Fleiri fréttir

Öruggur sigur Bremen

Nokkrir leikir voru á dagskrá í UEFA bikarnum í kvöld. Bremen vann sannfærandi 3-0 sigur á Ajax á heimavelli, AZ Alkmaar þurfti að sætta sig við 3-3 jafntefli við Fenerbahce í Tyrklandi eftir að hafa komist í 3-1, þar sem Grétar Rafn Steinsson spilaði 90 mínútur fyrir AZ.

Hestasýningin Apassionata 2007

Stórsýningin Apassionata var haldin í Finnlandi helgina 2 – 4 febrúar síðastliðinn í stórri sýningarhöll í Helsinki. Í heild voru þetta 4 sýningar og á þær mættu 30.000 manns eða um 7500 manns á hverja sýningu sem segir allt um áhugann á svona sýningum erlendis.

Leverkusen lagði Blackburn

Þýska liðið Bayern Leverkusen lagði enska liðið Blackburn 3-2 í fjörugum leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í kvöld. Ramelöw, Callsen-Bracker og Schneider skoruðu mörk heimamanna en þeir Bentley og Nonda skoruðu fyrir enska liðið, sem er í ágætri stöðu fyrir síðari leikinn á Englandi.

Joe Johnson í stjörnuleikinn

Bakvörðurinn Joe Johnson hjá Atlanta Hawks var í kvöld tekinn inn í Austurstrandarliðið fyrir stjörnuleikinn í NBA sem fram fer í Las Vegas á sunnudagskvöldið. Johnson kemur inn í liðið í stað Jason Kidd hjá New Jersey sem tekur ekki þátt vegna meiðsla. Johnson skorar að meðaltali 25 stig í leik og spilar sinn fyrsta stjörnuleik á ferlinum um helgina.

Gerrard: Hræðumst ekki Barcelona

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir sína menn ekki óttast að mæta Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku. Hann segir reynslu leikmanna og þjálfara Liverpool koma liðinu til góða í einvíginu.

Queiroz: Ronaldo veit að United er besta félag í heimi

Carlos Queiroz, aðstoðarmaður Alex Ferguson hjá Manchester United, hefur skorað á landa sinn Cristiano Ronaldo að fara ekki frá félaginu. Hann segir Ronaldo vel geta fullkomnað glæstan feril sinn hjá enska félaginu og segir að hann geti orðið einn besti leikmaður í sögu félagsins.

Everton kaupir Tim Howard

Everton festi í dag formlega kaup á bandaríska landsliðsmanninum Tim Howard frá Manchester United og hefur hann skrifað undir fimm ára samning við Everton. Howard hefur verið í láni hjá Everton í vetur og hefur á þeim tíma stimplað sig inn sem aðalmarkvörður liðsins. Kaupverðið var ekki gefið upp.

Birgir Leifur hefur leik í kvöld

Birgir Leifur Hafþórsson á teig klukkan 23:30 að íslenskum tíma í kvöld á Opna Indónesíumótinu. Hann er kominn með bloggsíðu og var rétt í þessu að skrifa blogg dagsins og segir meðal annars frá því að verið er að búa til þátt um hann á Europeantour weekly.

Gangið í lið með mér eða látið lífið

Claudio Ranieri byrjaði ekki glæsilega í þjálfarastarfi sínu hjá ítalska liðinu Parma, því í dag var hann látinn biðjast afsökunar á harkalegum yfirlýsingum sínum á blaðamannafundinum þegar hann tók við liðinu.

Altintop segist vera á leið til Bayern

Tyrkneski miðjumaðurinn Hamit Altintop hjá Schalke segist ætla ganga í raðir meistara Bayern Munchen í sumar. Altintop hefur ekki átt fast sæti í liði Schalke í vetur, en hann hefur þegar tilkynnt að hann ætli að fara frá félaginu í sumar þegar verður með lausa samninga.

Catania fær þunga refsingu

Ítalska liðið Catana þarf að spila síðustu heimaleiki sína í ár fyrir luktum dyrum á hlutlausum velli og þá hefur félagið verið sektað um rúmlega 33 þúsund evrur. Þetta var niðurstaða ítalska knattspyrnusambandsins í dag eftir að lögreglumaður lét lífið í óeirðum fyrir utan Massimo-völlinn í byrjun mánaðarins.

