Fleiri fréttir Middlesbrough kaupir Woodgate Real Madrid hefur tilkynnt að félagið hafi náð samkomulagi um formlega sölu á enska landsliðsvarnarmanninum Jonathan Woodgate til Middlesbrough. Woodgate hefur spilað sem lánsmaður á Englandi á leiktíðinni og hefur náð að vinna sér sæti í enska landsliðinu á ný. Hann er 27 ára gamall en hefur átt við þrálát meiðsli að stríða í nokkur ár. 5.2.2007 18:24 Mayweather: Hatton er fitubolla Bandaríski hnefaleikarinn Floyd Mayweather hefur ekki í hyggju að mæta Bretanum Ricky Hatton í hringnum áður en hann leggur hanskana á hilluna og segir Hatton ekkert annað en pappakassa með bjórvömb sem sé nógu góður til að pússa skóna sína og slá hjá sér grasið. 5.2.2007 17:24 Safn til minningar um Heiðar Ákveðið hefur verið að koma á fót vélhjólasafni til heiðurs einum virtasta mótorhjólamanni Íslands, Heidda #10 sem lést í fyrra af slysförum. Það eru vinir hans og bræður sem standa fyrir þessu. 5.2.2007 17:05 Ronaldo á að fara til Barcelona Luiz Felipe Scolari, landsliðsþjálfari Portúgala, segir að Cristiano Ronaldo hjá Manchester United ætti að fara frá liðinu og ganga í raðir Barcelona á Spáni. Ronaldo hefur verið frábær með United í vetur, en "Stóri-Phil" segir tíma kominn á breytingar hjá hinum 22 ára gamla vængmanni. 5.2.2007 16:00 6th TransAtlantic Offroad Challenge aflýst Tilkynning barst áðan inn á vef "Vélhjólaíþróttaklúbbsins" að það væri búið að aflýsa stærstu og vinsælustu endurokeppni Íslands. Bréfið er svohljóðandi: Bölvanlegt að þurfa að tilkynna þetta. En því miður verður ekki keppt hérna á Klaustri í ár. 5.2.2007 15:31 Heiðar í liði vikunnar á Sky Heiðar Helguson var kjörinn í úrvalslið vikunnar af sérfræðingum Sky sjónvarpsstöðvarinnar eftir frammistöðu sína með Fulham um helgina, en hann skoraði fyrsta mark Fulham í dýrmætum sigri liðsins á Newcastle. Heiðar fékk 9 í einkunn og var sagður hafa gert varnarmönnum Newcastle lífið leitt frá fyrstu mínútu. 5.2.2007 15:24 Eto´o: Næ ekki fullum styrk fyrr en eftir eitt ár Kamerúninn Samuel Eto´o sneri aftur úr meiðslum með liði Barcelona í gær þegar hann lék síðustu fimm mínúturnar í daufu jafntefli Börsunga við Osasuna. Spænskir fjölmiðlar spá því að hann verði jafnvel í byrjunarliði Barcelona í næsta leik þegar meistararnir mæta Santander næsta laugardag, en leikmaðurinn segir sig eiga langt í land með að ná bata. 5.2.2007 15:03 Kahn: Örvænting í vörninni hjá Bayern Markvörðurinn Oliver Kahn segir að örvænting ríki í varnarleik Þýskalandsmeistara Bayern Munchen og segir að gríðarlegar breytingar verði að eiga sér stað innan liðsins ef það eigi að tryggja sér Evrópusæti í deildinni í vor. Bayern steinlá 3-0 fyrir Nurnberg um helgina og situr nú í fjórða sæti deildarinnar. 5.2.2007 14:54 Capello ætlar að halda ótrauður áfram Ítalski þjálfarinn Fabio Capello hjá Real Madrid ætlar ekki að láta niðurlægjandi tap liðsins gegn Levante í gær hafa áhrif á sig og segist fullviss um að liðið geti náð að gera fína hluti í vor. Tap Real í gær var hið fjórða í síðustu fimm leikjum og stuðningsmenn Real létu vel í sér heyra eftir vonbrigðin í gær. 5.2.2007 14:45 Rooney verður í enska hópnum Wayne Rooney verður í enska landsliðshópnum sem mætir Spánverjum í vináttuleik á miðvikudagskvöldið, en framherjinn Andrew Johnson hefur dregið sig úr hópnum vegna ökklameiðsla. Leikurinn fer fram á Old Trafford í Manchester og verður sýndur beint á Sýn. 5.2.2007 14:36 Anaheim 3 úrslit. James Stewart var fljótastur alla helgina og náði hann að landa sínum þriðja sigri í Anaheim í Kalíforníu. Chad Reed lét hann þó vinna fyrir kaupinu sínu og virðist sem hann sé allur að koma til eftir að hafa meiðst á öxl en hann lenti í öðru sæti. Tim Ferry endaði þriðji,30 sekúndum á eftir fyrsta manni. 