Fleiri fréttir

Casper gerir samning við Breiðablik út 2008

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur framlengt samning við markvörðinn Casper Jacobsen sem verið hefur hjá félaginu frá því í byrjun júní þar sem Hjörvar Hafliðason þurfti að gangast undir aðgerð vegna meiðsla. Samningurinn gildir út keppnistímabilið 2008.

City að kaupa króatískan varnarmann fyrir 8,7 milljónir punda?

Samkvæmt fréttamiðlum í Króatíu hefur Manchester City náð samkomulagi við Dinamo Zagreb um kaup á varnarmanninum Vedran Corluka. Kaupverðið er talið vera um 8,7 milljónir punda. Corluka þarf þó að fá atvinnuleyfi áður en gengið er frá kaupunum.

United býst við að fá Beattie

Bryan Robson, framkvæmdastjóri Sheffield United, er vongóður um að framherjinn James Beattie samþykki að ganga til liðs við Sheffield frá Everton eftir að samingsviðræður þeirra á milli áttu sér stað. Liðin hafa samþykkt kaupverð á kappanum, en Everton er talið fá um fjórar milljónir punda fyrir framherjann.

Nesta hættur með landsliðinu

Ítalski varnarmaðurinn Alessandro Nesta hefur tilkynnt að hann sé hættur að spila fyrir landsliðið. Nesta, sem er 31 árs gamall, vann meistardeildina á síðasta tímabili með AC Milan eftir sigur á Liverpool, og hann var einnig hluti af landsliði Ítala sem urðu heimsmeistarar síðasta sumar.

Einn leikur í Landsbankadeild kvenna í kvöld

Einn leikur verður leikinn í 9. umferð Landsbankadeildar kvenna í kvöld. Breiðablik heimsækir KR í vesturbæinn og hefst leikurinn klukkan 17:30. KR er í öðru sæti deildarinnar og Breiðablik í því þriðja en talsverður munur er á liðunum í stigafjölda. Leikurinn er mjög þýðingamikill fyrir KR því að með sigri komast þær við hlið Vals á toppi deildarinnar.

Birgir Leifur í baráttunni í Rússlandi þessa vikuna

Birgir Leifur Hafþórsson heldur áfram baráttunni sinni á evrópsku mótaröðinni þessa vikuna þegar hann spilar í Rússlandi. Hann hefur lækkað um 21 sæti á peningalistanum og er hann kominn í 177. sæti.

Gallas vill verða næsti fyrirliði Arsenal

Franski varnarmaðurinn William Gallas segist vilja verða næsti fyrirliði Arsenal. Arsene Wenger, framkvæmdastjóri klúbbsins, hefur nefnt Gallas sem einn af þeim þremur sem koma til greina til að taka við fyrirliðabandinu frá Thierry Henry sem gekk til liðs við Barcelona fyrr í sumar, en Gilberto Silva og Kolo Toure koma einnig til greina.

City nær samkomulagi við Juventus um kaupverð á Bojinov

Manchester City hefur náð samkomulagi við Fiorentina um kaupverð á búlgarska framherjanum Valeri Bojinov. Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum borgar City 5,7 milljónir fyrir kappann. Bojinov, sem er aðeins 21 árs gamall, gekk til liðs við Fiorentina frá Lecce árið 2005 fyrir 10 milljónir punda, en þar fékk hann lítið að spila.

Alan Curbishley áhugasamur um Smith

Alan Curbishley, framkvæmdastjóri West Ham, hefur nú hafið viðræður við framherjann Alan Smith hjá Manchester United, í von um að krækja loksins í leikmanninn en Smith hefur verið lengi undir smásjá West Ham. Alan Smith er þó talinn vilja vera áfram á Old Trafford en hann hann getur nú valið á milli fjögurra liða eða Middlesbrough, Newcastle, Everton og nú West Ham.

