Fleiri fréttir

Henry hefur það of gott hjá Arsenal

Thierry Henry er ekki á leið frá Arsenal til Ítalíu, að sögn hans fyrrum félaga hjá enska liðinu, Patrick Vieira. Henry og Vieira eru góðir félagar og ræðast reglulega við, en miðjumaðurinn segir að Henry hafi það einfaldlega of gott hjá Arsenal til að geta hugsað sér að fara frá félaginu.

Nistelrooy segir Ferguson hafa sparkað í sál sína

Hollenski framherjinn Ruud van Nistelrooy hefur tjáð sig í fyrsta sinn um hvað það var sem olli trúnaðarbresti hans og Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd. á síðustu leiktíð. Ósættið leiddi til þess að Nistelrooy var seldur til Real Madrid í sumar, og segist sá hollenski hafa hafnað AC Milan og Bayern Munchen áður en hann ákvað að skrifa undir hjá spænska stórliðinu.

AC Milan stefnir á úrslit Meistaradeildarinnar

Georgíski varnarmaðurinn Kakha Kaladze hjá AC Milan telur að ítalska liðið hafi alla möguleika á að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Aþenu í maí. AC Milan hefur ekki vegnað sem skyldi í deildarkeppninni á Ítalíu og segir Kaladze að fyrir vikið sé allt kapp sé lagt á að ná árangri í Meistaradeildinni.

Mánaðarpassar og árskort í brautir VÍK

Á nýloknum aðalfundi VÍK kom fram tillaga um að selja mánaðarpassa og árskort í brautir VÍK á árinu, þ.e. Bolöldu og Álfsnes. Margir fagna þessari tillögu, enda mikill kostnaður fyrir keppnisfólk að kaupa dagskort á hverjum degi.

VÍK fær nýtt nafn

Á aðalfundi VÍK var kosið um þá lagabreytingu að breyta nafni félagsins úr “Vélhjólaíþróttaklúbburinn” í “Vélhjólaíþróttafélagið VÍK”. Að baki lagabreytingunni liggur sú staðreynd að félagið hefur vaxið gríðarlega frá stofnun þess, félagið er orðið fullgildur aðili að ÍSÍ og vegna samskipta við opinbera aðila þarf það að hafa þann stimpil að vera öflugt og fullvaxið íþróttafélag en ekki lokaður klúbbur áhugamanna um sportið.

Sharapova og Williams ekki með í Dubai

Maria Sharapova, stigahæsti tennisspilari heims í kvennaflokki, og Serena Williams, sigurvegari Opna ástralska meistaramótsins frá því fyrir skemmstu, hafa afboðað komu sína á Opna Dubai mótið sem hefst í næstu viku. Þetta er mikið áfallt fyrir mótshaldara í Dubai, enda höfðu einhverjir gert sér vonir um að þær myndu endurtaka úrslitaviðureignina frá því í Ástralíu á mótinu.

Birgir Leifur komst áfram í Indónesíu

Birgir Leifur Hafþórsson er í 42.-58. sæti á opna indónesíska meistaramótinu í golfi þegar aðeins nokkrir kylfingar eiga eftir að ljúka keppni. Má telja nánast öruggt að Birgir Leifur komist í gegnum niðurskurð mótsins, sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Birgir Leifur lék á einu höggi yfir pari í dag.

Nýr framkvæmdastjóri KSÍ

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í dag að veita Geir Þorsteinssyni, nýjum formanni sambandsins, heimild til að ráða Þóri Hákonarson í stöðu framkvæmdastjóra.

Materazzi: Við verðum meistarar

Marco Materazzi, hinn umdeildi varnarmaður Inter Milan, er sannfærður um að lið sitt hampi meistaratitlinum þar í landi í ár. Hann segir að 2-3 sigrar í viðbót muni fara langt með að tryggja meistaratitilinn, en Inter hefur unnið 15 leiki í röð í deildinni til þessa.

Hardaway úti í kuldanum

Ummælin sem Tim Hardaway lét falla í gær um John Amaechi og annað samkynheigt fólk hafa vakið gríðarlega athygli í Bandaríkjunum. Hardaway hefur verið útilokaður frá allri kynningarstarfsemi í kringum stjörnuleik NBA sem fram fer á sunnudaginn. Amaechi sjálfur segir orð Hardaway vera lituð hatri í garð samfélags samkynheigðra.

Mellberg: Leikjaskipulagið er fáránlegt

Olaf Mellberg hjá Aston Villa hefur tekið undir orð stjóra síns, Martin O´Neill, og gagnrýnt leikjafyrirkomulagið í ensku úrvalsdeildinni harðlega. Villa léku gegn Reading um síðustu helgi en næsti leikur liðsins er þann 3. mars næstkomandi. Sú staðreynd að 21 dagur sé á milli leikja er merki um glórulausa skipulagningu, segir Mellberg.

Robinho: Tottenham er ekki nógu stórt félag

Brasilíski sóknarmaðurinn Robinho hjá Real Madrid segir ekkert til í þeim orðrómi að hann sé á leið til Tottenham í sumar, eftir að hafa fallið niður í goggunarröðinni hjá Real. Robinho segir ástæðuna afar einfalda – Tottenham er ekki nægilega stórt félag fyrir hann.

Ronaldo í byrjunarliðinu á morgun

Brasilíski sóknarmaðurinn Ronaldo verður að öllum líkindum í byrjunarliði AC Milan í fyrsta skipti þegar liðið tekur á móti Siena í ítölsku A-deildinni á morgun. Þjálfarinn Carlo Ancelotti segir að Ronaldo sé óðum að komast í gott form og sé í nægilega góðu ástandi til að vera í byrjunarliðinu.

Casillas gagnrýnir spænska fjölmiðla

Iker Casillas, markvörður Real Madrid, gerir lítið úr meintu uppþoti í herbúðum Barcelona, hvað meintar deilur Samuel Eto´o, Ronaldinho og þjálfarann Frank Rijkaard varðar. Casillas harmar hvernig spænskir fjölmiðlar hafa blásið málið upp.

Nonda ætlar að sanna sig fyrir Hughes

Shabani Nonda, framherjinn knái sem er í láni hjá Blackburn frá Roma, vill helst af öllu vera áfram hjá enska liðinu og vonast til að forráðamenn ítalska félagsins séu reiðubúnir að selja hann í sumar. Nonda hefur verið hrósað mikið fyrir frammistöðu sína með Blacburn, nú síðast í gær þegar stjórinn Mark Hughes fór um hann fögrum orðum.

Mótorkrossmenn vilja aðstöðu við Ölduhrygg

Hugmyndir eru uppi meðal áhugahóps mótorkrossmanna að koma sér upp aðstöðu við Ölduhrygg, sem er nálægt Borgarnesi og hefur beiðni um slíkt borist til sveitarstjórnar Borgarbyggðar. Kristófer Helgi Sigurðsson er annar forsvarsmanna hópsins.

Neville veit ekkert hvað hann talar um

Darryl Powell, fyrrum leikmaður Derby og Birmingham í enska boltanum og núverandi umboðsmaður, segir að Gary Neville viti ekkert hvað hann sé að tala um þegar hann segir umboðsmenn leikmanna vera óþarfa. Ummæli Neville frá því í gær hafa vakið hörð viðbrögð á meðal umboðsmanna, sem telja vegið óþarflega að starfsheiðri sínum.

Dallas marði sigur á Houston

Dallas vann sinn níunda leik í röð í NBA-deildinni þegar liðið bar sigurorð af Houston í nótt. Bakvörðurinn Jason Terry var maðurinn á bakvið sigur Dallas, en hann skoraði mikilvægar körfur á lokamínútum leiksins. Cleveland lagði LA Lakers í hinum leik næturinnar en nú verður gert hlé á deildarkeppninni vegna stjörnuleiksins sem fram fer á sunnudag.

Hvað er motocross ?

Margir hafa eflaust velt fyrir sér hvað motocross þýðir í raun og veru. Í þessari grein mun ég fara ofan í hvað motocross er í raun og veru og útskýra hvernig keppnir fara fram o.fl.

Stelpur í motocrossi

Það eru aðeins þrjú ár síðan einungis 1-3 stelpur voru í motocrossi. Sportið var stimplað sem strákasport og engum lét sér detta það í hug að ungar stúlkur gætu nokkurn tíman sest upp á mótorfák og brunað í drullupolla o.svf. En þetta er að gerast, yfir 50 stúlkur eru í sportinu eins og stendur og hækkar þessi fjöldi mjög hratt.

Þolakstursmótið á Klaustri komið aftur á dagatalið!

Mikil umræða hefur átt sér stað um hvort þolakstursmótið á Klaustri muni fara fram í ár. Ljóst er að Kjartan Kjartansson, frumkvöðull mótsins, hefur ákveðið að draga sig í hlé frá mótshaldi. Nú hefur Hrafnkell Sigtryggsson, formaður VÍK staðfest að búið er að semja við landeigendur á Klaustri og undirbúningur mótsins að komast aftur á fullt skrið. Það er því ljóst að Klaustur 2007 verður að veruleika.

ThumpStar fær Terra-Moto andlitslyftingu

Pit-Bike smáhjól voru sannarlega æði síðasta árs. Verslunin Nitro reið á vaðið og flutti inn ThumpStar smáhjól í gámavís og ruku þau út eins og heitar lummur, enda ódýr hjólakostur og einfallt að hjóla á þeim. Nú hefur framleiðandinn gefið hjólinu allsherjar uppfærslu, betrumbætt og stílfært. Þessi nýja uppfærsla verður seld undir nafninu Terra-Moto mun eftir sem áður fást hjá Nitro.

Ný stjórn kosin á Aðalfundi VÍK

Á aðalfundi VÍK, sem fram fór í gærkvöldi var kosin ný stjórn. Hrafnkell Sigtryggsson verður áfram formaður en með honum í stjórn munu næsta árið sitja Jóhann Halldórsson, Birgir Már Georgsson, Einar Sverrisson og Sverrir Jónsson.

Markus Baur fer frá Lemgo

Landsliðsmaðurinn Markus Baur mun fara frá Íslendingaliði Lemgo í sumar þegar samningur hans rennur út. Forráðamenn Lemgo hafa tilkynnt að samningur hans verði ekki endurnýjaður. Baur gekk í raðir Lemgo frá Wetzlar árið 2001og hefur orðið bæði heims- og Evrópumeistari með Þjóðverjum.

Nordhorn og Minden skildu jöfn

Einn leikur var á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Íslendingalið Minden gerði jafntefli við Nordhorn 26-26 eftir að hafa verið marki undir í hálfleik 13-12. Einar Örn Jónsson skoraði 3 mörk fyrir Minden og Snorri Steinn Guðjónsson 1 mark. Nordhorn er í sjötta sæti deildarinnar en Minden í tólfta.

Hjartasjúklingur á leið til Start

Brasilíski knattspyrnumaðurinn, Ygor Maciel Santiago, verður samherji Skagamannsins Jóhannesar Harðarsonar hjá Start í Kristianssand. Sá brasilíski þarf að gangast undir læknisskoðun hjá norska félaginu áður.

Newcastle í góðri stöðu

Newcastle fór langt með að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í kvöld með 3-1 útisigri á belgíska liðinu Zulte-Waregem í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum. Fyrsta mark leiksins var sjálfsmark heimamanna og þeir Obafemi Martins og Antonie Sibierski gerðu út um leikinn.

Stewart og Carmichael prufa nýjan hálskraga.

Þeir James Stewart og Ricky Carmichael hafa áhveðið að leggja sitt að mörkum í bættu öryggi ökumanna í bæði Supercross og Motocrossi með því að prufa nýjan hálskraga frá Leatt Corp.inc.

Matthäus hefur mikinn áhuga á að taka við Bayern

Lothar Matthäus, fyrrum fyrirliði Bayern Munchen og þýska landsliðsins, segist hafa mikinn áhuga á að taka við meisturum Bayern ef tækifærið býðst. Matthäus er nú þjálfari Red Bull Salzburg í Austurríki.

Neville vill útrýma umboðsmönnum

Gary Neville, fyrirliði Manchester United, vill að umboðsmenn heyri sögunni til í knattspyrnunni. Hann segir að umboðsmenn hirði til sín of hátt hlutfall af tekjum í boltanum og segir að leikmenn ættu frekar að bera ábyrgð á sér sjálfir.

Dregið í riðla í Copa America

Í gærkvöldi var dregið í riðla Copa America, eða Suður-Ameríkukeppninni í knattspyrnu. Keppnin verður í Venesúela og stendur yfir frá tuttugasta og sjöunda júní til fimmtánda júlí. Keppnin verður sýnd á sjónvarpsstöðinni Sýn.

Nesta vill framlengja við Milan

Ítalski landsliðsmaðurinn Alessandro Nesta segist ólmur vilja framlengja samning sinn við AC Milan á Ítalíu, sem þó rennur ekki út fyrr en á næsta ári. Nesta hefur verið orðaður við önnur lið í Evrópu undanfarið.

Canizares framlengir við Valencia

Markvörðurinn Santiago Canizares hjá Valencia hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2009 og verður því kominn nær fertugu þegar hann rennur út. Canizares hefur verið mjög sigursæll með Valencia síðan hann gekk í raðir liðsins árið 1998 en hann lék áður með Real Madrid.

Van der Vaart heldur tryggð við HSV

Fyrirliði Hamburger Sportverein, Rafael van der Vaart, reiknar með því að halda áfram að spila með þýska liðinu enda þótt það falli úr þýsku Bundesligunni. Hann er samningsbundinn félaginu til 2010.

Real Madrid hefði geta fengið Ronaldo

Fyrrum unglingaliðsþjálfari Sporting Lissabon í Portúgal segir að Real Madrid hafi á sínum tíma hafnað tækifæri til að fá Cristiano Ronaldo til liðs við sig árið 2003. Madrid hefur verið orðað við Ronaldo í vetur í kjölfar einstakrar spilamennsku hans með Manchester United.

Þórir Ólafsson fer frá Lubbecke

Þýska félagið Lubbecke hefur tilkynnt að samningur Þóris Ólafssonar verði ekki framlengdur þegar hann rennur út í sumar. Þórir hefur verið í röðum þýska liðsins síðan 2005 en var áður hjá Haukum. Hann hefur skorað 90 mörk í 39 úrvalsdeildarleikjum fyrir liðið.

Beyoncé prýðir forsíðu Sports Illustrated

Poppgyðjan Beyoncé Knowles prýðir forsíðu hins gríðarlega vinsæla sundfataheftis tímaritsins Sports Illustrated sem út kemur árlega. Í blaðinu má sjá fjölda mynda af söngkonunni fögru þar sem hún spókar sig á ströndinni.

Ég hata homma

Fyrrum NBA leikmaðurinn Tim Hardaway fór hamförum í útvarpsviðtali sem tekið var við hann í spjallþætti á útvarpsstöð í Miami í gærkvöldi þegar hann var spurður út í það þegar fyrrum leikmaðurinn John Amaechi kom út úr skápnum á dögunum.

Glasgow-liðin múta dómurum

Vladimir Romanov, meirihlutaeigandi í skoska knattspyrnufélaginu Hearts í Edinborg, hefur nú enn á ný komið sér í fréttirnar með skrautlegum yfirlýsingum sínum. Romanov segir Glasgow risana Celtic og Rangers múta dómurum.

Valente framlengir við Everton

Portúgalski landsliðsmaðurinn Nuno Valente hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Everton til ársins 2008. Bakvörðurinn á að baki 27 landsleiki með Portúgal en hefur verið á meiðslalista hjá Everton síðan í byrjun janúar. Hann hefur spilað 43 leiki með Everton síðan hann gekk í raðir félagsins árið 2005.

Englendingar skera niður æfingaleiki

Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að skera niður æfingaleiki enska landsliðsins á næstu árum. Liðið mun því leika 18 æfingaleiki á næstu fjórum árum í stað 20. Þetta var málamiðlun milli þjálfaranna sem vildu færri leiki og knattspyrnusambandsins sem vildi fleiri leiki vegna tekjusöfnunar og sjónvarpsréttar.

Larsson: Ég fer aftur til Svíþjóðar

Sænski markahrókurinn Henrik Larsson hefur nú tekið af allan vafa um framtíð sína hjá Manchester United og segist harðákveðinn í að snúa aftur til Helsingborg þann 12. mars þegar lánssamningur hans rennur út.

Mpenza á leið til City

Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City er nú sagt við það að ganga frá samningi við belgíska framherjann Emil Mpenza sem leikið hefur í Katar undanfarið. Mpenza er mikill markahrókur og gerði garðinn frægan í Þýskalandi. Fréttir herma að Mpenza geri samning við City út leiktíðina með möguleika á framlengingu í sumar.

Robinho: Tottenham er ekki nógu stór klúbbur fyrir mig

Brasilíski framherjinn Robinho neitar því alfarið að hann sé á leið til Tottenham á Englandi. Orðrómur þess efnis fór af stað í morgun eftir að Robinho hafði lýst því yfir að hann væri óánægður hjá Real Madrid. "Ef ég fer frá Real verður það til að fara til annars stórs félags - og Tottenham er ekki stórt félag," sagði Robinho.

Ársmiðahafar komast á leik Milan og Celtic

Evrópska knattspyrnusambandið hefur ákvaðið að leyfa 37.000 handhöfum ársmiða hjá AC Milan að mæta á leik liðsins gegn Celtic í Meistaradeildinni þann 7. mars. Stuðningsmenn Celtic fá um 4.500 miða á leikinn. Þá hefur Inter fengið grænt ljós á að hleypa 36.000 áhofendum á viðureign sína gegn Valencia í næstu viku þar sem gestirnir fá um 1.800 miða. San Siro völlurinn tekur 85.000 manns í sæti.

Sjá næstu 50 fréttir