken í kvöld en þetta er síðari leikur liðanna í fyrstu umferð Evrópukeppninnar. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri viðureign liðanna í Gautaborg fyrir hálfum mánuði. Svíarnir komust í 1-0 eftir 10 mínútna leik, en Guðmundur Pétursson jafnaði metin fyrir KR á 68. mínútu og ættu KR -ingar því að teljast í ágætis málum fyrir leikinn í dag. 2.8.2007 14:24
Sagan heldur áfram með Tevez West Ham framhaldssagan heldur áfram í dag. Ráðgjafar Carlosar Tevez og West Ham funda í dag og reyna að komast að utanréttarsamkomulagi. Takist það ekki verður réttað í málinu þann 22. ágúst. 2.8.2007 14:19
Newcastle og United ná samkomulagi um Alan Smith Newcastle hefur náð samkomulagi um kaupverð á framherjanum Alan Smith. Talið er að Newcastle borgi sex milljónir punda fyrir leikmanninn ef að hann skrifar undir samning við félagið. Smith hefur verið orðaður við Middlesbrough, Everton, West Ham og Sunderland en nú er Newcastle líklegast til að hreppa hnossið. 2.8.2007 14:10
Logi lofar sókndjarfara liði Logi Ólafsson nýráðinn þjálfari KR segir að búast megi við sókndjarfara liði frá stjórnartíð forvera síns. Fyrsta verkefni Loga með KR liðið verður í Evrópukeppni félagsliða á KR velli í kvöld. 2.8.2007 13:50
Amsterdam mótið hefst í dag Hið árlega Amstardam mót í knattspyrnu hefst í dag en mótið er eitt það virtasta á undirbúningstímabili evrópskra knattspyrnuliða. Eins og ávalt er gestgjafinn Ajax og keppa alls fjögur lið um titilinn að venju. 2.8.2007 13:38
Manchester United tapaði fyrir Inter Englandsmeistararnir frá Manchester töpuðu í kvöld fyrir Ítalíumeisturum Inter. Leikurinn fór 3-2 og skoraði Wayne Rooney fyrra mark Manchester áður en Adriano skoraði sjálfsmark með skalla eftir aukaspyrnu frá Christiano Ronaldo. Davis Suazo skoraði tvívegis fyrir Inter og Zlata Ibrahimovic eitt. 1.8.2007 21:36