Fleiri fréttir

Keflavík deildarmeistari

Keflvíkingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í körfuknattleik karla í gærkvöld, þegar þeir lögðu granna sína í Njarðvík, 94-82.

Newcastle lagði Bolton

Newcastle vann góðan sigur á liði Bolton í ensku Úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær og Middlesbrough og Charlton gerðu jafntefli í slag um sæti í Evrópukeppninni á næsta ári.

Guðjón Valur skoraði 9 mörk

Íslensku atvinnumennirnir í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik létu vel af sér kveða í leikjum helgarinnar.

AC Milan enn efst

AC Milan situr í toppsætinu í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir leiki helgarinnar, en Milan sigraði granna sína í Inter 1-0 í gærkvöld. Það var Kaká sem skoraði sigurmark Milan þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Milan er á toppnum með 57 stig, sama stigafjölda og Juventus sem er sæti neðar vegna lakari markamunar, en Juventus sigraði Siena 3-0.

Barcelona með átta stiga forystu

Barcelona er með átta stiga forystu í spænsku úrvalsdeildinni eftir leiki helgarinnar. Liðið er með 58 stig í efsta sæti en erkifjendurnir Real Madrid í öðru sæti með 50. Sevilla er hins vegar í þriðja sæti með 42 stig eftir jafntefli við Racing Santander, 2-2.

Toms meistari í holukeppni

Bandaríski kylfingurinn David Toms vann sigur í holukeppni á heimsmótinu í golfi á La Costa vellinum í Kaliforníu þegar hann lagði Chris DiMarco. Hann tryggði sér sigur á 31. holu, en þá hafði hann sex vinninga forskot og aðeins fimm holur voru eftir.

Benitez vill horfa fram á við

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir lið sitt ekki hafa tíma til að sleikja sárin eftir tapið í bikarúrslitaleiknum um helgina.

Jol fer ekki fet

Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspurs í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er ekki á förum frá félaginu.

Keane ógnar unglingspilti

Roy Keane, fyrirliði Manchester United gæti átt yfir höfði sér kæru eftir að hafa ógnað unglingspilti fyrir framan heimili sitt.

Lakers í vanda

Lið Los Angeles Lakers er í miklum vandræðum þessa dagana og útlitið ekki gott hjá liðinu varðandi úrslitakeppnina.

Grindvíkingar fá liðsstyrk

Liði Grindavíkur hefur borist liðsstyrkur fyrir átökin í sumar, en nú hafa þeir fengið til sín Andra Hjörvar Albertsson frá Þór Akureyri. 

David Prutton í vondum málum

David Prutton, leikmaður Southampton í ensku Úrvalsdeildinni í knattspyrnu er í vondum málum eftir framkomu sína í leik Southampton og Arsenal um helgina. 

Wenger í vandræðum

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal á í stökustu vandræðum með framherja sína þessa dagana. 

Ljós í myrkrinu hjá Arsenal

Útlitið er orðið dökkt hjá Englandsmeisturum Arsenal í knattspyrnu um þessar mundir en tveir lykilmenn liðsins verða frá vegna meiðsla næstu vikurnar auk þess sem 3 leikmenn eru að taka út leikbönn. Robert Pires, sem meiddist í deildarleiknum gegn Southampton um helgina er þó ekki ökklabrotinn eins og óttast var.

Duff sendir United tóninn

Írski leikmaðurinn Damien Duff notaði tækifærið og sendi liði Manchester United tóninn, eftir að lið hans Chelsea hampaði deildarbikarnum um helgina. 

Handboltaveisla um páskana

Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, stefnir að því að bjóða landsmönnum upp á handboltaveislu um páskana. Þá mun A-landsliðið mæta Pólverjum í þrem vináttulandsleikjum - 25., 26., og 27. mars - og sömu daga mun íslenska U-21 árs landsliðið spila leiki sína í forkeppni HM en þeir eru í riðli með Úkraínu, Hollandi og Austurríki.

Hildur góð en Jamtland úr leik

Góður leikur Hildar Sigurðardóttur dugði ekki liði hennar Jämtland í sænsku úrvalsdeildinni um helgina en eftir tveggja stiga tap liðsins gegn Växjö Queens á laugardaginn er ljóst að liðið kemst ekki í úrslitakeppnina sem var stefna liðsins í upphafi vetrar. Hildur stóð sig mjög vel í þessum jafna og spennandi leik en hún var með 23 stig og 11 fráköst.

Heimsmet í hávaða slegið

Stuðningsmenn Liverpool slógu heimsmet í hávaða í gær, sunnudag, þegar liðið tapaði fyrir Chelsea í úrlsitaleik ensku deildarbikarkeppninnar í knattspyrnu. Það var strax eftir 42 sekúndna leik sem rúmlega 4 ára gamalt metið var slegið þegar Norðmaðurinn John Arne Riise skoraði og kom Liverpool yfir.

