Fleiri fréttir Frakkar ósáttir við dómgæslu Michael Guigou, leikmaður franska landsliðsins í handknattleik, segir að lélegar ákvarðanir dómaranna í undanúrslitaleiknum við Þjóðverja hafi kostað lið sitt sæti í úrslitunum. 2.2.2007 18:30 Tveir leikir í úrvalsdeild karla í kvöld Í kvöld fara fram tveir leikir í úrvalsdeild karla í körfbolta og einn í kvennaflokki. Í karlaflokki tekur Fjölnir á móti KR í Grafarvogi og Njarðvíkingar taka á móti Tindasólsmönnum. Breiðablik mætir svo ÍS í kvennaflokki. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15. 2.2.2007 18:15 Opin mótorkross æfing á morgun Á morgun, laugardaginn 3. febrúar verður Nítró með opna motocross æfingu. Farið verður í allar helstu grunnæfingarnar, t.d. beygjur, stört, þvottabretti, stökk ofl. Æfingarnar eru opnar öllum og það kostar ekkert að taka þátt. 2.2.2007 17:42 Indiana - LA Lakers í beinni á Sýn í kvöld Leikur Indiana Pacers og Los Angeles Lakers verður sýndur beint á Sýn á miðnætti í kvöld. Lið Indiana er enn að slípa sig saman eftir mikil leikmannaskipti á dögunum og hefur liðið unnið 24 leiki og tapað 21. Lakers hefur ekki gengið jafn vel undanfarið en liðið vann þó stórsigur á Boston í síðasta leik þar sem Kobe Bryant fór á kostum með 43 stigum. Lakers hefur unnið 28 leiki og tapað aðeins 18. 2.2.2007 17:02 Fisher í forystu á Dubai mótinu Breski kylfingurinn Ross Fisher hefur tveggja högga forystu á Earnie Els þegar tveimur hringjum er nú að verða lokið á Dubai Desert Classic mótinu í golfi. Fisher lék annan hringinn í röð á 65 höggum í dag og er samtals á 14 undir pari. Els á eftir að ljúka tveimur holum á öðrum hringnum, en gat ekki klárað vegna veðurs. Tiger Woods er á 9 höggum undir pari en Sýn verður með beinar útsendingar frá þessu sterka móti um helgina. 2.2.2007 16:52 Joey Barton valinn í enska landsliðið í fyrsta sinn Miðjumaðurinn Joey Barton hjá Manchester City var í dag valinn í enska landsliðið í fyrsta sinn. Steve McClaren valdi í dag hóp sinn sem mætir Spánverjum í næstu viku og þar eru nokkrir menn að spila sinn fyrsta landsleik í langan tíma. 2.2.2007 16:29 Góð afkoma hjá KSÍ Ársreikningur KSÍ fyrir árið 2006 var birtur í dag og þar kemur fram að afkoma sambandsins er sem fyrr mjög góð. Tæplega 100 milljóna hagnaður var af rekstri sambandsins og var í framhaldi af þessu ákveðið að greiða sérstakt 16 milljóna framlag til aðildarfélaga sambandsins. Nánar má lesa um ársreikninginn á heimasíðu sambandsins, ksi.is. 2.2.2007 15:25 Íslandsmótið í bekkpressu í Laugardalshöll á morgun Það má gera ráð fyrir hrikalegum átökum í Laugardalshöllinni á morgun, en þar reyna bestu bekkpressarar landsins með sér á Íslandsmótinu. Fjörið hefst klukkan 14 og á meðal keppenda verða Skaga-Kobbi, Ísleifur "Sleifur" Árnason, Ingvar Jóel "Ringo" og Svavar Hlöllahlunkur svo einhverjir molar séu nefndir. 2.2.2007 15:16 Þrír úr aðalliði United spiluðu með varaliðinu í gær Manchester United er nú fljótlega að endurheimta þrjá af lykilmönnum sínum úr meiðslum en í gær spiluðu þeir Alan Smith, Mikael Silvestre og Wes Brown allir 90 mínútur í markalausu jafntefli varaliðs félagsins við Liverpool. Kínverjinn Dong Fangzhou spilaði líka í gær og átti skot í stöng í leiknum, en Alex Ferguson var á meðal áhorfenda. 2.2.2007 14:27 Ledley King meiðist enn Miðvörðurinn og meiðslakálfurinn Ledley King hjá Tottenham verður væntanlega ekki mikið meira með liðinu á leiktíðinni eftir að í ljós kom að hann er með brákað bein í fæti. Síðast í morgun bárust fregnir af því að fyrirliðinn væri að ná heilsu, en þær reyndust heldur betur rangar og nú verður Lundúnaliðið að vera án King amk næstu tvo mánuðina. 