Fótbolti

Mótherjar Liverpool töpuðu 3-1

Keppni í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu hófst í gærkvöldi. Toulouse, sem mætir Liverpool í forkeppni meistaradeildar Evrópu, tapaði fyrir Valenciennes. Johan Audel sem gekk í raðir Valenciennes í sumar frá Lille skoraði öll þrjú mörk liðsins. Nicolas Dieuze skoraði eina mark Toulouse. Fjörum leikjum 1. umferðar af 8 lauk með jafntelfi. Lyon hefur titilvörn sína síðar í dag þegar liðið mætir Auxerre.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×