Sport

Fowler tryggði Man. City sigur

Robbie Fowler tryggði Man. City 2-3 útisigur á Norwich í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en sigurmark kappans kom þegar tvær mínútur voru liðnar af uppbótartíma. Norwich-liðið sem berst fyrir lífi sínu komst í 2-0 eftir 16 mínútur en Fowler skoraði tvö síðustu mörk leiksins og tryggði sínum mönnum þrjú góð stig. Norwich-liðið spilaði manni færri síðasta hálftíma leiksins og hélt út fram í uppbótartíma þegar Fowler náði að skora sigurmarkið. Norwich þurfti nauðsynlega á stigunum að halda eftri sigur Crystal Palace um síðustu helgi en það dugði þeim ekki að Dean Ashton og Leon McKenzie komu liðinu í 2-0 á fyrstu 16 mínútunum. Antoine Sibierski minnkaði muninn á 25 mínútu og svo var komið að þætti Fowler sem skoraði bæði mörkin eftir undirbúning enska landsliðsmannsins Sean Wright-Phillips, það fyrra á 37. mínútu og það seinna eins og áður sagði þegar tvær mínútur voru komnar fram í uppbótartíma. Fyrra mark Fowler var hans 150. í ensku deildarkeppninni. Norwich sem situr eftir leikinn í næst neðsta sæti með 21 stig hefði með sigri getað lyft sér upp um eitt sæti en Man City er í 10. sæti með 36 stig og lyfti sér upp um tvö sæti með sigrinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×