2.2.2007 14:19 Bandaríkjamennirnir að eignast Liverpool Liverpool hefur náð samningum við amerísku viðskiptajöfrana George Gillett og Tom Hicks, sem væntanlega munu ganga frá yfirtöku í félaginu eftir helgina. Þeir áttu fund með stjórn Liverpool snemma í þessari viku og voru meginástæða þess að félagið hætti við að eiga viðskipti við DUI. Bandaríkjamennirnir eru sagðir ætla að greiða um 470 milljónir punda fyrir félagið og þar af fari 215 milljónir punda í nýjan leikvang. 2.2.2007 14:14 Var eldsneytið ólöglegt ? Það virðist sem eldsneytið sem Nick Way ásamnt þeim Joshua Hill og Jason Thomas hafi kannski ekki verið ólöglegt. Yamaha heldur því fram að niðurstöður úr rannsóknum sem AMA gerir séu ekki sannfærandi. 2.2.2007 09:46 Langþráður sigur hjá Phoenix - Wade fór hamförum Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Dwyane Wade tryggði Miami góðan sigur á Cleveland og Phoenix vann fyrsta leik sinn í vetur gegn toppliðunum í Vesturdeildinni þegar liðið skellti San Antonio í frábærum leik í beinni á NBA TV. 2.2.2007 06:01 Nash og Bosh leikmenn mánaðarins í NBA Steve Nash hjá Phoenix Suns og Chris Bosh hjá Toronto Raptors voru í kvöld útnefndir leikmenn janúarmánaðar í NBA deildinni, en þeir verða báðir í byrjunarliðunum í Stjörnuleiknum sem fram fer í Las Vegas síðar í þessum mánuði. 2.2.2007 01:15 Carmelo Anthony ekki valinn í stjörnuliðið Framherjinn Carmelo Anthony hjá Denver var ekki á meðal þeirra leikmanna sem í kvöld voru valdir sem varamenn í Stjörnuleiknum sem fram fer í Las Vegas síðar í þessum mánuði. Talið er víst að þáttaka Anthony í slagsmálunum í New York fyrir nokkrum vikum hafi spilað stóran þátt í því að þessi stigahæsti leikmaður í NBA var ekki valinn í liðið. 2.2.2007 01:05 Óvíst að Owen spili á leiktíðinni Michael Owen segir að vel geti farið svo að hann spili ekkert á þessari leiktíð eftir að hann meiddist alvarlega á hné á HM síðasta sumar. Owen segist fara sér afar hægt í endurhæfingunni og ætlar ekki að taka neina áhættu. 2.2.2007 00:32 Alfreð ósáttur með vinstri vænginn Alfreð Gíslason var þokkalega sáttur við varnarleik og markvörslu íslenska liðsins í leiknum gegn Rússum í kvöld, en öfugt við leikinn við Dani var það sóknarleikurinn sem varð liðinu að falli í kvöld. Alfreð sagði íslenska liðið hafa gefið leikinn frá sér og var ósáttur með frammistöðu leikmanna á vinstri vængnum. 1.2.2007 20:36 Þjálfari Dana: Leikurinn við Íslendinga sat í okkur Ulrik Wilbek, þjálfari Dana, var að vonum vonsvikinn í kvöld eftir að baráttuglaðir lærisveinar hans féllu úr leik í undanúrslitunum á HM eftir maraþoneinvígi við Pólverja. Hann segir leikinn við Íslendinga enn hafa setið í hugum og limum danska liðsins í kvöld. 1.2.2007 23:04 Guðjón Valur: Þeir voru einfaldlega klókari en við Guðjón Valur Sigurðsson sagði Rússana hafa verið klókari í leik kvöldsins og sagði engar afsakanir um þreytu duga til við að útskýra tapið. 1.2.2007 19:22 Óli Stef: Sjaldan séð okkur svona lélega Ólafur Stefánsson var skiljanlega daufur í dálkinn þegar Arnar Björnsson íþróttafréttamaður náði tali af honum eftir leikinn við Rússa í kvöld. Hann sagðist sjaldan hafa séð íslenska liðið jafn lélegt í sóknarleiknum. 1.2.2007 19:12 Birkir Ívar: Hissa á áhugaleysi leikmanna Birkir Ívar Guðmundsson markvörður var hundfúll með frammistöðu íslenska liðsins í kvöld þegar það lá fyrir Rússum á HM í handbolta. 