5.2.2007 12:42 Colts unnu ofurskálina Indianapolis Colts unnu ofurskálina í úrslitaleik bandarísku ruðningsdeildarinnar í gær. Þeir báru sigurorð af Chicago Bears 29-17. Leikurinn um ofurskálina eða „superbowl" er einn allrastærsti sjónvarps- og íþróttaviðburður ársins í Bandaríkjunum en talið er að fylgst hafi verið með leiknum á hátt í 50 milljón bandarískum heimilum. Poppstjarnan Prince sá um skemmtunina í hálfleik og þótti standa sig vel. 5.2.2007 07:27 Indianapolis Colts sigraði í Superbowl Indianapolis Colts sigraði Chicago Bears 29-17 í nótt í 41. úrslitaleiknum í NFL deildinni, Superbowl. Chicago komst í 14-6 í leiknum sem spilaður var við erfið skilyrði á Flórída í ausandi rigningu, en Peyton Manning og félagar hristu af sér slenið og unnu verðskuldaðan sigur í leik margra mistaka. 5.2.2007 03:08 Detroit herðir takið á Cleveland Liðsmenn Detroit Pistons minntu LeBron James og félaga í Cleveland Cavaliers rækilega á það í nótt að liðið á enn nokkuð í að geta kallað sig stórveldi í Austurdeildinni. Detroit vann auðveldan útisigur á Cleveland 90-78 og var það fimmti sigur Detroit á Cleveland í röð í deildarkeppninni. 5.2.2007 02:22 O´Shea ætlar að rukka inn bónusinn fyrir að halda hreinu Írski varnarmaðurinn John O´Shea fékk það erfiða hlutverk að þurfa að standa í marki Manchester United síðustu tíu mínúturnar í sigri liðsins á Tottenham á útivelli. O´Shea viðurkenndi að hann hefði verið ansi taugaveiklaður þegar hann spilaði í fyrsta sinn sem markvörður í ensku úrvalsdeildinni. 4.2.2007 19:42 "Ó, þetta er svo ljúft" Þetta söng bróðurpartur áhorfenda í Köln þegar Þjóðverjar urðu heimsmeistarar í handknattleik í dag og leikmenn liðsins trylltust af fögnuði niðri á gólfi, klæddir kórónum og gerviskeggi. Þessi útbúnaður sem sjá má hér á myndinni var til heiðurs núverandi- og fyrrverandi þjálfurum liðsins. 4.2.2007 18:28 Balic besti maður mótsins Króatinn magnaði Ivano Balic var kjörinn leikmaður heimsmeistaramótsins í handknattleik sem lauk í Köln í dag. Þá var einnig valið úrvalslið mótsins, en enginn íslendingur komst þar á blað. 4.2.2007 18:18 United valtaði yfir Tottenham Manchester United jók í dag forskot sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í sex stig á ný eftir sannfærandi 4-0 sigur á lánlausu liði Tottenham á White Hart Lane í dag. Tottenham hélt í við toppliðið allt til loka fyrri hálfleiks þegar Cristiano Ronaldo kom United yfir úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur - en eftir það var leikurinn eign þeirra rauðu. 4.2.2007 18:02 Ólafur Stefánsson gaf flestar stoðsendingar Íslensku leikmennirnir á HM voru mjög áberandi meðal efstu manna í helstu tölfræðiþáttum í sóknarleiknum. Guðjón Valur varð markakóngur og Ólafur Stefánsson sendi flestar stoðsendingar allra á mótinu. Ólafur hirti einnig toppsætið á listanum yfir þá leikmenn sem voru með flest mörk og stoðsendingar samanlagt. 4.2.2007 17:30 Guðjón Valur markakóngur á HM Guðjón Valur Sigurðsson varð markahæsti leikmaðurinn á HM í Þýskalandi og skoraði hann 66 mörk í 10 leikjum, 9 mörkum meira en Tékkinn Philip Jicha sem reyndar spilaði aðeins 8 leiki á mótinu. Pólverjinn Karol Bielecki skoraði 56 mörk og stórskyttan Koksharov frá Rússlandi varð þriðji með 55 mörk. Íslenska liðið átti 5 af 10 markahæstu mönnum mótsins. 4.2.2007 17:17 Lokastaðan á HM Einu glæsilegasta heimsmeistaramóti sem haldið hefur verið í handknattleik lauk í dag þar sem gestgjafarnir Þjóðverjar stóðu uppi sem sigurvegarar. Spútniklið keppninnar Pólverjar urðu í öðru sæti, en áhugamennirnir frá Ástralíu, sem sjálfir greiddu fyrir farseðil sinn á mótið, ráku lestina. 4.2.2007 17:10 Þjóðverjar heimsmeistarar í handbolta Þjóðverjar eru heimsmeistarar í handbolta eftir 29-24 sigur á Pólverjum í úrslitaleik í Köln í dag. Þjóðverjar höfðu yfir í hálfleik 17-13 og höfðu yfirhöndina allan leikinn. Pólverjar náðu góðum leikkafla um miðjan síðari hálfleik og náðu að minnka muninn í 22-21 en þá tóku heimamenn mikla rispu og tryggðu sér verðskuldaðan sigur. 