Handbolti

Róbert Gunnarsson frá í mánuð

Róbert á góðri stund með félaga sínum í Gummersbach
Róbert á góðri stund með félaga sínum í Gummersbach

Róbert Gunnarsson, landsliðsmaðurinn í handbolta, fer á mánudag í aðgerð vegna meiðsla í liðþófa og þarf að hvíla í 3-4 vikur. Róbert sem leikur með Gummersbach í Þýskalandi framlengdi í maí samning sinn við félagið til ársins 2009.



Annar leikmaður Gummersbach, Vedran Zrnic, þarf einnig í uppskurð og verður frá í 6 vikur.

Keppni í þýsku úrvalsdeildinni hefst í lok ágúst en fyrsti leikur Gummersbach verður við nýliðana í Rhein-Neckar-Löwen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×