1.2.2007 19:05 Tap fyrir Rússum Íslenska landsliðið tapaði í kvöld fyrir Rússum 28-25 og leika því um 7. sætið á HM í handbolta. Rússar höfðu yfir í leikhléi 16-14, en íslenska liðið komst í fyrsta sinn yfir um miðjan síðari hálfleik. Eftir það tóku Rússar öll völd og tryggðu sér sigurinn með því að breyta stöðunni úr 22-24 í 27-22 sér í hag. 1.2.2007 18:02 Þór Þorlákshöfn skellti Snæfelli Fjórir leikir fóru fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Þór frá Þorlákshöfn skellti Snæfelli óvænt 81-78, Keflavík vann öruggan sigur á Haukum á útivelli 95-70, Grindvíkingar komu fram hefndum síðan í bikarnum á dögunum og lögðu ÍR í Seljaskóla 93-81og þá vann Skallagrímur 99-77 sigur á Hamri. 1.2.2007 21:48 Pólverjar í úrslit gegn Þjóðverjum Það verða Pólverjar sem leika til úrslita um heimsmeistaratitilinn í handbolta gegn heimamönnum Þjóðverjum. Spútniklið keppninnar vann í kvöld sigur á Dönum í enn einum maraþonleiknum 36-33 eftir tvær framlengingar og hávaðadramatík. Danir leika um bronsið gegn Frökkum. 1.2.2007 21:28 Mourinho fær stuðningsyfirlýsingu Forráðamönnum Chelsea virðist vera nóg boðið af endalausu slúðri bresku pressunnar um framtíð knattspyrnustjórans Jose Mourinho hjá félaginu, því í kvöld birti liðið stuðningsyfirlýsingu við stjórann og fullyrt er að hann fari hvergi á næstunni. 1.2.2007 21:20 Gattuso framlengir við Milan Harðjaxlinn Gennaro Gattuso hefur framlengt samning sinn við ítalska stórliðið AC Milan til ársins 2011 og fetaði þar með í fótspor Clarence Seedorf félaga síns, en þeir koma til með að klára ferilinn hjá félaginu. Tveir lykilmanna AC Milan fóru hinsvegar á meiðslalistann í dag. 1.2.2007 21:11 Meiðsli Cole ekki alvarleg Meiðsli enska landsliðsmannsins Ashley Cole hjá Chelsea eru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu og mun leikmaðurinn ekki þurfa í uppskurð samkvæmt fyrstu niðurstöðum lækna. Cole skaddaði krossband í öðru hnénu í leiknum gegn Blackburn í gærkvöld, en forráðamenn Chelsea eru bjartsýnir á að hann nái heilsu fyrir lok leiktíðar í vor. 1.2.2007 20:41 Þjóðverjar í úrslit Þjóðverjar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum á HM í handbolta með dramatískum sigri á Frökkum 32-31 í tvíframlengdum og sögulegum leik. Þjóðverjar mæta því annað hvort Dönum eða Pólverjum í úrslitaleik mótsins um helgina. Markus Baur og Holger Glandorf skoruðu 5 mörk hvor fyrir Þjóðverja en Daniel Narcisse skoraði 8 mörk og Joel Abati 7 fyrir Frakka. 1.2.2007 20:12 Króatar spila um fimmta sætið Króatar tryggðu sér í dag leik um fimmta sætið á HM í handbolta þegar liðið vann sannfærandi sigur á ríkjandi heimsmeisturum Spánverja 35-27 eftir að hafa leitt í hálfleik 16-12. Ivano Balic var frábær í liði Króata með 9 mörk en Tomás González skoraði 6 fyrir Spánverja. 1.2.2007 16:00 Magath að taka við Hamburg Þýskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Felix Magath verði ráðinn knattspyrnustjóri botnliðs Hamburg á næsta sólarhring. Þessi tíðindi koma aðeins einum degi eftir að hann var rekinn frá meisturum Bayern Munchen, en mikil uppstokkun hefur verið í þjálfaramálum í þýsku úrvalsdeildinni síðustu daga. 1.2.2007 14:58 Forseti Barcelona hefur ekki áhyggjur af Saviola Joan Laporta, forseti Barcelona, segist ekki hafa áhyggjur af því hvort Argentínumaðurinn Javier Saviola fari frá félaginu í sumar eða ekki, en bætir því við að hann sé afar ánægður með frammistöðu hans í undanförnum leikjum. 