Bikarmót Norðurlands 2007

Bikarmót Norðurlands 2007 í hestaíþróttum verður haldið við Hringsholt í Svarfaðardal föstudaginn 17. og laugardaginn 18. ágúst nk. þar sem etja kappi knapar og hestar af Norður- og Austurlandi. Um er að ræða sveitakeppni, þar sem keppt er í öllum helstu greinum hestaíþrótta.

Kevin Garnett til Boston Celtics

NBA stjörnuleikmaðurinn Kevin Garnett, hefur verið seldur til Boston Celtics, en þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í gær. Garnett hefur leikið með Minnesota Timberwolves síðastliðin 12 tímabil og var meðal annars kjörinn besti leikmaður deildarinnar árið 2004.

Gunnar Heiðar skoraði gegn Real Madrid

Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði þegar Hannover sigraði Real Madrid í vináttuleik í kvöld, 3-0. Gunnar Heiðar skoraði annað markið í leiknum á 63. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður, en hann hefur verið á skotskónum á undirbúningstímabilinu og var þetta fjórða markið sem að hann skorar í mánuðinum. 49 þúsund áhorfendur voru á leiknum.

Íslendingaliðin stóðu sig vel um helgina á æfingamóti

Leikið var í Hummel Charity Cup um helgina í Þýskalandi, en mótið er sex liða æfingamót. Þrjú úrvalsdeildarlið frá Þýskalandi, eitt frá Danmörku og tvö þýsk neðrideildarlið tóku þátt. Flensborg-Handewitt, lið Alexander Petterson og Einars Hólmgeirssonar, vann mótið eftir að hafa sigrað Lemgo, lið Loga Geirssonar, í úrslitaleiknum, 21-15.

Tottenham kaupir Boateng frá Hertha Berlin

Tottenham hefur tryggt sér hinn tvítuga Þjóðverja Kevin-Prince Boateng frá Hertha Berlin. Tottenham hefur verið á eftir leikmanninum í nokkurn tíma en hafa nú haft betur í kapphlaupi við önnur lið. Boateng er af mörgum talinn einn besti ungi miðjumaðurinn í Evrópu. Kaupverðið er talið vera um 5,4 milljónir punda.

Manchester United selur Rossi til Villareal

Manchester United hefur selt ítalska framherjann Giuseppe Rossi til spænska liðsins Villareal. Mikið hefur verið rætt um framtíð Rossi á Old Trafford í kjölfar þess að hann stóð sig mjög vel hjá Parma á síðasta tímabili þar sem hann var á láni. Rossi á eftir að gangast undir læknisskoðun en talið er að gengið verði frá kaupunum í lok vikunnar. Villareal borgar um 6,7 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Stuðningsmenn West Ham ánægðir með að Eiður sé orðaður við félagið

Stuðningsmenn West Ham hafa keppst um að lofa Eið Smára Guðjohnsen á stuðningsmannasíðum sínum á vefnum í dag í kjölfar frétta sem bárust í gær um að landsliðsfyrirliðinn væri opinn fyrir að ganga til liðs við West Ham. Þegar rýnt er í skoðanir þeirra sést að þeir sjá Eið Smára sem heimsklassaleikmann sem væri kjörinn fyrir liðið.

Eiður Smári fer ekki til Asíu með Barcelona

Eiður Smári Guðjohnsen mun ekki ferðast með Barcelona til Asíu í æfingaferð vegna meiðsla á hné. Landsliðsfyrirliðinn missti einnig af æfingaferð Barcelona til Skotlands í síðustu viku. Carlos Puyol og Edmílson eru einnig meiddir og fara því ekki með til Asíu. Þar að auki eru Lionel Messi, Rafa Márques og Gabi Milito enn í frí vegna þátttöku þeirra í Suður-Ameríkukeppninni.

