Sport

Knattspyrnulögunum breytt

Það standa ýmsar breytingar fyrir dyrum á knattspyrnulögunum en tvær slíkar voru kynntar til sögunnar um helgina. Í gær var staðfest að gera eigi tilraun með nýja tegund fótbolta með örflögu í sem skera á úr um hvort knötturinn fari yfir marklínuna en það verður reynt á heimsmeistaramóti landsliða 17 ára og yngri sem fram fer í Perú í september. Í dag bárust svo fréttir af annarri breytingu. Leikmönnum í varnarvegg verður nú ekki lengur refsað með því að færa sig 9 metra aftar þegar þeir óhlýðnast dómara um að halda sig í sömu fjarlægð í aukaspyrnum mótherja. Lagagerðarmenn íþróttarinnar segja mikinn vanskilning ríkja meðal knattspyrnumanna á þessari refsingu.  Refsing þessi er að fyrirmynd rugby íþróttarinnar og í þeim löndum sem ekki iðka þá íþrótt sjá menn ekki tilganginn. Menn hjá enska knattspyrnusambandinu eru ekki sáttir og segja að þessi breyting sé afturför í að hemja hegðun leikmanna á knattspyrnuvellinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×