4.2.2007 16:50 Everton-menn ósáttir við ummæli Benitez Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, er í litlu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Everton í dag eftir að hann lét þau ummæli falla í gær að Everton væri smálið. Framkvæmdastjóri Everton segir Benitez vera einn um sínar skoðanir. 4.2.2007 14:48 Danir hirtu bronsið Danir tryggðu sér í dag bronsverðlaunin á HM í handbolta með því að leggja Frakka 34-27 í leiknum um þriðja sætið í Köln, eftir að hafa náð góðri forystu í hálfleik 21-15. Lars Christiansen skoraði 9 mörk fyrir Dani, sem eru ekki óvanir því að næla sér í bronsverðlaun á stórmótum undanfarin ár. 4.2.2007 14:43 Stenson sigraði í Dubai Svíinn Henrik Stenson sigraði á Dubai Desert Classic mótinu í golfi sem lauk í dag. Stenson spilaði lokahringinn á fjórum undir pari, 68 höggum, og varð einu höggi á undan Ernie Els og tveimur á undan Tiger Woods sem átti titil að verja á mótinu. 4.2.2007 14:38 Þriðji sigur Utah á Phoenix í vetur Utah Jazz lagði Phoenix Suns nokkuð óvænt á útivelli í NBA deildinni í körfubolta í nótt og var þetta þriðji sigur Utah á Phoenix í vetur. Jazz ber því ábyrgð á vænum hluta aðeins 10 tapleikja Phoenix, en þar af eru tvö þeirra á heimavelli Suns. Þá áttust þeir Kobe Bryant og Gilbert Arenas við í miklu einvígi Washington og LA Lakers. 4.2.2007 14:02 United hefur yfir gegn Tottenham Manchester United hefur yfir 1-0 gegn Tottenham á White Hart Lane þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Það var hinn magnaði Cristiano Ronaldo sem skoraði mark United úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikhlé. 4.2.2007 17:00 Þjóðverjar yfir í hálfleik Þjóðverjar hafa yfir 17-13 gegn Pólverjum þegar flautað hefur verið til leikhlés í úrslitaleiknum á HM í handbolta. Þjóðverjarnir gerðu sig líklega til að stinga af fljótlega í leiknum en þeir pólsku eru gríðarlega baráttuglaðir og hafa náð að halda í við heimamenn sem eru vel studdir af 19.000 áhorfendum í Köln. 4.2.2007 16:00 Óvæntur sigur AZ á PSV Grétar Rafn Steinsson og félagar í AZ Alkmaar í Hollandi gerðu sér lítið fyrir og lögðu meistara PSV Eindhoven á útivelli í hollensku deildinni í dag 3-2. Grétar Rafn spilaði allan tímann í liði AZ, sem minnkaði forskot PSV niður í sex stig á toppi deildarinnar. 3.2.2007 22:19 Síðustu leikir skipbrot "Niðurstaðan er svolítil vonbrigði því við vorum svo nálægt því að komast í undanúrslitin," sagð Logi Geirsson sem átti mjög góðan leik í gær og hann stóð sig reyndar alveg frábærlega á þessu fyrsta stórmóti sem hann tekur almennilega þátt í. 3.2.2007 19:48 Jafnt hjá Arsenal og Middlesbrough Middlesbrough og Arsenal skildu jöfn 1-1 í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Yakubu kom Boro yfir úr vítaspyrnu og var Philippe Senderos hjá Arsenal vikið af velli í kjölfarið. Arsenal náði hinsvegar að jafna eftir skyndisókn á 77. mínútu og þar var að verki Thierry Henry. 3.2.2007 19:42 Króatar tryggðu sér fimmta sætið Króatíska landsliðið tryggði sér í dag fimmta sætið á HM með öruggum sigri á Rússum 34-25 eftir að hafa verið yfir 18-12 í hálfleik. Konstantin Igropulo var markahæstur hjá Rússum með 9 mörk en Vedran Zrnic skoraði 11 mörk fyrir Króata og arkitektinn Ivano Balic skoraði 8 mörk. 3.2.2007 17:44 Heiðar skoraði fyrir Fulham Chelsea náði í dag að minnka forskotið á Manchester United niður í þrjú stig á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 1-0 útisigri á Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Charlton. Heiðar Helguson var á skotskónum hjá Fulham í sigri á Newcastle og West Ham tapaði enn einum leiknum. 