1.2.2007 14:35 Torres: Ég hefði auðveldlega geta farið til Chelsea Framherjinn Fernando "El Nino" Torres hjá Atletico Madrid segir að hann hefði auðveldlega geta gengið í raðir Chelsea í janúarglugganum ef sig hefði langað að fara frá uppeldisfélagi sínu á Spáni. Það hafi hinsvegar ekki komið til greina fyrir sig. 1.2.2007 14:29 Markahæstur í mótlæti Snorri Steinn Guðjónsson er sá leikmaður íslenska handboltalandsliðsins sem hefur skorað flest mörk þegar íslenska landsliðið hefur verið undir í leikjum sínum á HM í handbolta. Óskar Ófeigur Jónsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, hefur tekið saman skemmtilegan tölfræðipakka um framlag Snorra á HM til þessa. 1.2.2007 13:53 Pearce tekur við U-21 árs liði Englendinga Stuart Pearce hefur verið ráðinn þjálfari U-21 árs liðs Englendinga samhliða því að stýra liði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Fyrsti leikur Pearce verður vináttuleikur liðsins við Spánverja í næstu viku og svo er Evrópumótið á dagskránni í sumar. 1.2.2007 13:46 Mourinho hefur miklar áhyggjur af Cole Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur miklar áhyggjur af hnémeiðslunum sem Ashley Cole varð fyrir í leiknu gegn Blackburn í gær, en Cole lagðist skyndilega í grasið í miklum sársauka án þess að nokkur kæmi við hann. Hann gengur undir ítarlega læknisskoðun í dag. 1.2.2007 13:42 Fjórða tap Denver í röð Fjöldi leikja fór fram í NBA deildinni í nótt. Denver tapaði sínum fjórða leik í röð í nótt þegar liðið lá fyrir Portland á útivelli. Utah skellti San Antonio og Kobe Bryant sneri aftur með látum eftir leikbann og færði Boston 13. tapið í röð. 1.2.2007 13:20 Kyle Chisholm í ökla aðgerð Kawasaki ökumaðurinn Kyle Chisholm undirgekkst aðgerð á hægri ökkla eftir slæma byltu á æfingum fyrir supercrossið í Phoenix. Kyle er nú með stál plötu og átta skrúfur í ökklanum og má hann ekki stíga í fótinn næstu 8 vikurnar. 1.2.2007 11:37 Stjórnarformaður Leicester City segir af sér Andrew Taylor, stjórnarformaður enska knattspyrnuliðisins Leicester City, hefur sagt af sér eftir því sem greint er frá á vef breska ríkisútvarpsins. Þar eru ástæður þess ekki tilgreindar en sagt að afsögnin hafi ekki áhrif á fyrirhuguð kaup Serbans Milans Mandaric á félaginu. 1.2.2007 10:37 Kobe Bryant funheitur gegn Boston Celtics Kobe Bryant skoraði 43 stig, átti átta stoðsendingar og hirti átta fráköst þegar erkifjendurnir Los Angeles Lakers og Boston Celtics mættust í NBA-deildinni í gærkvöld. Lakers fóru með sigur af hólmi, 111-98. 1.2.2007 09:47 Rússar yfir í hálfleik Rússar hafa yfir 16-14 þegar flautað hefur verið til hálfleiks gegn Íslendingum. Rússar náðu að koast í 16-12 en íslenska liðið náði að laga stöðuna aðeins fyrir hlé. Birkir Ívar hefur verið besti maður íslenska liðsins og er kominn með um 10 skot varin. Sóknarleikur íslenska liðsins hefur verið nokkuð brokkgengur í hálfleiknum og væri staðan eflaust mun verri ef ekki væri fyrir fína markvörslu. 1.2.2007 17:08 Rússar yfir eftir 15 mínútur Rússar hafa yfir gegn Íslendingum 9-7 þegar 15 mínútur eru liðnar af leik liðanna í Hamburg. Birkir Ívar hefur verið mjög drjúgur í íslenska liðinu en Rússar náðu að snúa stöðunni úr 5-7 í 9-7 á skömmum tíma. 1.2.2007 16:48 Arnór kemur inn fyrir Einar Örn Arnór Atlason hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn á ný fyrir leikinn gegn Rússum sem hefst í Hamburg klukkan 16:30. Snorri Steinn Guðjónsson er með flensu en kemur þó til með að spila leikinn og heilsufar Roland Vals Eradze er enn spurningamerki. 1.2.2007 16:06 Sjá næstu 50 fréttir
