Sport

Suns marði Mavericks

Dallas Mavericks tók á móti Phoenix Suns í NBA-körfuboltanum í fyrrinótt en liðin tvö hafa verið í toppbaráttunni í deildinni í vetur. Suns lék án leikstjórnandans Steve Nash sem er meiddur á læri. Það kom þó ekki að sök því Suns náði að knýja fram góðan útisigur að þessu sinni, 124-123. Það var Joe Johnson sem tryggði sigur með góðu skoti og Shawn Marion varði skot frá Dirk Nowitzki í kjölfarið. Suns er efst allra liða í deildinni um þessar mundir með rúmlega 76% vinningshlutfall en Mavericks er í fjórða sæti í Vesturdeildinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×