3.2.2007 17:31 Formúlan fer til Abu Dhabi Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone hefur náð samkomulagi við yfirvöld í Abu Dhabi í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum um að þar verði keppt í Formúlu 1 frá árinu 2009. Ekkert verður að venju til sparað við hönnun brautarinnar sem Ecclestone fullyrðir að verði sú besta í heiminum og verður hún byggð á manngerðri eyju. 3.2.2007 15:39 Everton og Liverpool skildu jöfn Grannliðin í Liverpool gerðu markalaust jafntefli í einvígi sínu á Anfield í dag. Everton varðist vel gegn Liverpool og þó þeir rauðu hafi verið með yfrburði í leiknum, náðu þeir ekki að tryggja sér sigur. Mark var dæmt af Craig Bellamy og Tim Howard sá vel við Peter Crouch, en besta færi leiksins átti Andrew Johnson hjá Everton, en hann lét Reina í marki Liverpool verja frá sér. 3.2.2007 15:33 Alfreð: Sæmilega sáttur með 8. sætið Alfreð Gíslason segist ekki alfarð ósáttur við að ná 8. sætinu á HM í handbolta og segir leikinn við Dani hafa ráðið gríðarlega miklu um niðurstöðuna. Hann segir skort á breidd hafa verið helstu hindrunina fyrir íslenska liðið á mótinu. 3.2.2007 14:52 Óskemmtileg endurkoma Hargreaves Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves sneri aftur með liði Bayern Munchen í gærkvöldi eftir langa fjarveru vegna fótbrots. Ekki er hægt að segja að frumraun Hargreaves og nýja þjálfarans Ottmar Hitzfeld hafi verið glæsileg, því meistararnir steinlágu fyrir Nurnberg 3-0. 3.2.2007 14:50 Ólympíusætið fjarlægur möguleiki Í kjölfar taps íslenska liðsins fyrir Spánverjum í dag eru möguleikar liðsins til að komast á Ólympíuleikana í Kína orðnir nokkuð langsóttir, en sæti 2-7 á HM nú hefði gefið sæti í undankeppni fyrir Ólympíuleikana. 8. sætið þýðir hinsvegar að nú þarf íslenska liðið að tryggja sér sætið í gegn um Evrópumótið - ef liðið kemst þá þangað. 3.2.2007 14:35 Hetjuleg barátta en tap Spánverjar sigruðu Íslendinga 40-36 í leiknum um sjöunda sætið á HM í handbolta. Íslendingar börðust hetjulega í síðari hálfleiknum eftir að þeir lentu átta mörkum undir og náðu mest að minnka muninn í tvö mörk. Spánverjar, sem eru heimsmeistarar síðan 2005, reyndust hinsvegar ókleyfur múr. Fyrri hálfleikurinn varð banabiti íslenska liðsins en þá fóru fjölmörg dauðafæri forgörðum. 3.2.2007 14:19 Els í forystu að loknum þriðja degi Nú er þriðja hringnum á Dubai Classic mótinu í golfi lokið og Suður-Afríkumaurinn Ernie Els hefur þar tveggja högga forystu og er á 17 höggum undir pari. Þeir Jyoti Randhawa, Henrik Stenson og Ross Fisher eru í öðru sæti á 15 undir og Tiger Woods er þar skammt á eftir. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beina útsendingu frá lokahringnum í fyrramálið klukkan 9:00. 3.2.2007 14:15 Lögreglumaður lét lífið í óeirðum á Sikiley Öllum leikjum í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu hefur verið frestað um óákveðinn tíma eftir að lögreglumaður lét lífið í óeirðum á leik grannliðanna Catania og Palermo á Stadio Massimino. Þá hefur vináttuleik Ítala og Rúmena á miðvikudaginn einnig verið frestað. 3.2.2007 14:07 Vafasamt met hjá Boston Tíu leikir fóru fram í NBA í nótt. Indiana lagði LA Lakers í beinni útsendingu á Sýn. Sögufrægt lið Boston Celtics tapaði í nótt 14. leik sínum í röð og er þetta lengsta taphrina þessa stórveldis sem á að baki 16. meistaratitla. Denver vann langþráðan sigur þegar liðið skellti Portland í framlengingu. 3.2.2007 13:20 Spánverjar yfir Þegar fyrri hálfleikur er rétt um hálfnaður eru Spánverjar með eins marks forystu gegn Íslendingum 9-8. Birkir Ívar byrjar vel í markinu og enn getur allt gerst. 3.2.2007 13:16 Leikur Íslands og Spánar hafinn Leikur Íslendinga og Spánverja er hafinn í Köln-Arena fyrir framan 19 þúsund áhorfendur. Lið Íslands er hið sama og það hefur verið í undanförnum leikjum. Staðan er 3-2 fyrir Spáni eftir fimm mínútur. Snorri Steinn Guðjónsson hefur skorað bæði mörk Íslendinga. 3.2.2007 13:04 Superbowl á morgun Stærsti viðburður bandaríska íþróttaársins er á morgun þegar 41. Superbowl-leikurinn fer fram í Flórída. Liðin sem mætast eru Indianapolis Colts og Chicago Bears. Liðin hafa hvorugt komist í úrslitaleikinn í áratugi, Bears léku síðast Superbowl-leik fyrir meira en 20 árum en Colts, sem þá hétu Baltimore Colts, léku síðast Superbowl-leik fyrir 36 árum. 3.2.2007 12:49 Sjá næstu 50 fréttir