Frakkar ósáttir við dómgæslu Michael Guigou, leikmaður franska landsliðsins í handknattleik, segir að lélegar ákvarðanir dómaranna í undanúrslitaleiknum við Þjóðverja hafi kostað lið sitt sæti í úrslitunum. 2.2.2007 18:30
Tveir leikir í úrvalsdeild karla í kvöld Í kvöld fara fram tveir leikir í úrvalsdeild karla í körfbolta og einn í kvennaflokki. Í karlaflokki tekur Fjölnir á móti KR í Grafarvogi og Njarðvíkingar taka á móti Tindasólsmönnum. Breiðablik mætir svo ÍS í kvennaflokki. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15. 2.2.2007 18:15
Opin mótorkross æfing á morgun Á morgun, laugardaginn 3. febrúar verður Nítró með opna motocross æfingu. Farið verður í allar helstu grunnæfingarnar, t.d. beygjur, stört, þvottabretti, stökk ofl. Æfingarnar eru opnar öllum og það kostar ekkert að taka þátt. 2.2.2007 17:42
Indiana - LA Lakers í beinni á Sýn í kvöld Leikur Indiana Pacers og Los Angeles Lakers verður sýndur beint á Sýn á miðnætti í kvöld. Lið Indiana er enn að slípa sig saman eftir mikil leikmannaskipti á dögunum og hefur liðið unnið 24 leiki og tapað 21. Lakers hefur ekki gengið jafn vel undanfarið en liðið vann þó stórsigur á Boston í síðasta leik þar sem Kobe Bryant fór á kostum með 43 stigum. Lakers hefur unnið 28 leiki og tapað aðeins 18. 2.2.2007 17:02
Fisher í forystu á Dubai mótinu Breski kylfingurinn Ross Fisher hefur tveggja högga forystu á Earnie Els þegar tveimur hringjum er nú að verða lokið á Dubai Desert Classic mótinu í golfi. Fisher lék annan hringinn í röð á 65 höggum í dag og er samtals á 14 undir pari. Els á eftir að ljúka tveimur holum á öðrum hringnum, en gat ekki klárað vegna veðurs. Tiger Woods er á 9 höggum undir pari en Sýn verður með beinar útsendingar frá þessu sterka móti um helgina. 2.2.2007 16:52
Joey Barton valinn í enska landsliðið í fyrsta sinn Miðjumaðurinn Joey Barton hjá Manchester City var í dag valinn í enska landsliðið í fyrsta sinn. Steve McClaren valdi í dag hóp sinn sem mætir Spánverjum í næstu viku og þar eru nokkrir menn að spila sinn fyrsta landsleik í langan tíma. 2.2.2007 16:29
Góð afkoma hjá KSÍ Ársreikningur KSÍ fyrir árið 2006 var birtur í dag og þar kemur fram að afkoma sambandsins er sem fyrr mjög góð. Tæplega 100 milljóna hagnaður var af rekstri sambandsins og var í framhaldi af þessu ákveðið að greiða sérstakt 16 milljóna framlag til aðildarfélaga sambandsins. Nánar má lesa um ársreikninginn á heimasíðu sambandsins, ksi.is. 2.2.2007 15:25
Íslandsmótið í bekkpressu í Laugardalshöll á morgun Það má gera ráð fyrir hrikalegum átökum í Laugardalshöllinni á morgun, en þar reyna bestu bekkpressarar landsins með sér á Íslandsmótinu. Fjörið hefst klukkan 14 og á meðal keppenda verða Skaga-Kobbi, Ísleifur "Sleifur" Árnason, Ingvar Jóel "Ringo" og Svavar Hlöllahlunkur svo einhverjir molar séu nefndir. 2.2.2007 15:16
Þrír úr aðalliði United spiluðu með varaliðinu í gær Manchester United er nú fljótlega að endurheimta þrjá af lykilmönnum sínum úr meiðslum en í gær spiluðu þeir Alan Smith, Mikael Silvestre og Wes Brown allir 90 mínútur í markalausu jafntefli varaliðs félagsins við Liverpool. Kínverjinn Dong Fangzhou spilaði líka í gær og átti skot í stöng í leiknum, en Alex Ferguson var á meðal áhorfenda. 2.2.2007 14:27
Ledley King meiðist enn Miðvörðurinn og meiðslakálfurinn Ledley King hjá Tottenham verður væntanlega ekki mikið meira með liðinu á leiktíðinni eftir að í ljós kom að hann er með brákað bein í fæti. Síðast í morgun bárust fregnir af því að fyrirliðinn væri að ná heilsu, en þær reyndust heldur betur rangar og nú verður Lundúnaliðið að vera án King amk næstu tvo mánuðina. 2.2.2007 14:19
