Sport

Mánaðarpassar og árskort í brautir VÍK

VÍK

Á nýloknum aðalfundi VÍK kom fram tillaga um að selja mánaðarpassa og árskort í brautir VÍK á árinu, þ.e. Bolöldu og Álfsnes. Margir fagna þessari tillögu, enda mikill kostnaður fyrir keppnisfólk að kaupa dagskort á hverjum degi.

Fyrir stór hjól (125/250cc) verða dagskort seld á 1.500, mánaðarkort á 14.000 og árskort á 38.000.  Fyrir lítil hjól (85cc og minna) kostar dagurinn 600, mánuðurinn 6.000 og árið 16.000.  Eingöngu félagsmenn VÍK geta keypt slík kort en utanfélagsmenn þurfa að kaupa dagskort.

Akstur enduro-slóða í Bolöldu hefur hingað til verið ókeypis. Svo mun verða áfram fyrir félagsmenn VÍK, en utanfélagsmenn munu þurfa að kaupa MX-dagskort til að aka á svæðinu.  Þar sem árgjald VÍK er einungis 4.000 krónur (7.000 til að skrá alla fjölskylduna) er það klárlega besti kosturinn fyrir þá sem ætla hjóla reglulega á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×