Middlesbrough kaupir Woodgate Real Madrid hefur tilkynnt að félagið hafi náð samkomulagi um formlega sölu á enska landsliðsvarnarmanninum Jonathan Woodgate til Middlesbrough. Woodgate hefur spilað sem lánsmaður á Englandi á leiktíðinni og hefur náð að vinna sér sæti í enska landsliðinu á ný. Hann er 27 ára gamall en hefur átt við þrálát meiðsli að stríða í nokkur ár. 5.2.2007 18:24
Mayweather: Hatton er fitubolla Bandaríski hnefaleikarinn Floyd Mayweather hefur ekki í hyggju að mæta Bretanum Ricky Hatton í hringnum áður en hann leggur hanskana á hilluna og segir Hatton ekkert annað en pappakassa með bjórvömb sem sé nógu góður til að pússa skóna sína og slá hjá sér grasið. 5.2.2007 17:24
Safn til minningar um Heiðar Ákveðið hefur verið að koma á fót vélhjólasafni til heiðurs einum virtasta mótorhjólamanni Íslands, Heidda #10 sem lést í fyrra af slysförum. Það eru vinir hans og bræður sem standa fyrir þessu. 5.2.2007 17:05
Ronaldo á að fara til Barcelona Luiz Felipe Scolari, landsliðsþjálfari Portúgala, segir að Cristiano Ronaldo hjá Manchester United ætti að fara frá liðinu og ganga í raðir Barcelona á Spáni. Ronaldo hefur verið frábær með United í vetur, en "Stóri-Phil" segir tíma kominn á breytingar hjá hinum 22 ára gamla vængmanni. 5.2.2007 16:00
6th TransAtlantic Offroad Challenge aflýst Tilkynning barst áðan inn á vef "Vélhjólaíþróttaklúbbsins" að það væri búið að aflýsa stærstu og vinsælustu endurokeppni Íslands. Bréfið er svohljóðandi: Bölvanlegt að þurfa að tilkynna þetta. En því miður verður ekki keppt hérna á Klaustri í ár. 5.2.2007 15:31
Heiðar í liði vikunnar á Sky Heiðar Helguson var kjörinn í úrvalslið vikunnar af sérfræðingum Sky sjónvarpsstöðvarinnar eftir frammistöðu sína með Fulham um helgina, en hann skoraði fyrsta mark Fulham í dýrmætum sigri liðsins á Newcastle. Heiðar fékk 9 í einkunn og var sagður hafa gert varnarmönnum Newcastle lífið leitt frá fyrstu mínútu. 5.2.2007 15:24
Eto´o: Næ ekki fullum styrk fyrr en eftir eitt ár Kamerúninn Samuel Eto´o sneri aftur úr meiðslum með liði Barcelona í gær þegar hann lék síðustu fimm mínúturnar í daufu jafntefli Börsunga við Osasuna. Spænskir fjölmiðlar spá því að hann verði jafnvel í byrjunarliði Barcelona í næsta leik þegar meistararnir mæta Santander næsta laugardag, en leikmaðurinn segir sig eiga langt í land með að ná bata. 5.2.2007 15:03
Kahn: Örvænting í vörninni hjá Bayern Markvörðurinn Oliver Kahn segir að örvænting ríki í varnarleik Þýskalandsmeistara Bayern Munchen og segir að gríðarlegar breytingar verði að eiga sér stað innan liðsins ef það eigi að tryggja sér Evrópusæti í deildinni í vor. Bayern steinlá 3-0 fyrir Nurnberg um helgina og situr nú í fjórða sæti deildarinnar. 5.2.2007 14:54
Capello ætlar að halda ótrauður áfram Ítalski þjálfarinn Fabio Capello hjá Real Madrid ætlar ekki að láta niðurlægjandi tap liðsins gegn Levante í gær hafa áhrif á sig og segist fullviss um að liðið geti náð að gera fína hluti í vor. Tap Real í gær var hið fjórða í síðustu fimm leikjum og stuðningsmenn Real létu vel í sér heyra eftir vonbrigðin í gær. 5.2.2007 14:45
Rooney verður í enska hópnum Wayne Rooney verður í enska landsliðshópnum sem mætir Spánverjum í vináttuleik á miðvikudagskvöldið, en framherjinn Andrew Johnson hefur dregið sig úr hópnum vegna ökklameiðsla. Leikurinn fer fram á Old Trafford í Manchester og verður sýndur beint á Sýn. 5.2.2007 14:36
Anaheim 3 úrslit. James Stewart var fljótastur alla helgina og náði hann að landa sínum þriðja sigri í Anaheim í Kalíforníu. Chad Reed lét hann þó vinna fyrir kaupinu sínu og virðist sem hann sé allur að koma til eftir að hafa meiðst á öxl en hann lenti í öðru sæti. Tim Ferry endaði þriðji,30 sekúndum á eftir fyrsta manni. 5.2.2007 12:42