Brasilía sækir um að halda heimsmeistaramótið árið 2014

Brasilíska knattspyrnusambandið hefur sótt um að fá að halda lokakeppni heimsmeistaramótsins árið 2014. Sambandið skilaði 900 blaðsíðna skýrslu til FIFA í morgun en neitaði að svara spurningum fjölmiðla. Brasilía er eina landið sem sótt hefur um að halda keppnina, en Kólumbía hefur dregið sína beiðni til baka.

Smith í viðræðum við Newcastle

Framherjinn Alan Smith hjá Manchester City er talinn vera í viðræðum við Newcastle um að leikmaðurinn gangi til liðs við félagið. Smith er sagður hafa hafnað Middlesbrough, en Sunderland, Everton og West Ham eru sögð vera á eftir leikmanninum.

Aston Villa fær varnarmann frá Bandaríkjunum

Aston Villa hefur tryggt sér þjónustu bandaríska varnarmannsins Eric Lichaj. Lichaj er 18 ára gamall og spilaði með háskólanum í North Carolina. Leikmaðurinn heillaði Martin O´Neill, framkvæmdastjóra Aston Villa, upp úr skónum þegar hann lék með U17 og U20 ára liðum Bandaríkjanna, og skrifaði í framhaldi af því undir tveggja ára samning.

Bolton kaupir norskan kantmann frá Rosenborg

Norski kantmaðurinn Daniel Braaten hefur samþykkt að ganga til liðs við Heiðar Helguson og félaga í Bolton. Bolton borgar Rosenborg 425 þúsund pund fyrir þennan 25 ára leikmann. Nokkrir enskir og franskir klúbbar voru á eftir leikmanninum en Bolton sigraði kapphlaupið.

Juventus neitar tilboði City í Chiellini

Manchester City hefur mistekist að landa ítalska U21 landsliðsmanninnum Giorgio Chiellini frá Juventus. Giovanni Cobolli Gigli, forseti Juventus staðfestir að Juventus hafi hafnað tilboði City. Leikmaðurinn hefur ekki farið leynt með þrá sína fyrir að spila á Englandi en Gigli segir að hann verði ekki seldur.

Deco vill vinna aftur með Mourinho

Miðjumaðurinn Deco hjá Barcelona hefur gefið það út að hann myndi langa að vinna með José Mourinho, framkvæmdastjóra Chelsea. Deco var einn af lykilmönnum Porto þegar liðið varð Evrópumeistari undir stjórn Mourinho. Orðrómur hefur verið á kreiki að Barcelona vilji losna við leikmanninn vegna komu Thierry Henry í liðið.

Atletico Madrid klófestir Reyes

Atletico Madrid hefur staðfest að þeir hafi nælt sér í Jose Antonio Reyes frá Arsenal. Spænski framherjinn hefur ekki farið leynt með að hann vilji spila í heimalandinu eftir vonbrigði á Englandi með Arsenal, en hann var á láni hjá Real Madrid á síðasta tímabili. Á vefsíðu Skysports kemur fram að Reyes muni skrifa undir fjögurra ára samning við félagið og kaupverðið er talið vera um 8,1 milljón punda.

Margrét Lára með sex mörk gegn ÍR

Valur valtaði yfir ÍR í kvöld í Landsbankadeild kvenna, 10-0. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sex marka Vals, þar af tvö úr vítaspyrnum. Guðný Björk Óðinsdóttir skoraði tvö og þær Vanja Stefanovic og Dóra María Lárusdóttir sitt markið hvor.

Stefán með tvö í sigri á Ljungskile

Stefán Þórðarson skoraði bæði mörk Norrkoping í 2-0 sigri gegn Ljungskile í næstefstu deild í Svíþjóð. Stefán skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleik. Stefán var ásamt Garðari Gunnlaugssyni í byrjunarliðinu en Garðar var tekinn út af í fyrri hálfleik. Norrkoping er sem fyrr í efsta sæti deildarinnar með 41 stig eftir 16 leiki, 12 siga forskot á GIF Sundsvall sem er í öðru sæti.

