Fleiri fréttir

Tongverjar staðráðnir í að klára enduruppbyggingu
Hjálparstarf á Tonga er að taka á sig mynd en ríkisstjórn eyjaklasans segir drykkjarvatn í forgangi. Vika er liðin frá því að stærðarinnar sprengigos olli miklum skemmdum á eyjunum svo minnst þrír dóu og tvö þorp þurrkuðust út.

Játaði að hafa myrt Petito áður en hann svipti sig lífi
Þegar Brian Laundrie fannst látinn í feni í Flórída fannst skrifblokk nærri honum. Í skrifblokkina hafði hann skrifað að hann hefði myrt Gabrielle Petito, kærustu sína. Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) tilkynnti þetta í gærkvöldi en Laundrie hvarf skömmu eftir að hann sneri einn úr ferðalagi sem þau höfðu bæði farið í í fyrra.

Þotu snúið við vegna farþega sem neitaði að bera grímu
Flugvél American Airlines á leið frá Miami til Lundúna á miðvikudaginn var snúið við eftir tæplega klukkustundar flug vegna farþega sem harðneitaði að bera grímu líkt og allir aðrir.

Þrír lögregluþjónar ákærðir fyrir að skjóta átta ára stúlku til bana
Þrír lögregluþjónar í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum voru ákærðir fyrir manndráp í vikunni. Það er vegna skothríðar þeirra fyrir utan leikvang framhaldsskóla í bænum Sharon Hill í ágúst þar sem átta ára stúlka varð fyrir skoti og dó.

Rússar búast við svörum við kröfum sínum í næstu viku
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, búast við skriflegum svörum við kröfum sínum í næstu viku. Lavrov fundaði í dag með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um spennuna í tengslum við Úkraínu.

Covid gerir hjálparstarf á Tonga flókið
Skip sjóhers Nýja-Sjáland kom til hafnar í Tonga-eyjum í morgun. Þar um borð voru 250 þúsund lítrar af drykkjarvatni og öðrum nauðsynlegum birgðum. Um borð í HMNZS Aotearoa er einnig búnaður sem hægt er að nota til að eima sjötíu þúsund lítra af vatni á dag.

Stjóri Sameinuðu þjóðanna segir heiminn fara versnandi
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir heiminn að mörgu leyti verri síðan hann hóf fyrsta kjörtímabil sitt fyrir fimm árum. Það sé vegna faraldurs kórónuveirunnar, veðurfarsbreytinga og aukinnar spennu ríkja á milli.

Blinken og Lavrov funda í Genf í dag
Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands, þeir Antony Blinken og Sergei Lavrov, munu hittast síðar í dag í Genf í Sviss til að ræða ástandið í Úkraínu en spennan á svæðinu fer nú vaxandi dag frá degi og óttast vesturlönd að Rússar hyggi á innrás í landið.

Óttast að tugir séu látnir: Flutningabíll og mótorhjól skullu saman
Talið er að tugir hafi látist þegar flutningabíll sprakk í loft upp í Gana í Vestur-Afríku fyrr í dag. Í bílnum voru sprengiefni sem nota átti við námugröft.

„Það er ekkert sem kallast minniháttar innrás“
Forseti Úkraínu svaraði Bandaríkjaforseta fyrr í dag og segir að það sé ekkert sem hægt sé að kalla minniháttar árás; rétt eins og það séu engin minniháttar mannaföll eða lítilsháttar hryggð vegna ástvinamissis.

Tókst ætlunarverkið: Yngsta kona sögunnar til að fljúga umhverfis hnöttinn
Hin nítján ára gamla Zara Rutherford lenti í Belgíu, heimalandi sínu, í dag og er þar með yngsta kona sögunnar til þess að fljúga einsömul hringinn í kringum jörðina.

Á þriðja tug látin eftir troðning í messu
Minnst tuttugu og níu eru látin, þar á meðal ellefu börn og ein þunguð kona, eftir að mikil ringulreið og troðningur skapaðist í messu í Líberíu.