Colts unnu ofurskálina Indianapolis Colts unnu ofurskálina í úrslitaleik bandarísku ruðningsdeildarinnar í gær. Þeir báru sigurorð af Chicago Bears 29-17. Leikurinn um ofurskálina eða „superbowl" er einn allrastærsti sjónvarps- og íþróttaviðburður ársins í Bandaríkjunum en talið er að fylgst hafi verið með leiknum á hátt í 50 milljón bandarískum heimilum. Poppstjarnan Prince sá um skemmtunina í hálfleik og þótti standa sig vel. 5.2.2007 07:27
Indianapolis Colts sigraði í Superbowl Indianapolis Colts sigraði Chicago Bears 29-17 í nótt í 41. úrslitaleiknum í NFL deildinni, Superbowl. Chicago komst í 14-6 í leiknum sem spilaður var við erfið skilyrði á Flórída í ausandi rigningu, en Peyton Manning og félagar hristu af sér slenið og unnu verðskuldaðan sigur í leik margra mistaka. 5.2.2007 03:08
Detroit herðir takið á Cleveland Liðsmenn Detroit Pistons minntu LeBron James og félaga í Cleveland Cavaliers rækilega á það í nótt að liðið á enn nokkuð í að geta kallað sig stórveldi í Austurdeildinni. Detroit vann auðveldan útisigur á Cleveland 90-78 og var það fimmti sigur Detroit á Cleveland í röð í deildarkeppninni. 5.2.2007 02:22
O´Shea ætlar að rukka inn bónusinn fyrir að halda hreinu Írski varnarmaðurinn John O´Shea fékk það erfiða hlutverk að þurfa að standa í marki Manchester United síðustu tíu mínúturnar í sigri liðsins á Tottenham á útivelli. O´Shea viðurkenndi að hann hefði verið ansi taugaveiklaður þegar hann spilaði í fyrsta sinn sem markvörður í ensku úrvalsdeildinni. 4.2.2007 19:42
"Ó, þetta er svo ljúft" Þetta söng bróðurpartur áhorfenda í Köln þegar Þjóðverjar urðu heimsmeistarar í handknattleik í dag og leikmenn liðsins trylltust af fögnuði niðri á gólfi, klæddir kórónum og gerviskeggi. Þessi útbúnaður sem sjá má hér á myndinni var til heiðurs núverandi- og fyrrverandi þjálfurum liðsins. 4.2.2007 18:28
Balic besti maður mótsins Króatinn magnaði Ivano Balic var kjörinn leikmaður heimsmeistaramótsins í handknattleik sem lauk í Köln í dag. Þá var einnig valið úrvalslið mótsins, en enginn íslendingur komst þar á blað. 4.2.2007 18:18
United valtaði yfir Tottenham Manchester United jók í dag forskot sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í sex stig á ný eftir sannfærandi 4-0 sigur á lánlausu liði Tottenham á White Hart Lane í dag. Tottenham hélt í við toppliðið allt til loka fyrri hálfleiks þegar Cristiano Ronaldo kom United yfir úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur - en eftir það var leikurinn eign þeirra rauðu. 4.2.2007 18:02
Ólafur Stefánsson gaf flestar stoðsendingar Íslensku leikmennirnir á HM voru mjög áberandi meðal efstu manna í helstu tölfræðiþáttum í sóknarleiknum. Guðjón Valur varð markakóngur og Ólafur Stefánsson sendi flestar stoðsendingar allra á mótinu. Ólafur hirti einnig toppsætið á listanum yfir þá leikmenn sem voru með flest mörk og stoðsendingar samanlagt. 4.2.2007 17:30
Guðjón Valur markakóngur á HM Guðjón Valur Sigurðsson varð markahæsti leikmaðurinn á HM í Þýskalandi og skoraði hann 66 mörk í 10 leikjum, 9 mörkum meira en Tékkinn Philip Jicha sem reyndar spilaði aðeins 8 leiki á mótinu. Pólverjinn Karol Bielecki skoraði 56 mörk og stórskyttan Koksharov frá Rússlandi varð þriðji með 55 mörk. Íslenska liðið átti 5 af 10 markahæstu mönnum mótsins. 4.2.2007 17:17
Lokastaðan á HM Einu glæsilegasta heimsmeistaramóti sem haldið hefur verið í handknattleik lauk í dag þar sem gestgjafarnir Þjóðverjar stóðu uppi sem sigurvegarar. Spútniklið keppninnar Pólverjar urðu í öðru sæti, en áhugamennirnir frá Ástralíu, sem sjálfir greiddu fyrir farseðil sinn á mótið, ráku lestina. 4.2.2007 17:10
Þjóðverjar heimsmeistarar í handbolta Þjóðverjar eru heimsmeistarar í handbolta eftir 29-24 sigur á Pólverjum í úrslitaleik í Köln í dag. Þjóðverjar höfðu yfir í hálfleik 17-13 og höfðu yfirhöndina allan leikinn. Pólverjar náðu góðum leikkafla um miðjan síðari hálfleik og náðu að minnka muninn í 22-21 en þá tóku heimamenn mikla rispu og tryggðu sér verðskuldaðan sigur. 4.2.2007 16:50