Pele vill að Beckham einbeiti sér að knattspyrnunni

Knattspyrnugoðsögnin Pele ítrekar það við David Beckham að hann eigi að hætta að lifa þessu glamúrlífi og einbeita sér að knattspyrnunni. Beckham hefur verið mikið í sviðsljósinu upp á síðkastið eftir að hann samþykkti að ganga til liðs við LA Galaxy.

U17: Strákarnir töpuðu gegn Englendingum

Ísland tapaði í dag í fyrsta leik sínum á Norðurlandamóti U17 karla fyrir Englendingum. Leikurinn fór 2-0 og skoruðu Englendingar bæði mörk sín í seinni hálfleik með stuttu millibili. Strákarnir mæta Svíum á morgun klukkan 13:00. Mótið fer fram í Danmörku.

Teitur rekinn frá KR

Teitur Þórðarson hefur verið rekinn frá KR og Logi Ólafsson fyrrverandi landsliðsþjálfari tekur við liðinu og stjórnar sinni fyrstu æfingu klukkan 18:30. KR-ingar eru í neðsta sæti Landsbankadeildarinnar, aðeins með 7 stig eftir 11 umferðir. Teitur skrifaði upphaflega undir fimm ára samning við KR-Sport.

Arnór: Eiður er opinn fyrir að ganga til liðs við West Ham

Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára Guðjohnsen, segir að sonur sinn væri áhugasamur um að ganga til liðs við West Ham. Eiður hefur verið sterklega orðaður við West Ham í sumar. Eftir að Barcelona keypti Thierry Henry fyrr í sumar er ljóst að Eiður hefur færst aftar í goggunarröðina.

Furyk fór holu í höggi og sigraði í Kanada annað árið í röð

Bandaríkjamaðurinn Jim Furyk varði titil sinn í Kanada um helgina. Hann fór holu í höggi á fjórðu holunni og komst þá í forystu sem hann lét ekki af hendi. Hann spilaði á 64 höggum á síðasta hring og endaði mótið 16 höggum undir pari og var einu höggi á undan Vijay Singh. Fyrir 13. sigur sinn á mótaröðinni fékk hann 900.000 dollara.

Fabregas aðaltakmark Real Madrid fyrir næsta tímabil?

Aðaltakmark Real Madrid á næsta tímabili gæti orðið að klófesta Cesc Fabregas frá Arsenal. Real Madrid hefur oft lýst yfir áhuga sínum á miðjumanninum. Ramon Calderon, forseti félagsins, lofaði stuðningsmönnum Madrid að hann myndi fá Fabregas, Kaká og Arjen Robben til liðsins þegar hann bauð sig fram til forseta, en hann hefur ekki staðið við það hingað til.

Astana rekur Vinokourov

Kasakski hjólreiðakappinn, Alexander Vinokourov, hefur verið rekinn endanlega úr Astana hjólreiðaliðinu. Vinokourov var fyrirliði liðsins á Tour de France, en var vísað úr keppni eftir að ólögleg lyf fundist í blóði hans þann 21. júlí síðastliðinn.

Ghaly skrifar undir hjá Birmingham

Egypski miðjumaðurinn Hossam Ghaly hefur skrifað undir þriggja ára samning við Birmingham. Birmingham borgar Tottenham 3 milljónir punda fyrir þennan 25 ára gamla leikmann. Steve Bruce, framkvæmdastjóri Birmingham, hefur nú keypt átta leikmenn til liðsins í sumar, en Birmingham komst upp úr næstefstu deild á Englandi á síðasta tímabili.

Nicola Zigic vinsæll í Evrópu

Nicola Zigic, serbneski framherjinn hjá Racing Santander, er vinsæll á meðal liða víðs vegar um Evrópu. Fenerbache og Manchester City höfðu bæði lýst yfir áhuga sínum á kappanum og nú hefur Werder Bremen bæst í hópinn.

