Fleiri fréttir

Hamilton spenntur fyrir næstu helgi

Lewis Hamilton segir það vera frábæra tilfinningu að vita það að hann sé stigahæsti ökuþórinn á tímabilinu þegar hann tekur þátt í breska kappakstrinum í Silverstone um næstu helgi.

Luis Garcia nálgast Atletico Madrid

Luis Garcia, miðjumaður Liverpool, er alveg að því kominn að skrifa undir samning við Atletico Madrid í heimalandi sínu. Umboðsmaður hans staðfestir þetta. „Við erum að vinna í því að Garcia fari frá Liverpool til Atletico," sagði hinn 29 ára umboðsmaður, Manuel Garcia Quillon við PA sport.

Leikir dagsins hér heima

Þrír leikir verða í kvöld í landsbankadeild kvenna. KR mætir ÍR, Fylkir tekur á móti Val og Keflavík mætir Fjölnisstúlkum á Fjölnisvelli. Heil umferð verður leikin í 1. deild karla.

Birgir Leifur kemst ekki inn á Opna breska

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, komst ekki inn í forkeppnina fyrir Opna breska Meistaramótið. Hann skráði sig í forkeppnina en var fimmti á biðlista inn í mótið, en þar leika margir af sterkustu kylfingum Evrópu.

Arnór: Eiður vill sanna sig hjá Barca

Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára Guðjohnsen, segir að sonur sinn ætli sér að berjast fyrir sæti sínu í liði fyrrverandi Evrópu- og Spánarmeistaranna í Barcelona. Mikið hefur verið talað um framtíð Eiðs Smára og virðast flestir telja að framtíð hans hjá Barcelona sé ráðin, sérstaklega eftir komu Thierry Henry frá Arsenal.

KSÍ veitir viðurkenningar í Landsbankadeild kvenna

KSÍ tilkynnti í dag um viðurkenningar fyrir 1.-6. umferð í Landsbankadeild kvenna. Valið hefur verið lið umferðanna, besti leikmaðurinn og besti þjálfarinn, auk þess sem Landsbankinn verðlaunaði besta stuðningsliðið.

Fowler á milli starfa

Robbie Fowler hefur viðurkennt að hann hafi ekki fengið nein tilboð eftir að hafa yfirgefið Liverpool í vor. Rafa Benitez, framkvæmdastjóri Liverpool, sá ekki ástæðu til að bjóða Fowler nýjan samning þrátt fyrir að hann hafi skorað 7 mörk á síðasta tímabili.

Robinho með þrennu fyrir Brasilíu

Brasilía náði í sín fyrstu stig í Suður-Ameríkukeppninni í kvöld þegar liðið sigraði Chile 3-0. Framherjinn Robinho, sem leikur með Real Madrid á Spáni, skoraði öll mörkin.

O´Neill vill kaupa Wright-Phillips

Martin O´Neill, framkvæmdastjóri Aston Villa, hefur endurnýjað áhuga sinn á enska landsliðsmanninum Shaun Wright-Phillips hjá Chelsea. O´Neill reyndi að fá Wright-Phillips á lánssamningi í janúar en það samþykktu forráðamenn Chelsea ekki. Chelsea hefur gefið út að leikmaðurinn sé falur fyrir tíu milljónir punda.

Kaká að biðja um að vera seldur til Real Madrid?

Samkvæmt spænska dagblaðinu AN hefur brasilíski snillingurinn Kaká biðlað til AC Milan um að vera seldur til Real Madrid. Samkvæmt blaðinu hafði Kaká samband við Silvio Berlusconi rétt áður en hann fór í sumarfrí til New York.

Veigar Páll skoraði í sigri Stabæk á Stromsgodset

Íslenski landsliðsmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson skoraði eitt marka Stabæk í dag og lagði upp annað í 3-2 sigri á Stromsgodset. Veigar skoraði annað mark liðsins á 38. mínútu og kom Stabæk þá í 2-0.