Víkingar í viðræðum við Stoke

Víkingar leita nú logandi ljósi að liðsstyrk fyrir átökin í 1. deild karla í sumar og segir Sigurður Jónsson, þjálfari liðsins, að verið sé að skoða ýmis mál í þeim efnum.

Gummi Ben með tvennu fyrir Val

Guðmundur Benediktsson skoraði tvö marka Valsmanna í 3-2 sigri á Fylki í deildabikarnum en leikurinn fór fram í Egilshöllinni á sunnudaginn. Valsmenn hafa þar með unnið tvo fyrstu leiki sína í deildabikarnum og halda áfram sigurgöngu sinni undir stjórn Willums Þórs Þórssonar.

Eiður Smári hjá Guðna í kvöld

Eiður Smári Guðjohnsen, nýbakaður deildarbikarmeistari í knattspyrnu á Englandi með Chelsea, verður á línunni í þættinum "Boltinn með Guðna Bergs" á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld. Eiður varð í gær fyrsti Íslendingurinn til að vinna þennan titil en hann kom inn á sem varamaður fyrir síðari hálfleik í úrslitaleiknum gegn Liverpool í gær. Þátturinn hefst kl. 20.30 í beinni útsendingu á Sýn.

Var slysið í Aþenu sviðsett?

Gríska frjálsíþróttasambandið hefur frestað úrskurði dóms yfir tveimur bestu hlaupurum landsins sem eiga yfir höfði sér langt keppnisbann fyrir að skrópa í þremur lyfjaprófum í fyrra. Frægt var á ólympíuleikunum í Aþenu í fyrrasumar þegar fréttir breiddust út þess efnis að Costas Kenteris og Katerina Thanou hefðu lent í mótórhjólaslysi sem þau eru nú sökuð um að hafa sviðsett.

Everton leikmaður til Start?

Knattspyrnufélagið Start í Noregi sem Guðjón Þórðarson þjálfaði fær á morgun til reynslu 31 árs gamlan miðjumann frá Everton, Alex Nyarko. Þetta þykir tíðindum sæta í Noregi enda ekki á hverjum degi sem leikmaður úr ensku úrvalsdeildinni er orðaður við þarlent knattspyrnufélag. Umræddur Nyarko komst í fréttirnar fyrir um 2 árum þegar hann hvarf sporlaust frá Everton.

ÍS vann 300. leik Hafdísar

Stúdínur unnu fimm stiga sigur á Njarðvík, 66-61, í 1. deild kvenna í kvöld en þetta var tímamótaleikur fyrir Hafdísi Helgadóttur sem lék sinn 300. leik í efstu deild í Kennaraháskólanum í kvöld. Með sigrinum á ÍS enn möguleika á 2. sæti deildarinnar.

Fowler tryggði Man. City sigur

Robbie Fowler tryggði Man. City 2-3 útisigur á Norwich í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en sigurmark kappans kom þegar tvær mínútur voru liðnar af uppbótartíma. Norwich-liðið sem berst fyrir lífi sínu komst í 2-0 eftir 16 mínútur en Fowler skoraði tvö síðustu mörk leiksins og tryggði sínum mönnum þrjú góð stig.

Óvíst hvort Eiður byrji

Liverpool og Chelsea mætast í úrslitaleik ensku deildarbikarkeppninnar í dag. Leikurinn hefst klukkan 15 og verður í beinni útsendingu á Sýn. Óvíst er hvort Eiður Smári verði í byrjunarliði Chelsea.

Einar hetja Grosswallstadt

Einar Hólmgeirsson, landsliðsmaður í handbolta, var hetja Grosswallstadt sem sigraði Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni í gærkvöld með eins marks mun, 28-27. Einar skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndum leiksins.

Fella leikmenn sína á lyfjaprófi

Fyrrverandi stjórnarmaður í enska liðinu Leeds Utd, Chris Middleton, fullyrðir í blaðaviðtali að félagið, sem er skuldum vafið, ætlaði að losa sig við launahæstu leikmenn liðsins, m.a. með því að láta þá falla á lyfjaprófi. Ætlunin var að læða ólöglegum lyfjum í mat hjá Michael Duberry, leikmanni félagsins, og setja hann svo í lyfjapróf.

Björgvin lauk ekki fyrri ferð

Björgvin Björgvinsson, skíðamaður frá Dalvík, tók þátt í heimsbikarmóti í svigi í Kranjska Gora í Slóveníu í morgun en náði ekki að ljúka fyrri ferð. Finninn Kalle Palander hefur forystu eftir fyrri ferðina.