Ríkisstjórnin sökuð um að hóta þingmönnum og jafnvel kúga þá
Þingmenn Íhaldsflokks Englands, sem vilja velta Boris Johnson, forsætisráðherra, úr sessi sem leiðtogi flokksins, hafa orðið fyrir hótunum frá meðlimum úr ríkisstjórn Bretlands. Þetta segir einn þingmaður flokksins og ráðleggur hann flokksbræðrum sínum og systrum sem hafa orðið fyrir kúgunum að leita til lögreglunnar.

Sakaður um aðgerðaleysi vegna kynferðisbrota presta
Benedikt páfi er sakaður um að hafa sýnt af sér aðgerðaleysi í tengslum við misnotkun á fjögurra barna í biskupsdæmi hans í München op Freising frá 1977 til 1982.

„Rússarnir eru að sameina NATO“
Erindrekar Bandaríkjanna og Evrópu funda nú í Berlín vegna mögulegrar innrásar Rússlands í Úkraínu. Útlit er þó fyrir að spennan í Austur-Evrópu muni mögulega endurvekja Atlantshafsbandalagið.

Allt gæti farið úr böndunum hjá Rússum
Prófessor í stjórnmálaheimspeki segir afleiðingar af mögulegri innrás Rússa í Úkraínu geta verið grafalvarlegar. Þegar spenna sé orðin eins mikil og nú þurfi lítið til að allt fari úr böndunum og stríð eða jafnvel styrjöld brjótist út.

Hæstiréttur brást vonum Trumps
Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í gær kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghúsið í fyrra fengi ekki aðgang að gögnum hans. Lögmenn Trumps höfðu vonast eftir því að koma í veg fyrir afhendingu gagnanna en nú er sú von úti.

Íhugar að hefja aftur tilraunir með langdrægar eldflaugar
Ríkisstjórn Norður-Kóreu ætlar mögulega að hefja á nýjan leik tilraunir með langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn. Sú ákvörðun var tekin á ríkisráðsfundi í vikunni að Kim Jung-un, einræðisherra Norður-Kóreu, íhugaði að hefja tilraunirnar aftur vegna „óvinveittrar stefnu“ Bandaríkjanna í garð einræðisríkisins.

Maxwell óskar eftir nýjum réttarhöldum
Breska athafnakonan Ghislaine Maxwell hefur óskað eftir því að réttað verði í máli hennar að nýju. Hún var í lok desember sakfelld fyrir mansal á börnum og að hafa útvegað bandaríska auðkýfingnum Jeffrey Epstein ungar stúlkur sem hann misnotaði kynferðislega.

Tókst ekki að breyta reglum öldungadeildarinnar og samþykkja kosningalög
Tilraunir Demókrata til að koma á nýjum kosningalögum í Bandaríkjunum misheppnuðust í gær þegar tveir öldungadeildarþingmenn flokksins neituðu að taka þátt í því að breyta reglum þingdeildarinnar. Umræddar breytingar eru Demókrötum nauðsynlegar til að koma frumvarpinu í gegnum þingið vegna naums meirihluta þeirra.

Fyrsta flugvélin með hjálpargögnum komin til Tonga
Fyrsta flutningavélin með hjálpargögn er nú lent á flugvellinum á Tonga. Vélin er með drykkjarvatn og fleiri nauðsynjar en þessi afskekkti eyjaklasi varð illa útí í eldgosi sem hófst um síðustu helgi.

Biden telur Pútín hyggja á innrás og segir hann munu gjalda það dýru verði
Joe Biden Bandaríkjaforseti segist telja að Vladimír Pútín kollegi hans í Rússlandi hyggi á einhvers konar innrás í Úkraínu á næstunni.

