Sport

Heimsmetið nálgast 5 metrana

Heimsmetið í stangarstökki kvenna nálgast óðfluga 5 metrana en núverandi heimsmethafi, hin 22 ára Yelena Isinbayeva frá Rússlandi setti sitt þriðja heimsmet á 2 vikum í stangarstökki innanhúss í gærkvöldi. Isinbayeva stökk í gær 4.89 metra á innanhússmóti í Frakklandi og bætti fyrra met um einn sentemter en það setti hún fyrir aðeins rúmri viku. Heimsmet Isinbayeva utanhúss er 4.92 metrar en hún tryggði sér gullverðlaunin á ólympíuleiknunum í Aþenu í fyrrasumar með því að stökkva 4.91 m.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×