Lilleström burstaði KR

Norska liðið Lilleström var ekki í vandræðum með KR á æfingamótinu í La Manga á Spáni og sigraði 5-0 eftir að hafa verið yfir 2-0 í hálfleik. Áður hafði KR tapað 1-0 fyrir Valerenga í fyrsta leik sínum á mótinu.

Bolton - Arsenal í beinni á Sýn í kvöld

Leikur Bolton og Arsenal í enska bikarnum verður sýndur beint á Sýn í kvöld og hefst útsending 19:55. Arsene Wenger segir sína menn ekki óttast neitt þó liðið hafi tapað þremur síðustu leikjum sínum á útivelli gegn Bolton.

Ítalar í toppsæti FIFA listans

Ítalska landsliðið náði í dag toppsætinu á styrkleikalista FIFA í fyrsta skipti í 13 ár. Brasilíumenn eru nú í öðru sæti eftir að hafa verið á toppnum í nær 5 ár. Íslenska landsliðið er í 95. sæti og fellur um tvö sæti síðan listinn var síðast birtur.

Ronaldinho og Eto´o féllust í faðma á æfingu

Þeir Ronaldinho og Samuel Eto´o hjá Barcelona virðast hafa grafið stríðsöxina frá því í gær en þeir félagar féllust í faðma og slógu á létta strengi á æfingu í hádeginu. Eto´o gagnrýndi félaga sinn harðlega í gær en nú virðist hann amk hafa náð sáttum við Ronaldinho.

Eiður Smári á hörðum aukaæfingum

Spænska fréttasíðan Mundo Deportivo greinir frá því í dag að Eiður Smári Guðjohnsen æfi nú manna mest hjá liði Barcelona og sást hann æfa einn í gær og í morgun. Það er því greinilegt að landsliðsfyrirliðinn ætlar að vinna sér sæti í liðinu á ný og er Frank Rijkaard mjög ánægður með einbeitingu hans.

Dirk Nowitzki fór hamförum í sigri Dallas

Þjóðverjinn Dirk Nowitzki var sannarlega betri en enginn í nótt þegar Dallas lagði Milwaukee á útivelli 99-93. Dallas var um tíma 16 stigum undir í síðari hálfleik, en vann lokaleikhlutann 28-11. Nowitzki skoraði 38 stig, hirti 11 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir Dallas en Andrew Bogut skoraði 16 stig og hirti 17 fráköst fyrir Milwaukee. Dallas er langefst í deildinni með 43 sigra og aðeins 9 töp.

Okur og Allen í stjörnuleikinn

Í nótt var tilkynnt að þeir Mehmet Okur frá Utah Jazz og Ray Allen frá Seattle yrðu varamenn fyrir þá Allen Iverson og Steve Nash í liði Vesturstrandarinnar í stjörnuleiknum í NBA um næstu helgi.

Middlesbrough marði sigur

Úrvalsdeildarliðið Middlesbrough er komið í fimmtu umferð enska bikarsins eftir sigur á Bristol City í vítaspyrnukeppni í kvöld. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2-2 en Yakubu hjá Boro afrekaði það að skora mark í leiknum en brenna svo af víti bæði í framlengingu og vítakeppninni.

Kiel lagði Lemgo

Kiel varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum þýska bikarsins í handbolta með nokkuð öruggum útisigri á Íslendingaliði Lemgo 35-32. Kiel hafði yfir í hálfleik 17-15. Leikurinn var sýndur beint á Sýn.

New Jersey - San Antonio í beinni í kvöld

Leikur New Jersey Nets og San Antonio Spurs verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan hálf eitt í nótt. New Jersey verður án leikstjórnandans Jason Kidd sem á við bakmeiðsli að stríða og gæti misst af stjörnuleiknum um helgina fyrir vikið. San Antonio þarf nauðsynlega á sigri að halda eftir að hafa aðeins unnið tvo af fyrstu sex leikjum sínum á átta leikja keppnisferðalagi.

Iverson missir af stjörnuleiknum

Allen Iverson hjá Denver Nuggets varð í kvöld nýjasta nafnið á sjúkralistanum fyrir stjörnuleikinn í NBA deildinni sem fram fer í Las Vegas á sunnudaginn. Vesturstrandarliðið er því án leikstjórnanda í augnablikinu og því þykir víst að annað hvort Deron Williams frá Utah eða Chris Paul frá New Orleans taki stöðu Iverson í hópnum.

