Handbolti

Hetjuleg barátta en tap

Óli Stefáns skoraði átta í dag
Óli Stefáns skoraði átta í dag

Spánverjar sigruðu Íslendinga 40-36 í leiknum um sjöunda sætið á HM í handbolta. Íslendingar börðust hetjulega í síðari hálfleiknum eftir að þeir lentu átta mörkum undir og náðu mest að minnka muninn í tvö mörk. Spánverjar, sem eru heimsmeistarar síðan 2005, reyndust hinsvegar ókleyfur múr. Fyrri hálfleikurinn varð banabiti íslenska liðsins en þá fóru fjölmörg dauðafæri forgörðum.

Markaskorar Íslands:

Snorri 5

Ólafur 8

Alexander 5

Logi 5

Guðjón Valur 8

Róbert 2

Vignir 2

Arnór 1






Fleiri fréttir

Sjá meira


×