Everton-menn ósáttir við ummæli Benitez Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, er í litlu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Everton í dag eftir að hann lét þau ummæli falla í gær að Everton væri smálið. Framkvæmdastjóri Everton segir Benitez vera einn um sínar skoðanir. 4.2.2007 14:48
Danir hirtu bronsið Danir tryggðu sér í dag bronsverðlaunin á HM í handbolta með því að leggja Frakka 34-27 í leiknum um þriðja sætið í Köln, eftir að hafa náð góðri forystu í hálfleik 21-15. Lars Christiansen skoraði 9 mörk fyrir Dani, sem eru ekki óvanir því að næla sér í bronsverðlaun á stórmótum undanfarin ár. 4.2.2007 14:43
Stenson sigraði í Dubai Svíinn Henrik Stenson sigraði á Dubai Desert Classic mótinu í golfi sem lauk í dag. Stenson spilaði lokahringinn á fjórum undir pari, 68 höggum, og varð einu höggi á undan Ernie Els og tveimur á undan Tiger Woods sem átti titil að verja á mótinu. 4.2.2007 14:38
Þriðji sigur Utah á Phoenix í vetur Utah Jazz lagði Phoenix Suns nokkuð óvænt á útivelli í NBA deildinni í körfubolta í nótt og var þetta þriðji sigur Utah á Phoenix í vetur. Jazz ber því ábyrgð á vænum hluta aðeins 10 tapleikja Phoenix, en þar af eru tvö þeirra á heimavelli Suns. Þá áttust þeir Kobe Bryant og Gilbert Arenas við í miklu einvígi Washington og LA Lakers. 4.2.2007 14:02
United hefur yfir gegn Tottenham Manchester United hefur yfir 1-0 gegn Tottenham á White Hart Lane þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Það var hinn magnaði Cristiano Ronaldo sem skoraði mark United úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikhlé. 4.2.2007 17:00
Þjóðverjar yfir í hálfleik Þjóðverjar hafa yfir 17-13 gegn Pólverjum þegar flautað hefur verið til leikhlés í úrslitaleiknum á HM í handbolta. Þjóðverjarnir gerðu sig líklega til að stinga af fljótlega í leiknum en þeir pólsku eru gríðarlega baráttuglaðir og hafa náð að halda í við heimamenn sem eru vel studdir af 19.000 áhorfendum í Köln. 4.2.2007 16:00
Óvæntur sigur AZ á PSV Grétar Rafn Steinsson og félagar í AZ Alkmaar í Hollandi gerðu sér lítið fyrir og lögðu meistara PSV Eindhoven á útivelli í hollensku deildinni í dag 3-2. Grétar Rafn spilaði allan tímann í liði AZ, sem minnkaði forskot PSV niður í sex stig á toppi deildarinnar. 3.2.2007 22:19
Síðustu leikir skipbrot "Niðurstaðan er svolítil vonbrigði því við vorum svo nálægt því að komast í undanúrslitin," sagð Logi Geirsson sem átti mjög góðan leik í gær og hann stóð sig reyndar alveg frábærlega á þessu fyrsta stórmóti sem hann tekur almennilega þátt í. 3.2.2007 19:48
Jafnt hjá Arsenal og Middlesbrough Middlesbrough og Arsenal skildu jöfn 1-1 í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Yakubu kom Boro yfir úr vítaspyrnu og var Philippe Senderos hjá Arsenal vikið af velli í kjölfarið. Arsenal náði hinsvegar að jafna eftir skyndisókn á 77. mínútu og þar var að verki Thierry Henry. 3.2.2007 19:42
Króatar tryggðu sér fimmta sætið Króatíska landsliðið tryggði sér í dag fimmta sætið á HM með öruggum sigri á Rússum 34-25 eftir að hafa verið yfir 18-12 í hálfleik. Konstantin Igropulo var markahæstur hjá Rússum með 9 mörk en Vedran Zrnic skoraði 11 mörk fyrir Króata og arkitektinn Ivano Balic skoraði 8 mörk. 3.2.2007 17:44
Heiðar skoraði fyrir Fulham Chelsea náði í dag að minnka forskotið á Manchester United niður í þrjú stig á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 1-0 útisigri á Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Charlton. Heiðar Helguson var á skotskónum hjá Fulham í sigri á Newcastle og West Ham tapaði enn einum leiknum. 3.2.2007 17:31
Formúlan fer til Abu Dhabi Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone hefur náð samkomulagi við yfirvöld í Abu Dhabi í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum um að þar verði keppt í Formúlu 1 frá árinu 2009. Ekkert verður að venju til sparað við hönnun brautarinnar sem Ecclestone fullyrðir að verði sú besta í heiminum og verður hún byggð á manngerðri eyju. 3.2.2007 15:39