Knattspyrnulögunum breytt

Ýmsar breytingar standa fyrir dyrum á knattspyrnulögunum en tvær slíkar voru kynntar til sögunnar um helgina. Í gær var staðfest að gera eigi tilraun með nýja tegund fótbolta með örflögu í sem skera á úr um hvort knötturinn fari yfir marklínuna. Í dag bárust svo fréttir af annarri breytingu. Leikmönnum í varnarvegg verður nú ekki lengur refsað með því að færa sig 9 metra aftar þegar þeir óhlýðnast dómara.

Chelsea deildarbikarmeistari

Chelsea tryggði sér deildarbikarinn í knattspyrnu síðdegis með sigri á Liverpool, 3-2 eftir framlengdan leik. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1. Liverpool komst yfir strax eftir 42 sekúndna leik, 1-0 með marki John Arne Riise en Steven Gerrard fyrirliði Liverpool skoraði sjálfsmark á 79. mínútu eftir aukaspyrnu Chelsea.

Newcastle lagði Bolton

Newcastle vann 2-1 heimasigur á Bolton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og klifraði með sigrinum upp í 11. sæti deildarinnar. Lee Bowyer og Kieron Dyer skoruðu mörk heimamanna sem höfðu fyrir leikinn aðeins unnið tvo leiki í deildinni síðan í nóvember. Hermann Hreiðarsson er að vanda í byrjunarliði Charlton sem er 0-1 yfir gegn Middlesbrough.

Webber nett svartsýnn

Hinn ástralski Mark Webber, ökuþór hjá Williams-liðinu í Formúlu 1 kappakstrinum, viðurkenndi að Williams yrði ekki með í toppbaráttunni á komandi keppnistímabili, a.m.k. ekki til að byrja með.

Suns marði Mavericks

Dallas Mavericks tók á móti Phoenix Suns í NBA-körfuboltanum í fyrrinótt en liðin tvö hafa verið í toppbaráttunni í deildinni í vetur. Suns lék án leikstjórnandans Steve Nash sem er meiddur á læri.

Dómara vikið úr starfi

Enska knattspyrnusambandið ákvað nýlega að víkja dómara í úrvalsdeildinni úr starfi.

Nedved illa meiddur

Pavel Nedved hlaut slæm meiðsli í leik með liði sínu Juventus gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku.

Martin Jol til Ajax?

Orðrómar eru á kreiki að forráðamenn Ajax renni hýru auga til Martin Jol, knattspyrnustjóra Tottenham, en Ronald Koeman sagði starfi sínu lausu hjá félaginu í síðustu viku eftir að Ajax datt úr UEFA Cup keppninni.

Arjen líklega með gegn Barcelona

Góðar líkur eru á að Arjen Robben, leikmaður Chelsea, verði orðinn leikfær á ný þegar liðið mætir Barcelona á Stamford Bridge 8. mars í Meistaradeild Evrópu.

Wenger æfur út í van Persie

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, lét framherjann Robin van Persie heldur betur heyra það eftir að hollendingurinn ungi hafði látið reka sig af velli gegn Southampton á laugardaginn. "Ég sagði við hann í hálfleik að hann væri með gult spjald á bakinu og yrði því augljóslegt skotmark.

Mourinho rýfur þögnina

Jose Mourinho hefur loksins rofið þögn sína frá leiknum gegn Barcelona í síðustu viku.

Enn kafnar Webber

Það leit allt út fyrir að framherjinn Chris Webber myndi byrja vel með nýja liði sínu, Philadelphia 76ers, þegar gömlu félagar Webber í Sacramento Kings voru í heimsókn í Philadelphia í NBA-körfuboltanum í fyrrinótt. Sixers náði fljótlega yfirhöndinni í leiknum og þegað aðeins þrjár og hálf mínúta var liðin var staðan orðin 11-2, Sixers í vil. Webber byrjaði vel og skoraði tvær góðar körfur með skotum utan að velli á kaflanum. Kings var ekki af baki dottið, minnkaði muninn og staðan í leikhléi var 50-47 fyrir Sixers.

Heimsmetið nálgast 5 metrana

Heimsmetið í stangarstökki kvenna nálgast óðfluga 5 metrana en núverandi heimsmethafi, hin 22 ára Yelena Isinbayeva frá Rússlandi setti sitt þriðja heimsmet á 2 vikum í stangarstökki innanhúss í gærkvöldi. Isinbayeva stökk í gær 4.89 metra á innanhússmóti í Frakklandi og bætti fyrra metum einn sentemter en það setti hún fyrir aðeins rúmri viku.

Ólafur með þrjú í sigurleik

Ólafur Stefánsson skoraði 3 mörk fyrir Ciudad Real sem burstaði Arrate 32-22 í spænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Ciudad Real er sem fyrr í 3. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Portland San Antonio og Barcelona sem eru efst.

Sjá næstu 50 fréttir