Lenka Ptácníková Norðurlandameistari kvenna í skák

Íslenska skákkonan, Lenka Ptácníková, tryggði sér í dag Norðurlandameistaratitil kvenna í skák með sigri á norsku skákkonunni Torill Skytte. Með sigrinum varði Lenka ennfremur Norðurlandameistaratitilinn sem hún vann í Finnlandi árið 2005.

FH-ingar með fimm stiga forskot eftir sigur á Keflavíkingum

FH-ingar juku forskot sitt á toppi Landsbankadeildarinnar þegar þeir sigruðu Keflvíkinga í Kaplakrika í dag með þremur mörkum gegn tveimur. FH er nú með fimm stiga forskot á Val sem er í öðru sæti. Keflvíkingar eru í fjórða sæti með 18 stig.

Blackburn kaupir Santa Cruz frá Bayern

Enska knattspyrnuliðið Blackburn Rovers hefur gengið frá kaupum á sóknarleikmanninum Roque Santa Cruz frá þýska liðinu Bayern München. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Landsbankadeild kvenna: Toppliðin sigruðu örugglega

Fjórir leikir voru leiknir í Landsbankadeild kvenna í kvöld. KR og Valur sitja enn á toppi deildarinnar eftir stóra sigra á andstæðingum sínum. Hins vegar sitja Fylkir og Þór/KA enn á botni deildarinar eftir að hafa tapað sínum leikjum.

Björgvin á 3 högg á Örn Ævar þegar mótið er hálfnað

Björgvin Sigurbergsson úr GK hefur þriggja högga forystu í karlaflokki þegar Íslandsmótið á Hvaleyrinni er hálfnað. Hann lék hringinn í dag á 70 höggum, eða einu höggi undir pari og er samtals á 138 höggum, eða 4 höggum undir pari.

Skagamenn hafa innbyrgt 13 stig af síðustu 15 mögulegum

Skagamenn hafa innbyrgt 13 stig af síðustu 15 mögulegum í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. ÍA vann öruggan sigur á HK þegar liðin áttust við í 11. umferð deildarinnar í gær. Skagamenn eru nú í þriðja sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Keflavík.

Southgate ætlar sér að fá Smith

Gareth Southgate, framkvæmdastjóri Middlesbrough, ætlar að gera tilraun til að klófesta framherjann Alan Smith þegar hann kemur heim úr æfingaferð Manchester United í Asíu. Sir Alex Ferguson hefur gefið sterklega í skyn að leikmaðurinn muni yfirgefa United í sumar og það gefur Southgate von.

Fjórir leikir í Landsbankadeild kvenna í kvöld

Fjórir leikir fara fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Fylkir fær Breiðablik í heimsókn, KR tekur á móti Keflavík, Stjarnan tekur á móti ÍR og Valur mætir Þór/KA á Akureyri. Valur og KR eru á toppi deildarinnar með 19 stig eftir 7 leiki, en Þór/KA og Fylkir eru á botninum með 3 stig eftir 7 leiki. Leikirnir hefjast klukkan 19:15.

Henry segir Ljungberg hafa rétt á að gera það sem hann vill

Thierry Henry segir að fyrrverandi félagi sinn hjá Arsenal, Freddie Ljungberg, sé fullorðinn maður og hafi rétt á hafa sínar skoðanir. Ljungberg yfirgaf Arsenal fyrir skömmu til að ganga til liðs við West Ham og segist efast um metnað Arsenal. Ljungberg sagði einnig að brottför Henry til Barcelona hafi opnað augu sín og þá hafi hann ákveðið að yfirgefa klúbbinn.

Martins: Ég er ekki að fara neitt

Framherjinn Obafemi Martins segist vera mjög ánægður hjá Newcastle og að hann sé ekki á leiðinni frá félaginu. Arsenal hefur mikinn áhuga á Martins og Arsene Wenger hefur greint frá því að hann hafi mikið álit á leikmanninum, en Martins skoraði 17 mörk á sínu fyrsta tímabili fyrir Newcastle.

Sjá næstu 50 fréttir