West Ham kaupir Faubert

West Ham hefur tilkynnt að félagið hafi fest kaup á franska landsliðsmanninum Julien Faubert fyrir 6,1 milljón punda frá Bordeaux. Þessi 23 ára gamli leikmaður hefur skrifað undir 5 ára samning við félagið og er þar af leiðandi annar leikmaðurinn sem að Alan Curbishley, framkvæmdastjóri West Ham, fær til liðsins í sumar.

Kamara samþykkir að fara til Fulham - Heiðar til W.B.A?

Samkvæmt Skysports.com hefur Diomansy Kamara samþykkt að ganga til liðs við Fulham frá West Bromwich Albion. Fulham hefur verið á eftir leikmanninum síðasta mánuðinn og eftir að fyrsta tilboði þeirra var hafnað buðu þeir 4 milljónir punda auk þess að Heiðar Helguson myndi ganga til liðs við West Brom.

Storm vann Opna franska

Enski kylfingurinn Graeme Storm sigraði á Opna franska meistaramótinu sem lauk í París í dag og var þetta jafnframt fyrsti sigur hans á Evrópumótaröðinni. Hann lék lokahringinn á 66 höggum og lauk 72 holum á samtals sjö höggum undir pari.

Úrslit úr Suður-Ameríkukeppninni í gær

Gestgjafarnir frá Úrúgvæ og Venesúela sigruðu í gær sinn fyrsta leik í Suður-Ameríkukeppninni. Í báðum leikjunum var þó mikið um dómaramistök og gróf brot. Úrúgvæ sigraði Bólivíu 1-0 á meðan Venesúela sigraði Perú 2-0, en þessi lið eru öll í A-riðli.

Klinsmann hafnaði Chelsea í sumar

Þýska goðsögnin Jürgen Klinsmann hefur sagt frá því að hann hafi hafnað tækifæri til að taka við Chelsea í sumar. Klinsmann hefur búið í Kaliforníu síðan hann kom þýska landsliðinu í undanúrslit á HM í Þýskalandi árið 2006.

Carter leysir sig undan samningi við Nets

Rod Thorn, forseti New Jersey Nets, tilkynnti í gær að körfuboltakappinn Vince Carter hafi nýtt sér ákvæði í samning sínum og sé búinn að leysa sig undan samningi við liðið.

Lampard hafnar ofursamning frá Chelsea

Samkvæmt heimildum News of the World hefur enski leikmaðurinn, Frank Lampard, hafnað risasamningstilboði frá Chelsea. Samkvæmt þessum heimildum hefði Lampard fengið hærri laun en Michael Ballack og Andriy Shevchenko, en þeir eru launahæstir hjá félaginu með 121 þúsund pund á viku.

Hargreaves skrifar undir hjá United

Owen Hargreaves hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Manchester United. Englandsmeistararnir staðfestu það í lok maí að félagið hefði náð samningum við Bayern Munchen um kaup á leikmanninum. Talið er að kaupverðið sé í kringum 17 milljónir punda.

Raikkonen sigraði í Frakklandi

Finninn Kimi Raikkonen sigraði í Frakklandi í dag á Magny-Course brautinni. Raikkonen sem ekur fyrir Ferrari kom í mark á undan félaga sínum hjá Ferrari, Felipe Massa, en sá hafði byrjað fremst á ráslínu í dag. Breski nýliðinn, Lewis Hamilton, endaði í þriðja sæti.

Reyes áfram hjá Real Madrid?

Real Madrid hefur gefið það í skyn að félagið ætli sé að halda Jose Antonio Reyes hjá liðinu. Búist var við að félagið ætlaði ekki að kaupa leikmanninn þar sem að hann náði ekki að vinna sé inn sæti í byrjunarliðinu, en hann er í láni hjá Madrid frá Arsenal.

Úrslit dagsins á Íslandi

Þrír leikir voru spilaðir í 2. deild karla í dag. ÍH tapaði 0-2 fyrir Völsungi á heimavelli, Magni tapaði 1-3 fyrir Hetti á heimavelli og ÍR sigraði KS/Leiftur á ÍR vellinum. Í þriðju deild karla beið BÍ/Bolungarvík lægri hlut fyrir Kára á Akranesvelli, 3-0.