Birgir Leifur: Besta Sushi sem ég hef smakkað

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er nú kominn til Indónesíu þar sem hann mun taka þátt í sínu fyrsta móti á árinu á Evrópumótaröðinni. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beina útsendingu frá lokadegi mótsins á sunnudagsmorguninn.

Kiel - Lemgo í beinni

Stórleikur Kiel og Lemgo í þýska bikarnum í handbolta verður sýndur beint á Sýn klukkan 19:10 í kvöld. Þar gefst áhorfendum Sýnar tækifæri til að sjá landsliðsmennina Loga Geirsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson í eldlínunni.

Stuðningsmenn West Ham ósáttir við Curbisley

Vandamálin hrannast upp hjá Alan Curbishley knattspyrnustjóra West Ham. Leikmenn liðsins eru sagðir óánægðir með stjórnarstíl hans og rúmlega helmingur stuðningsmanna liðsins vill láta reka hann. Þá gæti West Ham misst stig í úrvalsdeildinni vegna félagaskipta Carlosar Tevez og Javiers Masherano.

Dregið í riðla á EM

Í dag var dregið í riðla fyrir Evrópumót undir 21 árs landsliða karla í knattspyrnu en úrslitakeppnin verður í Svíþjóð eftir tvö ár. Ísland var í þriðja styrkleikaflokki og lenti í sjöunda riðli með Belgíu, Slóvakíu, Austurríki og Kýpur. Riðlarnir eru tíu og sigurvegarar hvers riðils komast áfram ásamt fjóru bestu þjóðunum í öðru sæti riðlanna.

Newell sektaður fyrir karlrembu

Mike Newell, knattspyrnustjóri Luton Town, var í dag sektaður um 6,500 pund fyrir að ausa fúkyrðum yfir kvenkyns aðstoðardómara eftir leik í nóvember sl. Newell sagði að konur ættu ekki heima í fótbolta og sagði þessa ráðstöfun vera aumkunarverða tilraun til að jafna bilið milli kynjanna.

Eto´o hraunar yfir Rijkaard og Ronaldinho

Kamerúninn Samuel Eto´o hjá Barcelona segir að Frank Rijkaard og Ronaldinho séu vondir menn í kjölfar þess að þeir gagnrýndu ákvörðun hans um að neita að fara inná í leik gegn Santander um síðustu helgi. Eto´o segist vera fastur í miðju stríði innan liðsins.

Aron Kristjánsson tekur við Haukum

Aron Kristjansson mun taka við þjálfun meistaraflokks karla hjá liði Hauka á næsta keppnistímabili. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi á Ásvöllum síðdegis. Aron mun taka við af Páli Ólafssyni, sem þó mun áfram starfa hjá Haukum.

Robinho íhugar að fara frá Real Madrid

Brasilíski sóknarmaðurinn Robinho hefur gefið í skyn að hann vilji fara frá spænska liðinu Real Madrid fái hann ekki tækifæri til að spila meira undir stjórn Fabio Capello þjálfara. Robinho er aðeins 22 ára gamall og gekk í raðir Real árið 2005.

Ranieri tekinn við Parma

Claudio Ranieri var í dag skipaður þjálfari ítalska A-deildarliðsins Parma, en hann hefur verið atvinnulaus síðan hann var rekinn frá Valencia fyrir tveimur árum. Ranieri stýrði áður liði Chelsea en tekur nú við starfi Stefano Pioli sem var rekinn frá Parma á dögunum. Liðið er í bullandi fallbaráttu og er í næst neðsta sæti deildarinnar með aðeins 3 sigra í 22 leikjum.

Fólk eins og Victoria Beckham er að drepa fótboltann

Uli Hoeness, framkvæmdastjóri Bayern Munchen, segir að fólk eins og Victoria Beckham sé að ganga að knattspyrnunni dauðri. Hoeness segir að það sé konu David Beckham að kenna að einn af hæfileikaríkustu knattspyrnumönnum Evrópu sé nú að hverfa á braut.

Hugo Viana: Ronaldo fer til Spánar í sumar

Portúgalski miðjumaðurinn Hugo Viana hjá Valencia fullyrðir að landi hans Cristiano Ronaldo hjá Manchester United muni ganga í raðir Barcelona eða Real Madrid í sumar.

Stjörnufans í hátíðarleik á Old Trafford

Manchester United mun halda sérstakan hátíðarleik á Old Trafford þann 13. mars nk. þar sem haldið verður upp á 50 ára afmæli fyrsta Evrópuleiks félagsins. Manchester United mætir þar sérstöku Evrópuúrvali sem þjálfað verður af Marcelo Lippi, fyrrum landsliðsþjálfara Ítala.

