Golf

Birgir Leifur hefur leik í kvöld

Mynd/Eiríkur

Birgir Leifur Hafþórsson á teig klukkan 23:30 að íslenskum tíma í kvöld á Opna Indónesíumótinu. Hann er kominn með bloggsíðu og var rétt í þessu að skrifa blogg dagsins og segir meðal annars frá því að verið er að búa til þátt um hann á Europeantour weekly.

Birgir Leifur greinir frá þessu á bloggsíðu sinni á kylfingur.is. Smelltu hér til að lesa hvað Birgir hafði að segja um undirbúning sinn fyrir mótið. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beina útsendingu frá mótinu snemma á sunnudagsmorgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×