Fleiri fréttir

Bjóða kennurum fúlgur fjár til að fara til Úkraínu

Yfirvöld í Rússlandi hafa boðið rússneskum kennurum fúlgur fjár fyrir að fara til Úkraínu og undirbúa kennslu úkraínskra barna á yfirráðasvæði Rússa. Rússar leggja mikið kapp á að tryggja yfirráð sín á þessum svæðum.

Á sjöunda hundrað undir grun um landráð í Úkraínu

Forseti Úkraínu segir rúmlega 650 mál gegn starfsmönnum saksóknara, Öryggisþjónustunnar og annarra stofnana vegna landráðs hafa verið skráð. Forsetinn rak ríkissaksóknara og yfirmann leyniþjónustunnar í gær vegna gruns um samstarf þeirra við rússneska innrásarliðið. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins funda í dag um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum.

Árásarmaður skotinn af vegfaranda

Þrír voru skotnir til bana og tveir særðir eftir að maður vopnaður hálfsjálfvirkum riffli hóf skothríð í verslunarmiðstöð í Greenwood, úthverfi Indianapolis, í Indiana í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Árásarmaðurinn var skotinn til bana af vopnuðum 22 ára gömlum vegfaranda.

Tveir látnir í Gana vegna Mar­burg veirunnar

Yfirvöld í Afríkuríkinu Gana hafa staðfest að tveir hafi nú látist í landinu af völdum Marburg veirunnar svokölluðu, en hún er afar smitandi sjúkdómur í ætt við Ebólu.

Fjöldi mis­taka í að­gerðum lög­reglu

Lögreglan í Uvalde gerði fjölda mistaka þegar unnið var að því að stöðva skotárás inni í Robb-grunnskólanum í maí. Alls létu 21 manns lífið í árásinni.

Fjórir látnir eftir þyrluslys í Nýju-Mexíkó

Fjórir létu lífið í þyrluslysi nærri bænum Las Vegas í Nýju-Mexíkó í gær. Í þyrlunni voru viðbragðsaðilar sem höfðu unnið að því að slökkva eld í Arizona-ríki.

„Fólk er að búast við því versta“

Sérfræðingar vara við mannfalli í sögulegri hitabylgju sem gengur yfir Bretland á morgun og gróðureldar í Evrópu valda áfram gríðarlegri eyðileggingu. Íslendingur í Lundúnum segir borgarbúa uggandi. Þeir búi sig undir það versta.

Bjóða upp á bjór í skiptum fyrir sól­blóma­olíu

Bar í Munchen í Þýskalandi hefur upp á síðkastið boðið gestum að koma með sólblómaolíu og fá í staðinn bjór. Búið er að setja takmarkanir á kaup landsmanna á olíunni vegna innrás Rússa í Úkraínu.

Áfengisneysla að öllu leyti skaðleg heilsu ungs fólks

Ríki heims þurfa að grípa til sértækra ráðstafana til þess að draga úr áfengisneyslu ungs fólks. Niðurstöður stærstu rannsóknar sem gerð hefur verið á áhrifum áfengisneyslu benda til þess að þær séu að öllu leyti skaðlegar ungu fólki, en geti í hófi dregið úr sjúkdómum eldra fólks. 

Hitinn gæti farið yfir 40 gráður í fyrsta sinn: „Þetta er eitthvað sem menn verða bara að búa sig undir“

Appelsínugul viðvörun hefur tekið gildi víðs vegar í Bretlandi vegna ofsahita og á morgun eða þriðjudag gæti farið yfir 40 gráður í fyrsta sinn. Veðurfræðingur segir þetta óvanalegt og ljóst að mikilli hættu stafi af. Búast megi við tíðari hitabylgjum á komandi árum og Norðurlandabúar gætu jafnvel þurft að undirbúa sig sérstaklega.

Þúsundir flýja heimili sín vegna gróður­elda

Þúsundir manna þurftu að flýja heimili sín undan gróðureldum sem geisuðu víða um Vestur-Evrópu í gær og hafa eyðilagt gríðarlegt landflæmi. Gróðureldarnir hafa kviknað eftir hitabylgju sem ríður nú yfir Evrópu.

„Þetta er allt að springa á sama tíma“

Ekkert lát er á gríðarlegum gróðureldum í hitabylgju á meginlandi Evrópu. Þúsundir hafa flúið heimili sín og mörg hundruð eru látin vegna hitans. Íslendingur í Portúgal lýsir skelfilegum aðstæðum þar sem eldarnir loga.

Rússí­baninn verði rifinn eftir bana­slysið í Ár­ósum

Kóbra-rússíbaninn í Friheden-tívolíi í Árósum verður ekki opnaður aftur eftir að fjórtán ára stúlka lést þegar rússíbaninn bilaði í fyrradag. Forsvarsmenn tívolísins segja að tækinu verði lokað og það rifið.