Úrvalsdeildarfélög sektuð

Tottenham og Middlesbrough voru í dag sektuð og áminnt af aganefnd enska knattspyrnusambandsins eftir að uppúr sauð í leik liðanna í desember síðastliðinn. Didier Zokora og George Boateng voru þá reknir af velli og fékk Tottenham 8.000 punda sekt og Boro 4.000 punda sekt vegna handalögmála leikmanna.

Milan Mandaric kaupir Leicester

Milan Mandaric, fyrrum eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Portsmouth, festi í dag kaup á Leicester City. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp, en Mandaric segir stefnuna setta á að koma liðinu í úrvalsdeildina innan þriggja ára.

Dean Olsen á leið til Íslands

Hinn þekkti motocross þjálfari hjá MX skóla Gary Semics, Dean Olsen, hefur staðfest komu sína til Íslands nú í sumar. Hann mun þjálfa íslenska motocross ökumenn í allt sumar, alla flokka, og einnig taka þátt í sumum mótum. Þetta er gífurleg lyftistöng fyrir sportið og sennilega hefur jafn þekktur þjálfari á heimsvísu ekki komið áður til Íslands til að þjálfa.

Jewell ákærður fyrir ummæli sín

Paul Jewell knattspyrnustjóri Wigan hefur verið ákærður fyrir ósæmileg ummæli í garð dómarans Phil Dowd eftir tap Wigan gegn Arsenal á dögunum og hefur til 28. febrúar til að svara fyrir sig hjá aganefndinni. Jewell sagðist sjálfur eiga von á því að verða sektaður fyrir ummæli sín og hefur nú er útlit fyrir að svo verði.

Fram tefldi fram ólöglegum leikmanni

Það verða Víkingur og Fylkir en ekki Valur og Fylkir sem leika til úrslita í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu eftir að Fram tefldi fram ólöglegum leikmanni í leik sínum gegn Víkingi í lokaleik sínum í riðlakeppninni. Fram vann leikinn 2-1 en Hjálmar Þórarinsson var ekki orðinn löglegur og því vann Víkingur leikinn 3-0. Víkingur fór þar með upp fyrir Val í riðlinum og leikur til úrslita þann 1. mars.

Sjöundi sigur Detroit í röð

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og unnust þeir allir á heimavelli. Detroit vann sjöunda sigurinn í röð með því að leggja LA Clippers, Denver skellti Golden State og þá vann Utah fimmta sigurinn í röð þegar það burstaði Atlanta.

Pat Riley ætlar að snúa aftur eftir stjörnuleikinn

Harðjaxlinn Pat Riley mun snúa aftur í þjálfarastólinn hjá NBA meisturum Miami strax eftir stjörnuhelgi ef marka má fréttir sem láku út í gærkvöldi. Þetta mun verða formlega tilkynnt á blaðamannafundi á miðvikudaginn. Riley hefur verið frá keppni síðan í byrjun janúar þegar hann gekkst undir aðgerð á hné og mjöðm, en engum datt í hug að hann kæmi til baka fyrr en í fyrsta lagi undir vorið.

Lites Houston úrslit

Enn og aftur kom sá og sigraði Ryan Villopoto í Houston. Ekkert lát virðist vera á því að Kawasaki/Monster ökumaðurinn Ryan Villopoto hætti að vinna í minni flokknum og virðist enginn geta tekið fram úr undrabarninu.

Steve Nash verður ekki með í stjörnuleiknum

Kanadamaðurinn Steve Nash hjá Phoenix Suns verður ekki með í stjörnuleiknum í NBA sem fram fer í Las Vegas á sunnudaginn. Nash er meiddur á öxl og verður honum því gefið algjört frí frá því að spila þangað til 20. febrúar.

Sanngjarn sigur ÍR á Keflavík

ÍR-ingar hituðu upp fyrir úrslitaleikinn í bikarnum um helgina með því að leggja Keflvíkinga nokkuð örugglega í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld 97-81. ÍR-ingar höfðu frumkvæðið lengst af í leiknum og náðu að standa af sér mikið áhlaup gestanna í síðari hálfleik. ÍR er nú í 7. sæti deildarinnar með 12 stig en Keflavík situr í 5. sætinu með 20 stig. Nánari umfjöllun um leikinn verður á Vísi snemma í fyrramálið.

Sjá næstu 50 fréttir