Þjóðverjar beina spjótum að Telegram
Þjóðverjar hyggjast taka harðar á notkun samskiptaforritsins Telegram. Forritið hefur gjarnan verið orðað við glæpastarfsemi en stjórnvöld í Þýskalandi hafa áhyggjur af pólitískum öfgahópum sem nýta sér miðilinn í annarlegum tilgangi.

Nýjar myndir sýna eyðilegginguna á Tonga
Stjórnvöld á eyjunni Tonga birtu myndir af eyðileggingu á eyjunni Tonga fyrr í dag eftir neðansjávareldgos sem hófst í Kyrrahafi síðustu helgi.

Smitaðist viljandi af Covid og kafnaði á nokkrum mínútum
Hana Horka, fræg þjóðlagasöngkona frá Tékklandi, lést á sunnudaginn eftir að hafa vísvitandi smitast af Covid-19. Fjöldi nýsmitaðra náði nýjum hæðum í Tékklandi í dag.

Tveir handteknir eftir að kennari var myrtur á Írlandi
Tveir karlmenn hafa verið handteknir í tengslum við morðið á Ashling Murphy, sem var myrt fyrir viku síðan þegar hún var úti að skokka í bænum Tullamor í Offaly sýslu á Írlandi.

„Áhugaverður“ fundur kolefnis á Mars mögulega til marks um lífrænt ferli
Við greiningu sýna af yfirborði Mars fann könnunarfarið Curiosity tegund kolefnis sem gjarnan er tengt við lífræn ferli. Það á í það minnsta við hér á jörðinni en þessi tegund kolefnis getur einnig myndast við ákveðin jarðfræðileg ferli.

Höfuðpaur mansalshrings dæmdur vegna dauða 39 manna
Dómstóll í Belgíu hefur dæmt víetnamskan mann, sem talinn er vera höfuðpaur mansalshrings, í fimmtán ára fangelsi vegna dauða 39 Víetnama sem létust af völdum súrefnisskorts í vöruflutningabíl sem fannst yfirgefinn í Essex í Bretlandi í október 2019.

Eins og fimm hundruð kjarnorkusprengjur hafi sprungið í einu
Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) áætla að kraftur sprengigossins á Tonga hafi við til samræmis við að sprengja tíu megatonn af dínamíti. Það þýðir að sprengingin var álík því að sprengja fimm hundruð kjarnorkusprengjur eins og þeirri sem varpað var á Hiroshima við endalok seinni heimsstyrjaldarinnar.

Segjast hafa umtalsverð sönnunargögn um lögbrot
Starfsmenn ríkissaksóknara New York sögðust í gær hafa fundið umtalsverð sönnunargögn um að forsvarsmenn fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hefðu beitt sviksömum og villandi leiðum til að fá lán og greiða lægri skatta.

Samflokksmenn Johnson sagðir leggja drög að hallarbyltingu
Þingmenn breska Íhaldsflokksins eru sagðir leggja drög að því að koma forsætisráðherranum Boris Johnson frá. Framganga hans síðustu vikur og mánuði hefur grafið verulega undan trúverðugleika hans og samflokksmenn hans eru sagðir hafa fengið sig fullsadda.

Reiknað með að tilkynnt verði um afléttingar í Englandi
Búist er við því að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynni afléttingar á sóttvarnatakmörkunum í Englandi síðar í dag.

Vilja spyrja Giuliani spjörunum úr varðandi árásina á þinghúsið
Bandaríska þingnefndin sem nú rannsakar árásina á þinghúsið í Washington í janúar í fyrra hefur nú stefnt Rudy Guiliani fyrir nefndina, en hann var um tíma persónulegur lögmaður Donalds Trump forseta.

Bein útsending: Stórt smástirni þýtur hjá jörðinni
Stórt smástirni fer tiltölulega nálægt jörðu í kvöld. Með því er átt við að það verður í tæplega tveggja milljóna kílómetra fjarlægð en það verður ekki aftur svo nærri í tvær aldir.