Bandaríkjamennirnir að eignast Liverpool Liverpool hefur náð samningum við amerísku viðskiptajöfrana George Gillett og Tom Hicks, sem væntanlega munu ganga frá yfirtöku í félaginu eftir helgina. Þeir áttu fund með stjórn Liverpool snemma í þessari viku og voru meginástæða þess að félagið hætti við að eiga viðskipti við DUI. Bandaríkjamennirnir eru sagðir ætla að greiða um 470 milljónir punda fyrir félagið og þar af fari 215 milljónir punda í nýjan leikvang. 2.2.2007 14:14
Var eldsneytið ólöglegt ? Það virðist sem eldsneytið sem Nick Way ásamnt þeim Joshua Hill og Jason Thomas hafi kannski ekki verið ólöglegt. Yamaha heldur því fram að niðurstöður úr rannsóknum sem AMA gerir séu ekki sannfærandi. 2.2.2007 09:46
Langþráður sigur hjá Phoenix - Wade fór hamförum Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Dwyane Wade tryggði Miami góðan sigur á Cleveland og Phoenix vann fyrsta leik sinn í vetur gegn toppliðunum í Vesturdeildinni þegar liðið skellti San Antonio í frábærum leik í beinni á NBA TV. 2.2.2007 06:01
Nash og Bosh leikmenn mánaðarins í NBA Steve Nash hjá Phoenix Suns og Chris Bosh hjá Toronto Raptors voru í kvöld útnefndir leikmenn janúarmánaðar í NBA deildinni, en þeir verða báðir í byrjunarliðunum í Stjörnuleiknum sem fram fer í Las Vegas síðar í þessum mánuði. 2.2.2007 01:15
Carmelo Anthony ekki valinn í stjörnuliðið Framherjinn Carmelo Anthony hjá Denver var ekki á meðal þeirra leikmanna sem í kvöld voru valdir sem varamenn í Stjörnuleiknum sem fram fer í Las Vegas síðar í þessum mánuði. Talið er víst að þáttaka Anthony í slagsmálunum í New York fyrir nokkrum vikum hafi spilað stóran þátt í því að þessi stigahæsti leikmaður í NBA var ekki valinn í liðið. 2.2.2007 01:05
Óvíst að Owen spili á leiktíðinni Michael Owen segir að vel geti farið svo að hann spili ekkert á þessari leiktíð eftir að hann meiddist alvarlega á hné á HM síðasta sumar. Owen segist fara sér afar hægt í endurhæfingunni og ætlar ekki að taka neina áhættu. 2.2.2007 00:32
Alfreð ósáttur með vinstri vænginn Alfreð Gíslason var þokkalega sáttur við varnarleik og markvörslu íslenska liðsins í leiknum gegn Rússum í kvöld, en öfugt við leikinn við Dani var það sóknarleikurinn sem varð liðinu að falli í kvöld. Alfreð sagði íslenska liðið hafa gefið leikinn frá sér og var ósáttur með frammistöðu leikmanna á vinstri vængnum. 1.2.2007 20:36
Þjálfari Dana: Leikurinn við Íslendinga sat í okkur Ulrik Wilbek, þjálfari Dana, var að vonum vonsvikinn í kvöld eftir að baráttuglaðir lærisveinar hans féllu úr leik í undanúrslitunum á HM eftir maraþoneinvígi við Pólverja. Hann segir leikinn við Íslendinga enn hafa setið í hugum og limum danska liðsins í kvöld. 1.2.2007 23:04
Guðjón Valur: Þeir voru einfaldlega klókari en við Guðjón Valur Sigurðsson sagði Rússana hafa verið klókari í leik kvöldsins og sagði engar afsakanir um þreytu duga til við að útskýra tapið. 1.2.2007 19:22
Óli Stef: Sjaldan séð okkur svona lélega Ólafur Stefánsson var skiljanlega daufur í dálkinn þegar Arnar Björnsson íþróttafréttamaður náði tali af honum eftir leikinn við Rússa í kvöld. Hann sagðist sjaldan hafa séð íslenska liðið jafn lélegt í sóknarleiknum. 1.2.2007 19:12
Birkir Ívar: Hissa á áhugaleysi leikmanna Birkir Ívar Guðmundsson markvörður var hundfúll með frammistöðu íslenska liðsins í kvöld þegar það lá fyrir Rússum á HM í handbolta. 1.2.2007 19:05