Úkraínska þjóðin syrgir hina fjögurra ára Lísu sem Rússar myrtu í gær

Hin fjögurra ára gamla Lísa hefur verið nafngreind sem ein af þeim sem féll í eldflaugaárás frá rússneskum kafbáti á borgina Vinnytsia í Úkraínu í gær. Forseti Úkraínu krefst þess að Rússland verði formlega skilgreint sem hryðjuverkaríki. Við vörum við myndefni í þessari frétt.

Bókasafn óstarfhæft vegna óánægju með hinsegin bókmenntir

Bókasafni í bænum Vinton í Iowa hefur verið lokað tímabundið vegna uppsagna meirihluta starfsfólksins. Ástæðurnar fyrir uppsögnunum segir starfsfólkið vera áreitni bókasafnsgesta á starfsfólkinu yfir útleigu safnsins á hinsegin bókmenntum.

Bresk­ur hjálp­ar­starfs­mað­ur lést í hald­i Rúss­a

Paul Urey, breskur hjálparstarfsmaður sem handsamaður var af sveitum rússneskra aðskilnaðarsinna í Úkraínu, er dáinn. Hann er sagður hafa látið lífið í haldi Alþýðulýðveldisins Donetsk og er hann sagður hafa dáið vegna veikinda og álags.

Ný mann­réttinda­skýrsla Meta ó­full­nægjandi hvað Ind­land varðar

Tæknifyrirtækið Meta gaf í fyrsta sinn út mannréttindaskýrslu í gær, skýrslan fer yfir framgang fyrirtækisins í mannréttindamálum. Fyrirtækið hefur verið gagnrýnt harðlega fyrir það að hafa hundsað óæskilega framkomu notenda á Facebook sem hafi leitt til ofbeldis í raunheimum, til dæmis á Indlandi.

Pútín rak umdeildan yfirmann Roscosmos

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, rak í morgun Dmitrí Rogozin, yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands (Roscosmos). Yuri Borisov, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra, hefur verið skipaður í embættið í stað Rogozins.

Stjórnmálamenn og almennir borgarar handsamaðir og pyntaðir

Hundruð Úkraínumanna er haldið föngum á hernumdum svæðum landsins, að sögn Sameinuðu þjóðanna. Bæði er um að ræða stjórnmálamenn og almenna borgara. Einn pólitíkus sagði í samtali við BBC að hann hefði verið handsamaður af rússneska hernum og beittur vatnspyntingum.

Ólga á Ítalíu

Fimm stjörnu hreyfingin á Ítalíu hefur beitt forsætisráðherra landsins Mario Draghi, miklum þrýstingi nú á síðustu misserum en hún er hluti af ríkisstjórn Draghi. Í gær sniðgekk hreyfingin kosningu frumvarps um framfærslukostnað og leiddi þannig í ljós vantraust sitt á Draghi. Forsætisráðherrann hefur boðist til þess að segja af sér en forseti Ítalíu, Sergio Mattarella hafnaði því.

Erlendir miðlar fjalla um hýsingu haturssíðu á Íslandi

Miðlar í Bandaríkjunum og Ísrael fjölluðu í gær um beiðni sem samtökin Anti-Defamation League sendu stjórnvöldum á Íslandi á miðvikudag en þar eru þau hvött til að beita sér fyrir því að vefsíðu sem beinist gegn gyðingum og hýst er á Íslandi verði lokað.

Fundu fjöldagröf með sautján tonnum af ösku

Fornleifafræðingar í Póllandi grófu í dag upp fjöldagröf sem innihélt sautján og hálft tonn af ösku. Talið er að askan tilheyri fórnarlömbum nasista á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar.

Ivana Trump er látin

Ivana Trump, fyrrverandi eiginkona Donald Trump, er látin, 73 ára að aldri. Með Donald eignaðist hún þrjú börn, þau Donald yngri, Ivanka og Eric.

Rússar skutu eldflaug á almenna borgara

Tuttugu og einn almennur borgari féll, þeirra á meðal þrjú börn, þegar Rússar skutu eldflaug á borgina Vinnytsia og um hundrað manns særðust. Yfirmaður rússneska sjónvarpsins segir eldflauginni hafa verið miðað á húsakynni nasista í borginni.

Miklir skógareldar og hiti í Portúgal

Skógareldar brenna víða í Evrópu vegna mikilla þurrka og hitabylgju í álfunni að undanförnu. Í Portúgal hafa almannavarnir flutt hundruð íbúa frá heimilum sínum og þúsundir hektara skóga- og ræktarlands hafa brunnið.

Sjá næstu 50 fréttir