Í skyndiferð til Úkraínu til að sýna stuðning
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun fara til Úkraínu á morgun. Þar mun hann hitta Volodímír Selenskí, forseta Úkraínu, og ræða við hann um spennuna á landamærum Úkraínu annars vegar og Rússlands og Hvíta-Rússlands hins vegar.

Flugfélög vara við óreiðu vegna 5G
Forsvarsmenn bandarískra flugfélaga segja að ætlanir samskiptafyrirtækjanna Verizon og AT&T um að kveikja á 5G kerfi þeirra í vikunni muni valda gífurlegri óreiðu. Hætta þurfi við þúsundir flugferða og hagkerfi Bandaríkjanna muni bíða mikla hnekki.

„Enginn sagði mér að þetta væri brot á reglunum“
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir það rangt að hann hafi verið varaður við því að samkvæmi á Downingstræti væri brot á samkomutakmörkunum og sóttvarnarreglum. Ráðherrann hefur verið sakaður um að ljúga að þinginu um hvað hann vissi um samkvæmið sem haldið var í maí 2020.

Skemmdirnar miklar og óttast að margir hafi dáið
Tonga eyjaklasinn varð fyrir miklum skemmdum vegna stærðarinnar sprengigoss sem varð þar um helgina og flóðbylgju frá gosinu. Minnst eitt þorp gereyðilagðist og margar byggingar eru horfnar. Erindreki frá Tonga óttast að margir hafi dáið.

Hyggjast lóga 2.000 hömstrum vegna Covid-smits
Yfirvöld í Hong Kong hyggjast aflífa um það bil 2.000 hamstra eftir að SARS-CoV-2 fannst á ellefu dýrum í gæludýraverslun í borginni. Sýnin voru tekin af 178 dýrum verslunarinnar eftir að starfsmaður greindist með Covid-19.

Töldu enga ógn stafa af gíslatökumanninum eftir rannsókn
Leyniþjónusta Bretlands var með Malik Faisal Akram til rannsóknar árið 2020. Þar á bæ var komist að þeirri niðurstöðu að af honum stafaði engin ógn og því gat hann ferðast til Bandaríkjanna þar sem hann keypti sér byssu og tók fjóra gísla um síðustu helgi.

Maltverji nýr forseti Evrópuþingsins
Hin maltneska Roberta Metsola var í morgun kjörin nýr forseti Evrópuþingsins. Hún tekur við stöðunni af hinum ítalska David Sassoli sem lést á dögunum.

Metfjöldi látinna í Ástralíu og álagið eykst víða
Aldrei hafa fleiri Ástralar dáið vegna Covid-19 en gerðu í dag. Alls dóu 77 vegna faraldursins en það er nýtt met. Gamla metið var 57 og var það sett á síðasta fimmtudag. Faraldurinn er í töluverðri uppsveiflu víða um heim en mikil fjölgun smitaðra vegna ómíkorn-afbrigðisins hefur aukið álag á heilbrigðiskerfi.

Umsókn Breiviks um reynslulausn tekin fyrir í dag
Umsókn norska fjöldamorðingjans og hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik um reynslulausn verður tekin fyrir í Skien-fangelsinu, suðvestur af Osló í dag.

Franskur forsetaframbjóðandi sektaður vegna hatursorðræðu
Franski fjölmiðlamaðurinn Eric Zemmour, sem tilkynnt hefur um framboð sitt til forseta Frakklands í kosningunum í apríl, hefur verið sektaður vegna hatursorðræðu sem hann viðhafði um unga flóttamenn árið 2020. Sakaði hann þá almennt um að vera „þjófa, morðingja og nauðgara“.

Aska þekur Tonga og hamlar hjálparstarfi
Um 200 manns vinna nú hörðum höndum að því að moka ösku af flugbrautinni á alþjóðaflugvelli Tonga því eins og stendur er ekki hægt að koma björgunarfólki og vistum til eyjaklasans.