Handbolti

Kiel lagði Lemgo

Gamli refurinn Stefan Lövgren skorar hér eitt af 10 mörkum sínum gegn Lemgo í kvöld
Gamli refurinn Stefan Lövgren skorar hér eitt af 10 mörkum sínum gegn Lemgo í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Kiel varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum þýska bikarsins í handbolta með nokkuð öruggum útisigri á Íslendingaliði Lemgo 35-32. Kiel hafði yfir í hálfleik 17-15. Leikurinn var sýndur beint á Sýn.

Gamli refurinn Stefan Lövgren var markahæstur í liði Kiel með 10 mörk og þeir Vid Kavticnik og Nikola Karabatic skoruðu 6 mörk hvor. Tékkinn Filip Jicha skoraði 13/4 mörk fyrir Lemgo og gamla kempan Stefan Schwarzer 7. Logi Geirsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoruðu sitt markið hvor fyrir Lemgo.

Kiel varð með sigrinum fyrsta liðið til að tryggja sig í undanúrslit keppninnar, en annað kvöld klárast 8-liða úrslitin með þremur leikjum. Kronau mætir Dusseldorf, Wilhalmshavener mætir Flensburg og Hamburg tekur á móti Magdeburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×