Perry skaust í efsta sæti á Buick mótinu

Bandaríkjamaðurinn Kenny Perry lék annan hringinn á Buick Open í Michigan í gær á 63 höggum og deilir nú efsta sæti með Jim Furyk og Brett Ougley. Þeir eru allir á samtals 10 höggum undir pari, en þrír kylfingar eru einu höggi á eftir.

Tveir leikir í Copa America í kvöld

Tveir leikir fara fram í kvöld í Suður-Ameríkukeppninni í knattspyrnu. Bólivía mætir Úrúgvæ og Venesúela mætir Perú. Þessi lið eru í A-riðli. Perú eru efstir í riðlinum með 3 stig eftir einn leik.

Valur úr leik

Valur er úr leik í Intertoto keppninni þrátt fyrir að hafa sigrað Cork City á útivelli í dag, 0-1. Cork City sigraði Val á Laugardalsvellinum um síðustu helg og því enduðu leikar samanlagt 2-1. Helgi Sigurðsson skoraði markið á 20. mínútu.

Real Madrid á eftir Robben

Real Madrid hefur staðfest það að félagið hafi áhuga á að kaupa hollendinginn Arjen Robben frá Chelsea. Robben hefur sterklega verið orðaður við Spánarmeistarana síðustu viku.

Valur yfir í hálfleik

Helgi Sigurðsson er búinn að skora fyrir Val í síðari leik liðsins gegn Cork City í Intertoto keppninni. Valur tapaði 0-2 í fyrri leik liðanna sem átti sér stað í Laugardalsvellinum um síðustu helgi. Markið kom á 20 mínútu, en nú er komið hlé.

Eygló bætir meyjamet í 200m baksundi

Á heimasíðu Sundsambands Íslands kemur fram að Eygló Ósk Gústafsdóttir úr sundfélaginu Ægir hafi í dag stórbætt meyjamet í 200m baksundi.

Rúrik að yfirgefa Charlton

Rúrik Gíslason er hugsanlega á leiðinni til danska liðsins Viborg en hann hefur verið þar til æfinga í viku. Rúrik hefur verið samningsbundinn Charlton síðustu ár, en Charlton sagði í tilkynningu að félagið ætlaði að losa sig við átta leikmenn í sumar, þar á meðal Rúrik.

Soutgate vill fá Grétar Rafn

Gareth Southgate, framkvæmdastjóri enska úrvalsdeildarliðsins Middlesbrough, hefur staðfest áhuga sinn á íslenska landsliðsmanninum Grétari Rafni Steinssyni. Southgate er að leita að hægri bakverði þar sem Abel Xavier og Stuart Parnaby eru farnir frá félaginu og Tony McMahon er meiddur.

Hansen leiðir Opna franska

Þegar þremur hringjum er lokið á Opna franska mótinu í golfi er Søren Hansen með bestan árangur. Hansen hefur farið hringina á sjö undir pari. Simon Khan kemur næstur með sex undir pari.

Þjófnaður úr búningsherbergjum skekur tennisheiminn

Þjófar sem stunda það að laumast inn í búningsherbergi tennisspilara herja nú á Wimbledon mótið. Sá fyrsti sem var rændur á Wimbledon mótinu var Albert Costa, sem eitt sinn sigraði Franska opna meistaramótið. Tösku sem innihélt óuppgefna upphæð af evrum og dollurum var rænt af Costa.

Rigning hefur áhrif í Wimbledon

Keppni var frestað í dag á Wimbledon mótinu í tennis vegna mikillar rigningar. Aðeins náðist að leika tennis í 75 mínútur áður en keppnin var flautuð af.

Martin Jol á eftir leikmönnum Chelsea

Þrátt fyrir að hafa nú þegar eytt um 27 milljónum punda í leikmenn er Martin Jol, framkvæmdastjóri Tottenham, sagður vera að undirbúa tilboð í Shaun Wright-Phillips og Lassana Diarra. Þeir eru báðir leikmenn Chelsea, en hafa ekki fengið að spila mikið.

Heiðar Helguson til W.B.A?

Fulham hefur náð samkomulagi við West Bromwich Albion um kaup á framherjanum Diomansy Kamara. Ef að allt gengur í gegn mun Heiðar Helguson ganga til liðs við West Bromwich sem hluti af samningnum, en liðið spilar í næstefstu deild á Englandi.