Everton og Liverpool skildu jöfn Grannliðin í Liverpool gerðu markalaust jafntefli í einvígi sínu á Anfield í dag. Everton varðist vel gegn Liverpool og þó þeir rauðu hafi verið með yfrburði í leiknum, náðu þeir ekki að tryggja sér sigur. Mark var dæmt af Craig Bellamy og Tim Howard sá vel við Peter Crouch, en besta færi leiksins átti Andrew Johnson hjá Everton, en hann lét Reina í marki Liverpool verja frá sér. 3.2.2007 15:33
Alfreð: Sæmilega sáttur með 8. sætið Alfreð Gíslason segist ekki alfarð ósáttur við að ná 8. sætinu á HM í handbolta og segir leikinn við Dani hafa ráðið gríðarlega miklu um niðurstöðuna. Hann segir skort á breidd hafa verið helstu hindrunina fyrir íslenska liðið á mótinu. 3.2.2007 14:52
Óskemmtileg endurkoma Hargreaves Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves sneri aftur með liði Bayern Munchen í gærkvöldi eftir langa fjarveru vegna fótbrots. Ekki er hægt að segja að frumraun Hargreaves og nýja þjálfarans Ottmar Hitzfeld hafi verið glæsileg, því meistararnir steinlágu fyrir Nurnberg 3-0. 3.2.2007 14:50
Ólympíusætið fjarlægur möguleiki Í kjölfar taps íslenska liðsins fyrir Spánverjum í dag eru möguleikar liðsins til að komast á Ólympíuleikana í Kína orðnir nokkuð langsóttir, en sæti 2-7 á HM nú hefði gefið sæti í undankeppni fyrir Ólympíuleikana. 8. sætið þýðir hinsvegar að nú þarf íslenska liðið að tryggja sér sætið í gegn um Evrópumótið - ef liðið kemst þá þangað. 3.2.2007 14:35
Hetjuleg barátta en tap Spánverjar sigruðu Íslendinga 40-36 í leiknum um sjöunda sætið á HM í handbolta. Íslendingar börðust hetjulega í síðari hálfleiknum eftir að þeir lentu átta mörkum undir og náðu mest að minnka muninn í tvö mörk. Spánverjar, sem eru heimsmeistarar síðan 2005, reyndust hinsvegar ókleyfur múr. Fyrri hálfleikurinn varð banabiti íslenska liðsins en þá fóru fjölmörg dauðafæri forgörðum. 3.2.2007 14:19
Els í forystu að loknum þriðja degi Nú er þriðja hringnum á Dubai Classic mótinu í golfi lokið og Suður-Afríkumaurinn Ernie Els hefur þar tveggja högga forystu og er á 17 höggum undir pari. Þeir Jyoti Randhawa, Henrik Stenson og Ross Fisher eru í öðru sæti á 15 undir og Tiger Woods er þar skammt á eftir. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beina útsendingu frá lokahringnum í fyrramálið klukkan 9:00. 3.2.2007 14:15
Lögreglumaður lét lífið í óeirðum á Sikiley Öllum leikjum í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu hefur verið frestað um óákveðinn tíma eftir að lögreglumaður lét lífið í óeirðum á leik grannliðanna Catania og Palermo á Stadio Massimino. Þá hefur vináttuleik Ítala og Rúmena á miðvikudaginn einnig verið frestað. 3.2.2007 14:07
Vafasamt met hjá Boston Tíu leikir fóru fram í NBA í nótt. Indiana lagði LA Lakers í beinni útsendingu á Sýn. Sögufrægt lið Boston Celtics tapaði í nótt 14. leik sínum í röð og er þetta lengsta taphrina þessa stórveldis sem á að baki 16. meistaratitla. Denver vann langþráðan sigur þegar liðið skellti Portland í framlengingu. 3.2.2007 13:20
Spánverjar yfir Þegar fyrri hálfleikur er rétt um hálfnaður eru Spánverjar með eins marks forystu gegn Íslendingum 9-8. Birkir Ívar byrjar vel í markinu og enn getur allt gerst. 3.2.2007 13:16
Leikur Íslands og Spánar hafinn Leikur Íslendinga og Spánverja er hafinn í Köln-Arena fyrir framan 19 þúsund áhorfendur. Lið Íslands er hið sama og það hefur verið í undanförnum leikjum. Staðan er 3-2 fyrir Spáni eftir fimm mínútur. Snorri Steinn Guðjónsson hefur skorað bæði mörk Íslendinga. 3.2.2007 13:04
Superbowl á morgun Stærsti viðburður bandaríska íþróttaársins er á morgun þegar 41. Superbowl-leikurinn fer fram í Flórída. Liðin sem mætast eru Indianapolis Colts og Chicago Bears. Liðin hafa hvorugt komist í úrslitaleikinn í áratugi, Bears léku síðast Superbowl-leik fyrir meira en 20 árum en Colts, sem þá hétu Baltimore Colts, léku síðast Superbowl-leik fyrir 36 árum. 3.2.2007 12:49