Tap fyrir Rússum Íslenska landsliðið tapaði í kvöld fyrir Rússum 28-25 og leika því um 7. sætið á HM í handbolta. Rússar höfðu yfir í leikhléi 16-14, en íslenska liðið komst í fyrsta sinn yfir um miðjan síðari hálfleik. Eftir það tóku Rússar öll völd og tryggðu sér sigurinn með því að breyta stöðunni úr 22-24 í 27-22 sér í hag. 1.2.2007 18:02
Þór Þorlákshöfn skellti Snæfelli Fjórir leikir fóru fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Þór frá Þorlákshöfn skellti Snæfelli óvænt 81-78, Keflavík vann öruggan sigur á Haukum á útivelli 95-70, Grindvíkingar komu fram hefndum síðan í bikarnum á dögunum og lögðu ÍR í Seljaskóla 93-81og þá vann Skallagrímur 99-77 sigur á Hamri. 1.2.2007 21:48
Pólverjar í úrslit gegn Þjóðverjum Það verða Pólverjar sem leika til úrslita um heimsmeistaratitilinn í handbolta gegn heimamönnum Þjóðverjum. Spútniklið keppninnar vann í kvöld sigur á Dönum í enn einum maraþonleiknum 36-33 eftir tvær framlengingar og hávaðadramatík. Danir leika um bronsið gegn Frökkum. 1.2.2007 21:28
Mourinho fær stuðningsyfirlýsingu Forráðamönnum Chelsea virðist vera nóg boðið af endalausu slúðri bresku pressunnar um framtíð knattspyrnustjórans Jose Mourinho hjá félaginu, því í kvöld birti liðið stuðningsyfirlýsingu við stjórann og fullyrt er að hann fari hvergi á næstunni. 1.2.2007 21:20
Gattuso framlengir við Milan Harðjaxlinn Gennaro Gattuso hefur framlengt samning sinn við ítalska stórliðið AC Milan til ársins 2011 og fetaði þar með í fótspor Clarence Seedorf félaga síns, en þeir koma til með að klára ferilinn hjá félaginu. Tveir lykilmanna AC Milan fóru hinsvegar á meiðslalistann í dag. 1.2.2007 21:11
Meiðsli Cole ekki alvarleg Meiðsli enska landsliðsmannsins Ashley Cole hjá Chelsea eru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu og mun leikmaðurinn ekki þurfa í uppskurð samkvæmt fyrstu niðurstöðum lækna. Cole skaddaði krossband í öðru hnénu í leiknum gegn Blackburn í gærkvöld, en forráðamenn Chelsea eru bjartsýnir á að hann nái heilsu fyrir lok leiktíðar í vor. 1.2.2007 20:41
Þjóðverjar í úrslit Þjóðverjar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum á HM í handbolta með dramatískum sigri á Frökkum 32-31 í tvíframlengdum og sögulegum leik. Þjóðverjar mæta því annað hvort Dönum eða Pólverjum í úrslitaleik mótsins um helgina. Markus Baur og Holger Glandorf skoruðu 5 mörk hvor fyrir Þjóðverja en Daniel Narcisse skoraði 8 mörk og Joel Abati 7 fyrir Frakka. 1.2.2007 20:12
Króatar spila um fimmta sætið Króatar tryggðu sér í dag leik um fimmta sætið á HM í handbolta þegar liðið vann sannfærandi sigur á ríkjandi heimsmeisturum Spánverja 35-27 eftir að hafa leitt í hálfleik 16-12. Ivano Balic var frábær í liði Króata með 9 mörk en Tomás González skoraði 6 fyrir Spánverja. 1.2.2007 16:00
Magath að taka við Hamburg Þýskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Felix Magath verði ráðinn knattspyrnustjóri botnliðs Hamburg á næsta sólarhring. Þessi tíðindi koma aðeins einum degi eftir að hann var rekinn frá meisturum Bayern Munchen, en mikil uppstokkun hefur verið í þjálfaramálum í þýsku úrvalsdeildinni síðustu daga. 1.2.2007 14:58
Forseti Barcelona hefur ekki áhyggjur af Saviola Joan Laporta, forseti Barcelona, segist ekki hafa áhyggjur af því hvort Argentínumaðurinn Javier Saviola fari frá félaginu í sumar eða ekki, en bætir því við að hann sé afar ánægður með frammistöðu hans í undanförnum leikjum. 1.2.2007 14:35