Valur spilar seinni leikinn við Cork City í dag

Valur spilar seinni leikinn við Cork City í Intertoto keppninni í dag. Leikurinn fer fram á Írlandi og hefst hann klukkan 18:00. Valur tapaði fyrri leiknum 0-2 á Laugardalsvellinum um síðustu helgi.

Massa fyrstur á ráspól

Felipe Massa, ökumaður Ferrari í formúlu 1, verður fyrstur á ráspól í Magny-Course á morgun. Massa náði besta tímanum um ráspól í dag, en þetta er í fjórða sinn sem Massa verður fremstur á þessu tímabili. Lewis Hamilton verður annar en naumt var þó á milli Hamilton og Massa þar sem aðeins munaði 0,070 sekúndum á þeim.

Forlan til Atletico Madrid

Atletico Madrid er búið að tryggja sér þjónustu framherjans Diego Forlan frá Villareal. Talið er að kaupverðið sé í kringum 14 milljónir punda. Samkvæmt heimasíðu Atletico Madrid er Diego Forlan búinn að skrifa undir fjögurra ára samning.

Hestamennskan er lífsstíll og baktería sem maður losnar aldrei við

Á fallegum sumardegi á Norðfirði er Steinar Gunnarsson lögregluvarðstjóri í Neskaupsstað og yfirhundaþjálfari Ríkislögreglustjóra að undirbúa hestana sína fyrir fjórðungsmótið á Egilsstöðum sem fer fram dagana 27 til 30 júní. Steinar er mikill hestamaður á á nokkra glæsilega gæðinga sem hann lætur Elísabeti Ýr, 13 ára gamalli dóttur sinni eftir að keppa á.

Of góður til að sitja á bekknum

Fótbolti Helsti sérfræðingur Sky-sjónvarpsstöðvarinnar í enska boltanum, Andy Gray, vill að Eiður Smári yfirgefi herbúðir Barcelona og komi aftur til Englands. Hann segir ekkert vit vera í því fyrir Eið að hanga áfram á Spáni.

Semur líklega við Viborg

Allar líkur eru á því að Rúrik Gíslason semji við danska úrvalsdeildarfélagið Viborg um helgina. Á heimasíðu félagsins segir stjórnarformaðurinn að líklega verði samið við Rúrik. Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Rúriks, sagði við Fréttablaðið í gær að um „alvöru tilboð“ væri að ræða og leiða má líkur að því að Rúrik semji við félagið.

Toppliðin unnu

Valur og KR halda áfram að stinga af í Landsbankadeild kvenna. Katrín Ómarsdóttir, Hrefna Huld Jóhannesdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir skoruðu fyrir KR sem vann Stjörnuna 3-2. Ann Marie Heatherson skoraði bæði mörk Stjörnunnar. Þá vann Valur 3-0 sigur á Fjölnisstúlkum þar sem Dóra María Lárusdóttir skoraði tvö mörk og Nína Ósk Kristinsdóttir eitt.

Útilokar ekki að koma aftur

Sá leikmaður sem þótti skara fram úr í áttundu umferð Landsbankadeildar karla að mati Fréttablaðsins er Casper Jacobsen, markvörður Breiðabliks. Hann var fenginn til liðsins eftir að Hjörvar Hafliðason meiddist fyrr í sumar og hefur Jacobsen staðið vaktina vel í hans fjarveru.

Fjölnir lagði Grindavík

Heil umferð var leikin í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Fjölnir lagði Grindavík í toppslag deildarinnar eftir glæsimark frá Tómasi Leifssyni.

TBR sigraði í síðasta leik sínum á EM félagsliða

TBR sigraði finnska liðið Tapion Sulka í lokaleik sínum í Evrópukeppni félagsliða í badminton sem stendur nú yfir í Hollandi. Fram kemur í tilkynningu að leikurinn hafi verið harður og jafn og endaði hann 4:3 fyrir TBR. Þessi úrslit þýða að TBR varð í þriðja sæti í sínum riðli og 6-9. sæti í keppninni en alls voru þátttökuþjóðirnar 14.

Sjá næstu 50 fréttir