Golf

Birgir Leifur komst áfram í Indónesíu

Birgir Leifur Hafþórsson er í 42.-58. sæti á opna indónesíska meistaramótinu í golfi þegar aðeins nokkrir kylfingar eiga eftir að ljúka keppni. Má telja nánast öruggt að Birgir Leifur komist í gegnum niðurskurð mótsins, sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Birgir Leifur lék á einu höggi yfir pari í dag.

Birgir Leifur lék á pari á fyrsta keppnisdegi mótsins í gær en í dag lék hann á 72. höggum, eða einu yfir pari vallarins. 70 efstu kylfingarnir á mótinu fá að halda áfram keppni yfir helgina.

Andrew Tampion og Mikko Ilonen hafa forystu á mótinu - hafa báðir leikið samtals á átta höggum undir pari og hafa þriggja högga forskot á næstu menn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×