Torres: Ég hefði auðveldlega geta farið til Chelsea Framherjinn Fernando "El Nino" Torres hjá Atletico Madrid segir að hann hefði auðveldlega geta gengið í raðir Chelsea í janúarglugganum ef sig hefði langað að fara frá uppeldisfélagi sínu á Spáni. Það hafi hinsvegar ekki komið til greina fyrir sig. 1.2.2007 14:29
Markahæstur í mótlæti Snorri Steinn Guðjónsson er sá leikmaður íslenska handboltalandsliðsins sem hefur skorað flest mörk þegar íslenska landsliðið hefur verið undir í leikjum sínum á HM í handbolta. Óskar Ófeigur Jónsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, hefur tekið saman skemmtilegan tölfræðipakka um framlag Snorra á HM til þessa. 1.2.2007 13:53
Pearce tekur við U-21 árs liði Englendinga Stuart Pearce hefur verið ráðinn þjálfari U-21 árs liðs Englendinga samhliða því að stýra liði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Fyrsti leikur Pearce verður vináttuleikur liðsins við Spánverja í næstu viku og svo er Evrópumótið á dagskránni í sumar. 1.2.2007 13:46
Mourinho hefur miklar áhyggjur af Cole Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur miklar áhyggjur af hnémeiðslunum sem Ashley Cole varð fyrir í leiknu gegn Blackburn í gær, en Cole lagðist skyndilega í grasið í miklum sársauka án þess að nokkur kæmi við hann. Hann gengur undir ítarlega læknisskoðun í dag. 1.2.2007 13:42
Fjórða tap Denver í röð Fjöldi leikja fór fram í NBA deildinni í nótt. Denver tapaði sínum fjórða leik í röð í nótt þegar liðið lá fyrir Portland á útivelli. Utah skellti San Antonio og Kobe Bryant sneri aftur með látum eftir leikbann og færði Boston 13. tapið í röð. 1.2.2007 13:20
Kyle Chisholm í ökla aðgerð Kawasaki ökumaðurinn Kyle Chisholm undirgekkst aðgerð á hægri ökkla eftir slæma byltu á æfingum fyrir supercrossið í Phoenix. Kyle er nú með stál plötu og átta skrúfur í ökklanum og má hann ekki stíga í fótinn næstu 8 vikurnar. 1.2.2007 11:37
Stjórnarformaður Leicester City segir af sér Andrew Taylor, stjórnarformaður enska knattspyrnuliðisins Leicester City, hefur sagt af sér eftir því sem greint er frá á vef breska ríkisútvarpsins. Þar eru ástæður þess ekki tilgreindar en sagt að afsögnin hafi ekki áhrif á fyrirhuguð kaup Serbans Milans Mandaric á félaginu. 1.2.2007 10:37
Kobe Bryant funheitur gegn Boston Celtics Kobe Bryant skoraði 43 stig, átti átta stoðsendingar og hirti átta fráköst þegar erkifjendurnir Los Angeles Lakers og Boston Celtics mættust í NBA-deildinni í gærkvöld. Lakers fóru með sigur af hólmi, 111-98. 1.2.2007 09:47
Rússar yfir í hálfleik Rússar hafa yfir 16-14 þegar flautað hefur verið til hálfleiks gegn Íslendingum. Rússar náðu að koast í 16-12 en íslenska liðið náði að laga stöðuna aðeins fyrir hlé. Birkir Ívar hefur verið besti maður íslenska liðsins og er kominn með um 10 skot varin. Sóknarleikur íslenska liðsins hefur verið nokkuð brokkgengur í hálfleiknum og væri staðan eflaust mun verri ef ekki væri fyrir fína markvörslu. 1.2.2007 17:08
Rússar yfir eftir 15 mínútur Rússar hafa yfir gegn Íslendingum 9-7 þegar 15 mínútur eru liðnar af leik liðanna í Hamburg. Birkir Ívar hefur verið mjög drjúgur í íslenska liðinu en Rússar náðu að snúa stöðunni úr 5-7 í 9-7 á skömmum tíma. 1.2.2007 16:48
Arnór kemur inn fyrir Einar Örn Arnór Atlason hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn á ný fyrir leikinn gegn Rússum sem hefst í Hamburg klukkan 16:30. Snorri Steinn Guðjónsson er með flensu en kemur þó til með að spila leikinn og heilsufar Roland Vals Eradze er enn spurningamerki. 1.2.2007 16:06
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn