Sport

Wenger í vandræðum

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal á í stökustu vandræðum með framherja sína þessa dagana.  Arsenal mætir Sheffield United í síðari leik liðanna í ensku bikarkeppninni annað kvöld og nú hefur Thierry Henry bæst í hóp þeirra leikmanna sem ekki geta leikið með liðinu sökum meiðsla eða leikbanna. Í dag var tilkynnt að Henry væri meiddur á hásin og gæti því ekki verið með annað kvöld, en þeir Jose Antonio Reyes, Dennis Bergkamp og Robin van Persie eru allir í leikbanni. Wenger hefur ákveðið að leika með Svíann Freddy Ljungberg í fremstu víglínu gegn Sheffield United, en hefur enn ekki ákveðið hver af yngri leikmönnum liðsins fær að spreyta sig við hlið hans annað kvöld. Líklegir til að fá tækifærið eru þeir Quincy, Arturo Lupoli eða Jeremie Aliadiere, en sá síðastnefndi hefur reynslu af leik með aðalliðinu en er reyndar að stíga upp úr erfiðum meiðslum svo að óvíst er hvort hann er tilbúinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×